2022/08/23 at 8:21 am

Um slóðir Amish-fólksins í Vesturheimi

16. til 24. október 2023

Ferðalýsing

Mánudagur 16. október
FI645 kl. 16:50-19:10 Kef - IAD (Washington DC).
Rúta bíður við flugstöð og ekið Gettysburg = 125 km.
Gist í Gettysburg. Kvöldverður og hvíld.

Þriðjudagur 17. október
Gettysburg – Lancaster = ca 90 km.
Förum um söguslóðir í Gettysburg. Miðdegisverður og haldið til Lancaster. Komið þangað ca 17:00. Innskráning, kvöldverður og hvíld. Gist í Lancaster

Miðvikudagur 18. október
Eftir morgunverð hefjum við ferð með heimsókn til Amisbænda. Hér hefst okkar innlit í menningu Amis fólksins. Á bænum getur að líta geitur og ær, ógleymdum þarfasta þjóni hérbúenda, hjól eða Amish-vespur”. Hér skoðum við líka skóla og kynnum okkur menntun þessa sérstæða samfélags.Við ökum síðan um sveitirnar með leiðsögumanni, ca. þriggja tíma ferð með nokkrum stoppum þar sem okkur gefst kostur á að kynnast enn frekar siðum og venjum Amish fólksins; skoðum býli og bústofn, afurðir þeirra í smáum sölubúðuum , smökkum kannski á þeirra víðfrægu mjúku kringlum, kíkjum við í teppabúð og verslum kannski einhverja minjagripi. Væri ekki úr vegi að snæða kvöldverð á Amish-býli þar sem við gætum gætt okkur á grilluðum kjúklingi, svínakjöti, pylsum, ís og kringlum. Gist í Lancaster

Fimmtudagur 19. október
Að loknum árbít skreppum við á heimamarkað fólksins sem hér býr. Þetta er bændamarkaður innan dyra í miðbænum. Við getum átt viðskipti við Amishbændur og Mennoníta. Hér eru blómasalar, bakarar og fiskkaupmenn. Þetta er ekki ferðamannastaður, hér versla heimamenn. Þegar við höfum spankúlerað um markaðinn höldum við í ca 3 tíma rannsóknarferð. Við gerum stopp við handverksverslun, skoðum teppi og annað handverk heimamanna. Að lokinni heimsókn lítum við inn til járnsmiðs sem vinnur járn að hætti forfeðra sinna. Hér munum við líka fá tækifæri til að kynnast heimilishaldi, ræða kökubakstur við húsfreyjuna og kveðja með kökusýni og uppskriftir í vösum. Við gætum snarlað amískan miðdegisverð.
Gist í Lancaster

Föstudagur 20. október
Lancaster/ Frjáls dagur. Þetta er dagur til þess að njóta ferðar með þeim takti sem hverjum finnst best. Upplagt að kíkja í bútasaumsbúðir. Við höfum rútuna til afnota sé hennar þörf. Gist í Lancaster

Laugardagur 21. október
Dagurinn helgaður Washington. Eftir morgunverð, ekki seinna en kl. 10, verður haldið til höfuðborgarinnar. Akstur ca. 180 km. Borgarskoðun. Gist Washington

Sunnudagur 22. október
Þessi dagur verður helgaður bandarískri sögu með áherslu á landsföðurinn sjálfan George Washington (1732-1799). Við ökum á óðalsbýli hans, Mount Vernon (ca. 30 mín. akstur) og njótum leiðsagnar staðarhaldara. Á leiðinni til baka komum við, við í borginni Alexandríu og finnum kanski skemmtilegt veitingahús. Gist Washington

Mánudagur 23. október
Við skráum okkur út af hóteli ekki seinna en 12 og ökum áleiðis á flugvöll. Brottför er áætluð kl. 20:40. Á leiðinni á flugvöll stoppum við hjá vínræktarbónda (Winery at Bull Run ) þar sem við kynnum okkur framleiðslu síðustu ára. Njótum friðar og fegurðar og látum ferðaþreytuna líða úr okkur áður en við höldum í hann.
Komum á flugvöll ekki síðar en 18:20 skráum okkur inn vonandi öll með bros á vör og hugann hlaðinn fallegum minningum eftir vel heppnaða ferð.

Mánudagur 23. október
Flug IAD-KEF, FI644 kl. 20:35-06:30.

Verð fyrir einstakling í Bústasaumfélaginu 360.000 kr. (í tvíbýli).
Verð fyrir einstakling sem ekki eru í Bútasaumsfélaginu 380.000 kr. (í tvíbýli)

Innifalið:

  • Flug og flugtengd gjöld
  • Hótel með morgunverði
  • 1 nótt í Gettysburg.
  • 4 nætur Lancaster Pennsylvania
  • 2 nætur Washington DC
  • Rúta sækir okkur á flugvöll og verður með okkur mestan part ferðarinnar. Skilar okkur svo á flugvöll ca. 2 tímum fyrir brottför.
  • Söfn, samkvæmt dagskrá.

Hægt er að hlaða niður áfangalýsinu hér að neðan.

Gott að hafa í huga