Söguferðir
  • Forsíða
  • Ferðir
  • Fyrir hópa
  • Greinar
  • Um Söguferðir

Haustferð til Uzbekistan

2. til 16. september 2022
Þessi ferð verður helguð menningu og sögu þessa Mið-Asíusamfélags sem okkur er framandi þótt nafnið sé kunnuglegt. Menning heimamanna stendur á árþúsunda gömlum grunni sem var í blóma löngu áður en Ísland byggðist. Við munum kynnast landinu, fara um blómleg héruð og eyðimerkur. Við munum kynnast, fræðum og vísindum í fortíð, stjörnufræði og stærðfræði, silkiiðnaði og gullsmíði en líka lifnaðarháttum hirðingja að fornu og nýju. Ferðin um Úzbekistan hefst og lýkur í höfuðborginni, Tashkent en þess á milli heimsækjum við borgirnar Urgench, Khiva, Bukhara og Samarkand. Allt borgir sem eru einstakar, hver á sinn hátt og sumar á heimsminjaskrá UNESCO. Í þessari ferð reynum við að kynna okkur þetta framandi samfélag, sögu þess og menningu, handverk og síðast en ekki síst hvunndagslíf fólksins sem þar býr.

Væntanlegar ferðir

Haustferð til Uzbekistan

2. til 16. september 2022

Greinar

Hringferð um Pólland

Lesa meira

Stiklað um Pólland

Lesa meira

Rómar – Litrík þjóð á faraldsfæti

Lesa meira

Fyrri ferðir

Aðventuferð til Gdansk

Skoða nánar

Aserbaísjan

Skoða nánar

Búlgaría

Skoða nánar

Um Söguferðir

Söguferðir bjóða uppá skipulagða fræðslu um lönd, borgir, þjóðir og menningu. Megin tilgangur þessarar starfsemi er að búa til ferðaáætlanir með fólki, en ekki að selja tilbúnar pakkaferðir.
Söguferðir
Söguferðir
Söguferðir ehf. | kt. 4902071630 | Hlíðarhvammur 4 200 Kópavogi | Sími 564 3031