Dagur 01 föstudagur 03.04. Keflavík – Tashkent

Reykjavik – Tashkent um London:
07:40-11:45 Reykjavik – London FI-450. ICELANDAIR
21:35-08:25 London – Tashkent HY-202 Boing 757-200, UZBEKISTAN AIRWAYS

Dagur 2: laugardagur 4. 4.     Tashkent

Kl. 08:25 lending í Tashkent. Rúta bíður við flugstöð og ekur okkur á hótel.

Síðbúinn morgunverður á hóteli.

Hvíld til kl. 11:00

Tashkent, ein stærst fornra borga í Mið-Asíu og höfuðborg Uzbekistans.  Á máli heimamanna merkir Tashkent “Steinborgin” og er jafnframt þekkt sem borg hinna miklu andstæðna. Fyrsta dag okkar í landinu munum við kynnast þessum andstæðum, hinu gamla og nýja, hinu stóra og smáa.

11: 00 Tashkent, borgarskoðun.

Khazret-Imam, Barak-khan trúarskólinn, Tellya Sheikh Medressa, Juma Moskuna,

Þjóðminjasafnið.

Miðdegisverður (fráls)

Eftir rölt um fornar slóðir munum við nú halda á vit samtíðar og framtíðar.

Nýja Óperan, Amir Temur Torg, Sjálfstæðistorgið og Minnisvarðinn um hinar föllnu hetjur.

Kvöldverður þjóðlegu veitingahúsi.

Gist í Tashkent

 

Dagur 3: Sunnudagur 5. 4.     Tashkent – Urgench – Khiva

Árbítur á hóteli

Rúta ekur okkur á innanlandsflugvöllinn.

Flug Tashkent – Urgench HY051 07:25-08:55 (tímaáætlun gæti breyst)

Koma til Urgench og ekið til Khiva (30 km)

Eftir komuna til Khiva byrjum við á að skrá okkur á  hótel

Saga Khoresm er rakin langt aftur í forneskju. Það kemur flestum á óvart hversu snemma hér þróaðist hámenning vísinda og lista sem enn má sjá mörg dæmi um.

Hér munum við sjá ógleymanlega staði sem vitna um gríðarlega tækni og listfengi við húsagerð og mósaikskreytingar, einstaka fegurð bænaturna (minaretta) og moska.

Dagurinn helgaður rannsókn þessa svæðis: Þægilegt rölt um Ichan-Kala, söguganga inn í hið ótrúlega í   „Safni undir opnum himni“.

Miðdegisverður (frjáls)

Kvöldverður í fornum trúarskóla (madrassah) þar sem við njótum þjóðlegra rétta og tónlistar heimamanna ásamt þjóðlegri dansmennt frá  Khorezm svæðinu.

Gist í Khiva

 

Dagur 4: Mánudagur 6.4.        Khiva – gamla virkið

Að loknum morgunverði verður haldið til Toprak-Kala og Ayaz-Kala (um 100 km.)

Ferðinni er heitið að Toprak-Kala – þar sem við skoðum minjar Khorezm-stórveldisins sem þar var frá 1.-6. öld e.Kr. Um aldir mátti fólk hér um slóðir þola yfirgang og árásir óvinaherja. Svo fór um síðir að byggð lagðist hér af en skildi eftir spor sem vitna um háþróaða þekkingu á ólíkum sviðum vísinda og lista. Til marks um þessa horfnu menningu höfum við mikilfenglegar virkisrústir hátt á fjallsbrún sem horfa þöglar yfir Kyzyl Kum eyðimörkina.

 

Miðdegisverður í  Ayaz-kala yurtru (Tjaldi hérlendra hirðingja)

Yurt (Júrtra) er hefðbundið flytjanlegt húsnæði hirðingja Mið-Asíu. Sum þessara tjalda geta hýst 20 manns. Tjaldbúðirnar sem við heimsækjum eru staðsettar á fögrum stað. Í dæmigerðri júrtru getur að lýta þykka bómullardýnu og teppi sem notuð er bæði sem rúm og sæti. Hér eru líka koparkönnur með drykkjarvatni og til þvotta. Máltíðir eru framreiddar í sérstakri júrtru og hér geta heimamenn og gestir þeirra notið þess að sjá undraverk himinhvolfsins, sólarlalgs og stjörnuskrúð á  hlýjum kvöldum. Á slíkum kvöldum standast tónlistarmenn úr heimabyggð ekki freistinguna hefja spilverk og söng. Væntanlega fáum við að njóta slíks kvölds.

Haldið aftur til Khiva

Kvöldverður (frjáls)

Gist í Khiva

 

Dagur 5: Þriðjudagur 7. 4.      Khiva – Bukhara

Morgunverður

Framundan er langur akstur yfir eyðimörkina frá Khiva til Bukhara (400 km – 8 klst). Á leiðinni æjum við nokkrum sinnum og njótum fegurðar þessa gróðursnauða lands.

Við komuna til Bukhara höldum við beint á hótel.

Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað.

Gistum í Bukhara

 

Dagur 6: Miðvikudagur 8.4.  Bukhara

Að loknum morgunverði munum við helga daginn þessari merku borg sem á sér glæsta sögu og var einn af helstu áningarstöðum á Silkileiðinni miklu. Þar fyrir utan er hér eitt elsta samfélag Gyðinga.

Við röltum um gamla bæinn sem er safn um eigin sögu. Skoðum: Poi Kalon, Kalyan Bænaturninn, Kalyan Moskan, Miri Arab Trúarskólinn, Taki Zargaron verslunarmiðstöðin og fleira.  

Miðdegisverður (frjáls)

Kvöldverður að hætti heimamanna.

