2022/08/23 at 8:21 am
Uzbekistan-Turkmenistan
27. mars til 14. apríl 2026
Ferðalýsing
Úzbekistan – Túrkmenistan (Silkileiðin mikla) 27. mars -14. apríl 2026, páskaferð.
Þessi ferð verður helguð menningu og sögu þessara tveggja Mið-Asíusríkja sem okkur er framandi þótt nöfnin séu kunnugleg. Menning heimamanna stendur á árþúsunda gömlum grunni sem var í blóma löngu áður en Ísland byggðist. Við munum kynnast löndunum, fara um blómleg héruð og eyðimerkur. Við munum kynnast, fræðum og
vísindum í fortíð, stjörnufræði og stærðfræði, silkiiðnaði og gullsmíði en líka lifnaðarháttum hirðingja og annara þarbúenda að fornu og nýju.
Ferðin hefst og lýkur í Tashkent, höfuðborg Úzbekistans. Þess á milli heimsækjum við borgirnar Nukus, kynnumst þar örlögum Aralvatnsins, skoðum borgarperlunar Khiva, Bukhara og Samarkand. Heimsækjum Túrkmenistan og höfuðborgina Askabat og Mary. Allt eru þetta borgir sem eru einstakar, hver á sinn hátt og sumar á heimsminjaskrá UNESCO. Í þessari ferð reynum við að kynna okkur þessi framandi samfélög; sögu þeirra, menningu, handverk og síðast en ekki síst hvunndagslíf fólksins sem þar býr.
Þessi ferð verður ólík öðrum Söguferðum á þessar slóðir að því leyti að nú bætum við Túrkmenistan inn í ævintýrið. Þessi ferð er sniðin fyrir forvitna. Verð er ekki endanlega komið en úr því verður bætt innan tíðar. Dagskráin er tilbúin og verður bráðlega sett á heimasíður Söguferða www.soguferdir.is
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurning á
söguferdir@soguferdir.is eða með því að hringja í 611 4797
Dagur 1 - föstudagur 27. mars. Keflavík – Tashkent
Reykjavik - Tashkent um London:
Keflavík - London LHR 7:40 – 11:45. FI 450 ICELANDAIR
16:20 - 03:10 London - Tashkent HY-202 A321Neo, UZBEKISTAN AIRWAYS
Dagur 2 - laugardagur 28. mars. Tashkent – Nukus.
Kl. 03:10 lending í Tashkent. Rúta bíður við flugstöð og ekur okkur á hótel.
Síðbúinn morgunverður á hóteli.
Hvíld til kl. 12:00
Tashkent, ein fjölmennasta fornra borga í Mið-Asíu og höfuðborg Uzbekistans. Á máli heimamanna merkir Tashkent “Steinborgin” og er jafnframt þekkt sem borg hinna miklu andstæðna. Fyrsta dag okkar í landinu munum við kynnast þessum andstæðum, hinu gamla og nýja, hinu stóra og smáa. Hér munum við m.a. skoða:
- Markað
- Barak-khan madrassah (trúarskóli)
- Juma Moskuna
- Oʻzbekiston tarixi davlat muzeyi; (Þjóðminjasafnið).
Eftir rölt um fornar slóðir munum við nú halda á vit samtíðar og framtíðar.
Nýja Óperan, Amir Temur Torg, Sjálfstæðistorgið og Minnisvarðinn um hinar föllnu hetjur.
Kvöldflug til Nukus, höfuðborgar sjálfstjórnarlýðveldisins Karakalpakstan.
Miðdegisverður
Kvöldverður á hóteli
Gist í Nukus.
Dagur 3 - sunnudagur 29. mars. Nukus – Muynaq – Nukus
Morgunverður á hóteli
Þessi dagur er helgaður Aralvatni og getu mannkyns til að ganga fram af brúninni.
