2022/08/23 at 8:21 am

Vorferð til Uzbekistan

8. til 21.4.2022

Ferðalýsing

Þessi ferð verður helguð menningu og sögu þessa Mið-Asíusamfélags sem okkur er framandi þótt nafnið sé kunnuglegt. Menning heimamanna stendur á árþúsunda gömlum grunni sem var í blóma löngu áður en Ísland byggðist. Við munum kynnast landinu, fara um blómleg héruð og eyðimerkur.

Við munum kynnast, fræðum og vísindum í fortíð, stjörnufræði og stærðfræði, silkiiðnaði og gullsmíði en líka lifnaðarháttum hirðingja að fornu og nýju. Ferðin um Úzbekistan hefst og lýkur í höfuðborginni, Tashkent en þess á milli heimsækjum við borgirnar Urgench, Khiva, Bukhara og Samarkand. Allt borgir sem eru einstakar, hver á sinn hátt og sumar á heimsminjaskrá UNESCO.

Í þessari ferð reynum við að kynna okkur þetta framandi samfélag, sögu þess og menningu, handverk og síðast en ekki síst hvunndagslíf fólksins sem þar býr.

Gott að hafa í huga