Um slóðir Amish-fólksins

Október 2020
Af óviðráðanlegum ástæðum frestast þessi ferð fram á haust 2020. Skráning er þegar hafin

Við kynnumst menningu, trú og lifnaðarhætti Amish-fólksins sem hröklaðist frá Evrópu á 18. öld og leitaði skjóls í Vesturheimi.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson

Ferðinni er heitið til Washington hvar við stoppum og skoðum söguslóðir. Þaðan verður haldið til Lanchastersýslu í Pennsylvaniu þar sem fyrstu hópar Amish fólksins settist að um 1730. Ferðinni er ætlað að skýra menningu, trú og lifnaðarhætti þessa fólks sem hröklaðist frá Evrópu á 18. öld og leitaði skjóls í Vesturheimi.