Við ökum ca. 250 km í norður um Aralkum þurrsléttuna. Ekki til að skoða útgerð og njóta fiskrétta úr vatni sem eitt sinn sá íbúum Sovétríkjanna fyrir um 7 % þess fiskjar sem þeir neyttu. Nei, þessi dagur er eins konar hamfaraferðamennska til bæjarins Muynak sem fyrir um 50 árum var líflegur útgerðarbær á strönd fjórða stærsta stöðuvatns Jarðar. Á undraskömmum tíma tókst mannfólkinu það sem margir hafa vafalaust talið algjörlega ómögulegt, að láta mestan hluta þessa mikla vatns hverfa og valda líffræðilegum fjölbreytileika Aralvatns, öllu lífi á láði og legi. óbætanlegu tjóni.
Skoðunarferð í „skipakirkjugarðinn“. Skoðum Safnið um Aralvatn.
Miðdegisverður
Kvöldverður í staðarskála
Gist í Nukus
Dagur 4 - mánudagur 30. mars. Tashkent – Nukus – Khiva
Árbítur á hóteli
Nukus, höfuðstaður sjálfstjórnarlýðveldisins Karakalpakstan, sem fáir hafa heyrt af, færri muna nafnið á og enn færri geta borið fram með góðu móti. Borgin er ung, varð til á 4. áratug 20. aldar og byggð í dæmigerðum sovéskum stíl þess tíma. Borgarskoðun og heimsókn í hið heimsfræga listasafn sem kennt er við I.V. Savitsky, einnig nefnt Nukus safnið. Þarna gefur að líta mesta safn rússneskra avantgarde (framúrstefnu) listamanna í heimi að Hermitage- safninu í St. Pétursborg undanskildu.
Um miðjan dag höldum við með rútu (200 km. / 3 klst. ) til Khiva, hinnar ómótstæðilegu fornu borgarperlu. Skráum okkur á hótel og njótum kvöldsins.
Miðdegisverður
Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað í Khiva.
Gist í Khiva
Dagur 5 - þriðjudagur 31. mars. Khiva
Morgunverður. Dagurinn helgaður þessum stórmerka bæ sem er á lista UNESCO sem sameiginlegur arfur mannkyns. Ganga um þessa dæmalausu perlu er engu lík.
Hér munum við m.a. skoða:
- Tosh-Khowli höllina (aflagt kvennabúr /Harem) ,
- Kunya-Ark virkið,
- Kalta minaret (bænaturn)
- Alla-Kuli-Khan medrese (Byggingar íslamsks trúarskóla)
- Juma Moskuna,
- Abdullah-Khan medrese, (trúarskóli)
- Grafhýsi Said Alautdin (1303)
- Mukhamad Amin-Khan medrese. (trúarskóli)
- Loks röltum um gömlu Khiva að borgarveggjum.
Miðdegisverður.
Kvöldverður í gömlum trúarskóla hvar við njótum þjóðlegrar tónmenntar og dans að hætti héraðsbúa.
Gist í Khiva
Dagur 6 - miðvikudagur 1. apríl. Khiva-Túrkmenistan
Eftir morgunverð á hótelinu hefst næsti þáttur ferðaáætlunarinnar; til Túrkmenistan - og það er ekki aprílgabb.
Í fyrri Söguferðum hafa landamæri Úzbekistan og Túrkmenistan verið lokuð. Það varð því mikil hamingja þegar við fengum tilkynningu um að landamærin væru loks opin og gott samband milli þessara nágrannalanda sem þó eru um margt svo ólík að hægt er að tala um tvo heima.
Akstur frá Khiva að landamærum Úzbekistan, nálægt Shavat er um 60 km.
Ferðin til Túrkmenistan tekur um 1 klukkustund. Á landamærum að Túrkmenistan tekur á móti okkur túrkmenskur leiðsögumaður, bílstjóri og rúta sem verða með okkur dagana í Túrkmenistan. Við höldum til borgarinnar Kunya Urgench (96 km). Skoðunarferð að sögufrægum kennileitum borgarinnar:
- Turabek Hanum grafhýsið;
- Kutlugh Timur bænaturn;
- Sultan Tekesh grafhýsið;
- Hliðið að Caravanserai;
- IL Arslon grafhýsið.
Undir kvöld verður ekið að Dashoguz flugvelli og áætlað flugi með T5-110 klukkan 19:50. Flogið til þeirrar stórmerku höfuðborgar Túrkmena, Ashgabat. (Brottfarartími og flug gæti breyst).
