Ferðir, sérsniðnar fyrir hópa og félög

Finndu ferð …

Heimshlutar

Söguferðir ehf. hafa staðið fyrir ferðum um lönd og samfélög sem mörg hafa ekki sést á hinu stóra hlaðborði ferðaþjónustunnar. Afl þessarar starfsemi er forvitni um sögu,  menningu, samfélög og þjóðir. Við gerum ferðaáætlanir með fólki þegar því verður við komið í stað þess að selja einungis tilbúnar pakkaferðir. Söguferðir gera miklar kröfur til fararstjóra hvað varðar þekkingu á sögu og menningu áfangastaða og þess fólks sem þar býr. Markmiðið er að fólk geti notið hvíldar og hamingju meðan á ferð stendur og endurtekið hana á vængjum hugans lengi eftir að heim er komið. Markmiðið er að hafa verð í lágmarki og gæði í hámarki.