2022/08/23 at 8:21 am

Söguferð til Gdansk og Kraków

28. nóvember. til 9. desember 2024

Ferðalýsing

12 dagar 11 nætur.

Gdansk

28.11.2024 - fimmtudagur
Kl. 18:20 – 22:55. Keflavík-Gdansk. Rúta bíður við flugvöll og ekur okkur á hótel. Gist á hótel Puro, á besta stað í bænum. Gætum snætt síðbúinn kvöldverð á hóteli.

29.11.2024 - föstudagur
Eftir góðan morgunverð verður boðið uppá þægilegt sögurölt um ,,gömlu Gdansk“

30.11.2024 - laugardagur.
Ökuferð um þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Hádegistónleikar í dómkirkjunni í Oliva. Pípuorgel frá 18. öld og magnaður hljómburður.

1.12.2024 - sunnudagur
Þessi dagur er helgaður ,,hulduþjóðinni“ Kasjúbum. Ferð um Kasjúbíu og endað með kasjúbaveislu.

2.12.2024 - mánudagur
Frjáls dagur.

Kraków

 3.12.2024 - þriðjudagur
Kl. 11:15. Tökum rútu á lestarstöð. Lestarferð til Kraków. Járnbrautarferð er þægilegur ferðamáti. Við járnbrautarstöðina í Kraków bíður rúta sem ekur okkur á hótel, sem líka heitir Puro og er í gamla gyðingahverfinu Kazimers, á besta stað í bænum.

4.12.2024 - miðvikudagur
Að fenginni góðri hvíld og morgunverði verður rólegt rölt um Kazimers hverfið og gamla borgarhlutann. Þessi dagur verður þægilegt rölt með stoppi eftir smekk og þörfum. Á vegi okkar verða stórmerkileg listasöfn mörg skemmtileg kaffihús, barir og verslanir, Wawel-höllin að ógleymdum öllum þeim stílbrygðum og sögu sem ber fyrir augu í þessari yndislegu borg. Hér er tilvalið að líta við í júgend kaffihúsi við ul. Florianska nr. 45, Kawiarnia Jama Michalika. Algjört möst fyrir romantíkera eins og okkur. Óbreytt síðan 1910.

5.12.2024 - fimmtudagur
Frjáls dagur.

Föstudagur 6. des.Kl. 9:00. Ferð inn í kolsvart myrkur fortíðar. Heimsókn í manngert helvíti; Auschwitz- Birkenau. Ekki fyrir viðkvæma.

7.12.2024 - laugardagur
Kl. 9:20. Ferð inn í birtu fortíðar. Heimsókn í saltnámurnar í Wieliszka (á lista UNESCO sem sameiginlegur arfur mannkyns). Ógleymanleg ferð inn í ótrúlegan heim.

8.12.2024 - sunnudagur
Frjáls dagur. Um kvöldið verður pólsk veisla.

9.12.2024 - mánudagur
Haldið heim. (Um Katowice) 17:15 – 20:35.

Innifalið í verði er:

  • Flug og flugtengdir skattar.
  • Lestarferð frá Kraków til Gdansk
  • Hótel (góð 4 stjörnu) með morgunverði. Rúta til og frá flugvöllum.
  • Heimsókn í saltnámuna í Wieliszka Miðar í sporvagn til Nova Huta.
  • Heimsókn til Auschwitz-Birkenau Íslensk fararstjórn.

Gott að hafa í huga