Á flugvellinum í Ashgabat bíður okkar rúta sem kemur okkur á hótel.
Miðdegisverður
Kvöldverður
Gisting í Ashgabat
Dagur 7 - fimmtudagur 2. aprí. Ashgabat
Morgunverður á hótelinu.
Við kynnum okkur helstu kennileiti þessarar merkilegu höfuðborgar - Ashgabat:
- Ekið til Nisa, sem er á heimsminjaskrá UNESCO (15 km) og heimsækjum helgidóm Parþa-konunganna.
- Síðan haldið áfram í heimsókn í Þjóðminjasafn Túrkmenistans.
- Skoðum nýjan garð tileinkaðan túrkmenska skáldinu Magtymguly Fragi sem allir þarlendir þekkja en við síður.
- Loks heimsækjum við stað sem tileinkaður er fórnarlömbum jarðskjálftans í Ashgabat 1948 og eina stærstu mosku Mið-Asíu - Turkmenbashy Ruhy moskuna og fjölskyldugrafhýsi fyrsta forseta Túrkmenistans.
Miðdegisverður
Kvöldverður
Gist í Ashgabat
Dagur 8 - föstudagur 3. apríl. Ashgabat– Mary
Morgunverður á hótelinu
Haldið eftir nýrri þjóðbraut (350 km – 3 klst.), frá Ashgabat í austurátt til borgarinnar Mary.
Reiknum með að skrá okkur á hótelið um hádegisbil. Borgin er ekki kennd við heilaga Maríu sem í fljótu bragði mætti ætla heldur af nágrannaborginni Merv og senniega merkir nafnið græn vin. Borgarskoðun með viðkomu á ávaxta- og grænmetismarkaði. Ásamt ýmsu öðru forvitniegu skoðum við helstu rétttrúnaðarkyrkju borgarinnar ef ekki alls Túrkenistans.
Miðdegisverður
Kvöldverður
Gisting í Mary
Dagur 9 - laugardagur 4. apríl. Mary – Farab
Morgunverður á hóteli.
Haldið áfram í skoðunarferð um gömlu Merw - UNESCO heimsminjaskrá.
Eftir skoðunarferð verður ekið til baka til Mary (35 km).
Sama dag litið inn á sögusafn Mary-héraðsins.
Miðdegisverður
Kvöldverður
Gisting í Mary
Dagur 10 - sunnudagur 5. apríl. Mary – Farab – Bukhara (Uzbekistan)
Morgunverður á hóteli.
Ekið um steppur Túrkmenistan (305 km), að landamærastöðinni Farab í Túrkmenistan. Verðum komin að landamærunum um hádegi. Eftir hefðbundið landamærastopp verður ekið stystu leið á hótelið í Bukhara (90 km).
Miðdegisverður
Kvöldverður
Gist í Bukhara
Dagur 11 - mánudagur 6. apríl. Bukhara
Morgunverður á hóteli.
Þess er getið í hinni helgu Avesta-bók að Bukhara sé ein elsta borg þessa lands. Hún var byggð á helgri hæð þar sem vorfórnir voru færðar af þeim merka trúarhópi sem kenndu/kenna sig við Saraþústra. Nafnið „Bukhara“ er dregið af sanskrít og þýðir „musteri, klaustur“. Þessi borg var viðskiptamiðstöð við Silkileiðina miklu og hér er einnig afar fornt og merkilegt samfélag Gyðinga sem nú er reyndar að hverfa. Á rölti okkar um gamla bæinn sjáum hvert undrið öðru merkilegra. Bukhara hefur staðið vörð um aldagamla menningararfleifð sína í arkitektúr og gamli borgarhlutinn er safn í sjálfu sér. Við munum skoða:
- Hinn íslamska helgistað „Poi Kalon“ (Við fótskör hins mikla).
- „Kalyan bænaturninn“ - tákn Bukhara frá 12. öld.
- Moskuna - „Miri Arab Madrassah“ – er starfandi trúarskóli frá 16. öld og einn af virtustu andlegu íslömsku háskólunum.
- „Taki Zargaron“ hús skartgripanna frá 15./16. öld.