Gist í Bukhara

 

Dagur 7: Fimmtudagur 9. 4.                    Bukhara – Samarkand

Morgunverður

Höldum áfram okkar vettvangsskoðun í Bukhara

Hér rekur hvert undrið annað: Samanid grafhýsið,  Grafhýsi  Chashma Ayub, Safn Imam Al Bukhari, Bolo-Houz Moskan, Ark virkið (hér var miðstöð stjórnsýslu svæðisins á 4. öld f. Kr.), Sitora-i-Mokhi Khosa höllin (Bústaður síðasta emírsins), Chor Minor („Bænaturnarnir fjórir). 

 

Miðdegisverður (frjáls)

Haldið með rútu frá Bukhara til Samarkand (280 km – 5 klst). Stoppað við Gijduvan (litið inn á keramik verkstæði).

Skráning á hótel í  Samarkand.

Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað.

Gist í Samarkand.

 

Dagur 8: Föstudagur 10. 4.                      Samarkand

Morgunverður

Samarkand, Borg hinna bláu hvolfþaka“: Sögu borgarinnar má rekja aftur um vel yfir hálft þriðja árþúsund, til Timur stórveldisins sem hefur skilið eftir minjar sem hafa menningarlegt gildi til jafns við byggingarlist og verkmenningu Egypta , Kínverja , Indverja , Grikkja og Rómverja.

Við skoðum m.a: Gur Emir Grafhýsið og Ruhabad grafhýsið, Registan torgið, Ulugbeg trúarháskólann, Sher-Dor skólann og Tillya-Kari trúarskólann.

 

Miðdegisverður (fjáls)

Að loknum miðdegisverði skoðum við eitt helsta kennileiti borgarinnar, Bibi-Khanym moskuna og förum á   markaðinn, Samarkand bazaar – “Siyob”.

Haldið til í heimsókn til fólks sem býður okkur að taka þátt í undirbúningi úzbekisksrar veislu- „plov“.

Húsráðendur sjá um matseldina en við fáum að fylgjast með og veita aðstoð eftir getu og hæfni.

Gist í  Samarkand

 

Dagur 9: Laugardagur 11.4.
Samarkand – Shakhrisabz – Samarkand

Morgunverður

Haldið með smærri bílum (3-4 farþegar í hverjum) til Shakhrisabz um fagran fjallasal, (90 km)

Shakhrisabz er í suðurhluta Úzbekistans. Menningin hér er sérstök og handverk fólks hér um slóðir er víðfrægt fyrir fegurð, sérstaklega útsaumur.

Miðdegisverður (frjáls)

Að loknum miðdegisverði skoðum við m.a. Ak-Saray höllina, Darus-Saodat, Dorut-Tillavat og Kok-Cumbaz Moskuna. Allt undur og stórmerki.

Haldið aftur til Samarkand.

 

Gist í Samarkand

 

Dagur 10: Sunnudagur 12. 4.              Samarkand – Tashkent

Að loknum morgunverði höldum við út í borgarysinn og skoðum  meðal annars Shahi-Zinda moskuna að ógleymdri stjörnuathugunarstöð sem kennd er við 15. aldar stjörnu- og stærðfræðinginn Ulugh Beg (1394-1449).

Áður en við kveðjum Samarkand er ekki úr vegi að kynna sér víðfræga vínframleiðslu heimamanna. Við tökum stefnuna á víngerðina „Khovrenko“ þar sem okkur býðst að smakka mismunandi tegundir áfengra drykkja sem framleiddir eru hér.

Vonandi verða allir góðglaðir kl. 17:30 þegar við höldum til Tashkent í háhraðalest. Áætlaður komutími þangað er 19:40. (Tímaáætlun gæti breyst).

Við komuna til Tashkent verður þjóðleg kveðjuveisla á góðu veitingahúsi. Náum síðan að hvílast stutta stund á hótli áður en við höldum af stað á flugvöll og heim á leið.

 

Dagur 11: Mánudagur 13. 4.
Tashkent-Frankfurt- Frankfurt – HEIM.

05:45 – 09:40 Tashkent – Frankfurt, HY231 Uzbekistan Airways

14:00 – 15:35 Frankfurt-Keflavík, FI521 Icelandair

 

Verð 398.000 kr. fyrir einstakling í tvíbýli.

436.000 fyrir einstakling í einbýli.

 

Innifalið:

Flug og flugtengd gjöld

 • Gisting í tvíbýli 3* og 4* (stjörnugjöf heimamanna):

Hótel Ramada” (4*), Orient Star Khiva,  (3*SUP),

Devon Begi Bukhara” (3*SUP), Grand Samarkand Superior” (3*SUP)

 • Hálft fæði: (10 morgunverðir + 9 miðdegisverðir eða kvöldverðir);
 • Allur akstur í þægilegri rútu.
 • Flug Tashkent – Urgench.
 • Hraðlest Samarkand – Tashkent.
 • Aðgangur að öllum söfnum samkvæmt dagskrá.
 • Þjóðleg tónlist og dansar í Khiva á 3. degi.
 • Þjóðlegt kvöld í Bukhara á 6. degi.
 • Þjóðleg matreiðsla og máltíð á 8. degi.
 • Vínsmökkun í Samarkand á 10. degi.
 • Íslensk fararstjórn og enskumælandi aðstoðarmaður fararstjóra. .
 • Rúta frá flugvelli og á hótel og frá hóteli á flugvöll.

 

Ekki innifalið:

 • Gjald fyrir vegabréf 20 USD (e-visa online);
 • Gjald fyrir myndatöku;
 • Öll þjónusta sem ekki er innifalin samkvæmt ofantöldum lista þar með talið þjórfé sem jafnan er valkvætt.