- „Ulugbeg Madrassah“ – einn af þremur trúarskólum sem Tamerlan Ulugbeg, sem uppi var á 15. öld, lét reisa.
- „Abdulaziz-khan Madrassah“ - hefðbundinn trúarskóli og moska á tveim hæðum frá miðri 17. öld,
- „Tim of Abdullah-Khan“ trúarskólinn sem byggður var 1588-1590.
- „Magoki-Attari“ moskan - elsta moska Bukhara 12. öld. Hún er talin helsta meistaraverk byggingarlistar í Bukhara og þá er mikið sagt.
- Khanaka trúarskólinn
- Nadir Divan-Beghi, - athvarf til hugleiðslu Súfista 17. um aldir.
- „Kukeldash Madrassah“ (16. öld) - einn stærsti trúarskóli í Bukhara.
- „Lyabi-Hauz“ - stærsta manngerða lón miðalda (14. öld).
Miðdegisverður
Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað hvar við fáum að kynnast matreiðsluhefðum löngu genginna silkikaupmanna.
Gist í Bukhara.
Dagur - 12 þriðjudagur 7. apríl Bukhara
Morgunverður á hóteli
Höldum áfram vettvangsskoðun í Bukhara; þessarar yndislegu borgarperlu.
Skoðum Samanid grafhýsið, Grafhýsi Chashma Ayub, Safn Imam Al Bukhari, Bolo-Houz Moskan, Ark virkið (hér var miðstöð stjórnsýslu svæðisins á 4. öld f. Kr.), Sitora-i-Mokhi Khosa höllin (Bústaður síðasta emírsins), Chor Minor ("Bænaturnarnir fjórir).
Miðdegisverður
Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað. Á eftir stund í bakgarði 17. aldar trúarskóla sem er kenndur við Nadir Divan Begi þar við - kynnumst þjóðlegri menningu .
Gist í Bukhara.
Dagur 13 - miðvikudagur 8. apríl. Bukhara – Samarkand
Eftir morgunverð er frjáls tími í gömlu Bukhara; borginni sem sumir fá aldrei nóg af.
Kl. 16:11 með þægilegri hraðlest til Samarkand. Áætlaður komutími kl. 18:00 (tímatafla getur breyst)
Við lestarstöðina bíður okkar rúta og ferð á veitingastað. Eftir kvöldverð verður okkur ekið á hótel.
Miðdegisverður
Kvöldverður á veitingastað á staðnum
Gisting í Samarkand
Dagur 14: fimmtudagur 9. apríl. Samarkand; ,,Borg hinna bláu hvolfþaka
Morgunverður
Samarkand, Borg hinna bláu hvolfþaka": Sögu borgarinnar má rekja aftur um vel yfir hálft þriðja árþúsund, til Timur stórveldisins sem hefur skilið eftir minjar sem hafa menningarlegt gildi til jafns við byggingarlist og verkmenningu Egypta, Kínverja, Indverja, Grikkja og Rómverja.
Við skoðum m.a: Registan-torgið (helst að degi og um kvöldið). Gur Emir Grafhýsið og Ruhabad grafhýsið, heimsókn í stjörnuathugunarstöð þess stór merka vísindamanns og Soltáns Ulugh Beg (1394-1449), sonar sonar Timur Lenk (Tamerlane). Við eigum vonandi eftir að kynnast báðum vel og vandlega í ferðinni. Þeir sem vija versla geta svalað þeirri þörf á einum þekktasta basar þessa heimshluta „Siyob“ markaðinum.
Heimsækjum El-Merosi leikhúsið; leikhús sem kynnir sögu og hefðir þjóðbúninga.
Miðdegisverður
Kvöldverður í staðarskála
Gist í Samarkand
Dagur 15 - föstudagur 10. apríl. Samarkand; ,,Borg hinna bláu hvolfþaka"
Morgunverður
Haldið til Shakhrisabz um fagran fjallasal, (90 km). Líklega förum við með smærri bílum, 3-4 farþegar í hverjum. Shakhrisabz er í suðurhluta Úzbekistans. Menningin hér er sérstök og handverk fólks hér um slóðir er víðfrægt fyrir fegurð, sérstaklega útsaumur. Auk þess var það hér sem Timur Lenk óx úr grasi.
Að loknum miðdegisverði skoðum við m.a. Ak-Saray höllina (1380-1404); Darus-Saodat (14.-15. öld), Grafhýsi Jakhongir (14. öld), Dorut-Tillavat og Kok-Cumbaz Moskuna. Allt undur og stórmerki.
Haldið aftur til Samarkand.
Miðdegisverður
Kvöldverður í staðarskála
Gist í Samarkand
Dagur 16 - laugardagur 11. apríl. Samarkand – Tashkent
Eftir morgunverð er frjálst dagur í Samarkand
Kl. 17:35 haldið með þægilegri hraðlest til Tashkent. Áætlaður komutími 20:03 (tímatafla getur breyst)
Rúta bíður okkar við brautarstöðina og ekur okkur á veitingahús þar sem við njótum kvöldverðar.
Miðdegisverður
Kvöldverður í staðarskála
Gist í Tashkent
Dagur 17 - sunnudagur 12. apríl. Tashkent- Ugam Chatkal þjóðgarðinn
Að loknum morgunverði verður haldið með rútu uþb. 65 km. í Ugam Chatkal þjóðgarðinn. Í Amirsoy-fjöllum eru helstu skíðasvæði Úzbekistana. Okkur býðst að fara með kláfi upp á fjallstopp hvar útsýni er afar fagurt. Eftir niðurkomuna væri ekki úr vegi að fá sér miðdegishressingu á staðarskála við Charvak vatn. Ekið til Tashkent. Ef við höfum ekki náð að skoða neðanjarðarlestarkerfið í höfuðstaðnum þá ætti að gefast tækifæri til þess þennan dag.
Miðdegisverður
Kvöldverður í staðarskála.
Gist í Tashkent
Dagur 18 - mánudagur 13. apríl. Tashkent
Eftir morgunverð er frjáls dagur fyrir þá sem svo kjósa
Annars er boðið uppá safnaheimsókn
Safn hvundagslistar (hagnýtar listar á ensku Applied Arts of Uzbekistan) rekur sögu sína til ársins 1927, þegar fyrsta sýning á listaverkum eftir listamenn frá Úzbekistan var haldin þar. Í upphafi hét safnið Handverkssafnið og árið 1997 fékk það sitt núverandi nafn. Safn Hagnýta listasafnsins hefur yfir 7.000 sýnishorn af hagnýtri list: útsaum, höfuðkúpur (tyubeteyka), skartgripi, teppi og önnur dæmi um handverk frá upphafi 19. aldar til dagsins í dag.
Að lokinni safnaskoðun verður ferð í nútímahluta höfuðborgar Úzbekistans.
Þar skoðum við Navoi Grand óperuna og Ballet leikhúsið, Amir Temur torgið, Sjálfstæðistorgið og Minnismerki hugrekkisins.
Miðdegisverður
Kveðjustund með veitingum, víni og dansi- og spilverki.
Gist í Tashkent
Dagur 19 - þriðjudagur 14. apríl Tashkent – Ísland
Morgunverður
07:00 Okkur ekið á flugvöllinn. Brottför kl. 10:45. Áætluð lending í London 14:25. Nokkra klukkustunda bið eftir flugi til Íslands.
Verð fyrir einstakling í tvíbýli 698.000
Viðbót fyrir einbýli 770.000
Innifalið í verði:
- Flug og flugtengd gjöld.
- Gisting í 18 nætur á 4 stjörnu hótelum.
- 18 morgunverðir og 17 kvöldverðir
- Allar ferðir samkvæmt dagskrá.
- Allur aðgangur að söfnum samkvæmt dagskrá.
- Þjóðleg tónlist og dansar í Khiva á degi 5
- Þjóðsagnasýning í Búkhara á degi 12;
- El-Merosi leikhúsið með sögulegum búningum í Samarkand á degi 14;
- Vatn í rútu samkvæmt þörfum.
- Komugjald í Túrkmenistan.
Íslensk fararstjórn. (Íslenskan er aðal málið)