2022/08/23 at 8:21 am

Vorferð þessa árs er til Tyrklands

15. til 27. apríl 2024

Þessi ferð verður helguð menningu og sögu þessa samfélags sem mörgum okkar er er býsna framandi þótt nafnið sé kunnuglegt. Menning heimamanna er margræð og litrík, hvorutveggja í senn ung og göml. Við munum kynnast landinu, staldra góða stund við í Istanbúl, heimsækja höfuðborgina Ankara og eyða drjúgum tíma í Kapadókíu þar sem sjá má einstaka híbýlagerð og kynnast ógleymanlegri, ævagamalli menningu. Ferðin um Tyrkland hefst og lýkur í hinni fornu borg Istanbúl, sem eitt sinn hét Konstantínópal og íslenskir útrásarvíkingar (væringjar) í íhlaupastörfum þar eystra nefndu Miklagarð. Í þessari ferð reynum við að kynna okkur þetta samfélag, sögu þess og menningu, handverk og síðast en ekki síst hvunndagslíf fólksins sem þar býr.  Íslensk fararstjórn.

Smellið á myndirnar til frekari upplýsinga.

Hagia Sophia
Cappadocia
Mottugerð við vefstólinn

Ferðalýsing

15. apríl - mánudagur
FI 532 G 15. APR 1 KEF-MUC HK25         07:20 – 13:05
TK1634 L 15. APR 1 MUC-IST PK25         14:55 – 18:45

Rúta bíður okkar og ekur á hótel. Gist á Holiday Inn Istanbul City, þar sem við dveljum næstu 5 nætur.

Um hótelið:
4 stjörnu hótel. Rétt þar hjá er sporvagnastöð og stutt að fara til elsta hluta borgarinnar.

Sjá slóð: ihg.com/holidayinn/hotels/gb/en/istanbul/istmc/hoteldetail?cm_mmc=GoogleMaps-_-HI-_-TR-_-ISTMC.

16. apríl - þriðjudagur
Kl. 09:00 Sögurölt um gamla borgarhluta Istanbúl með Jóni Björnssyni ásamt staðarleiðsögumanni. Bláa moskan og fleiri sögustaðir. (Við höfum tyrkneskan staðarleiðsögumann eins og við kjósum frá 8:30 til 16:00). Á þessum degi munum við kynnast borginni Istanbúl.

Við hefjum Söguferð um gamla borgarhlutann -  höldum síðan á Kryddmarkaðinn. Komin þangað erum við jafnframt á þeim stað sem kenndur er við Gullna Hornið.

Gengið yfir brúna. Þá tökum við stutta neðanjarðarlestarferð upp til Pera (Sbr. Agatha Christie). Þetta er Istanbúl 19. aldar.  Leiðin liggur til Taksim hverfis í Istanbúl. Stefnt er að því að gönguferð ljúki milli klukkan 14-15.

Fólki er frjálst að vera áfram  á Taksim-Pera svæðinu.
Staðarleiðsögumaður mun fylgja þeim sem kjósa að fara á hótelið.

Gist í á Holiday Inn.

17. apríl - miðvikudagur
Kl. 9:00 Sögurölt um gamla borgarhluta Istanbúl með Jóni Björnssyni ásamt staðarleiðsögumanni. Þessi dagur verður að miklu leyti helgaður helstu kennileitum borgarinnar. Hagia Sophia, - Basilica Cistern, - Bláa moskan,- Topkapi höllin.

18. apríl - fimmtudagur
Sögurölt um gamla borgarhluta Istanbúl með Jóni Björnssyni ásamt staðarleiðsögumanni.

Sigling á Bosporus (u.þ.b. 1,5 klst.) Að lokinni siglingu verður tekinn sporvagn að Suleyman moskunni. Næst er heimsókn á Stóra markaðinn (Grand Bazaar) - með 3.000 inni-, aðrar 4.000 útiverslanir. Staðarleiðsögumaður fer með okkur í kynnisferð um basarinn og mun einnig aðstoða fólk sem vill versla en þarfnast aðstoðar. Eftirmiðdagurinn frjáls.

19. apríl - föstudagur
Frjáls dagur. Þetta er okkar síðasti heili dagur í þessari borg og verið gæti að hópurinn kjósi að helga hann frelsinu; einstaklingsbundum, rannsóknar- eða verslunarferðum.

20. apríl - laugardagur
Að loknum morgunverði verður ekið til Ankara. Skráning á hótel. Síðdegisheimsóknir í grafhýsi Ataturks og Safn um Anatólíska menningu.

Gist í Neva Palas Hotel (4-5 str.)
Sjá slóð: nevapalas.com.tr/en.

21. apríl - sunnudagur
Að loknum morgunverði verður ekið til Kapadókíu um Saltvatnsleið.
Gist í Kapadókíu. Næstu 4 nætur munum við gista á Hótel DoubleTree Hilton Avanos (4 ★)

Sjá slóð: hilton.com/en/hotels/navdtdi-doubletree-avanos-cappadocia/?SEO_id=GMB-EMEA-DI-NAVDTDI

22. apríl - mánudagur
Söguferð. Við heimsækjum m.a. Devrent dal, Pasabag (álfastrompa), Uchis kastalann, Pigeon dalinn og loks ,,Árbæjarsafn“ Kapadókíu  Goreme safnið.

23. apríl - þriðjudagur
Kaymakli neðanjarðarborg. Rauði dalur, Cavusin þorpið og Ortahisar kastalinn eru staðir sem við heimsækjum á þessum degi.

24. apríl - miðvikudagur
Fyrir sólarupprás er boðið uppá flug með loftbelg. Góður möguleiki fyrir myndasmiði að taka myndir að ofan. Þetta ævintýr er kannski ekki fyrir lofthrædda og því valfrjálst. Að loknum morgunverði verður haldið í neðanjarðarborgina Mazi og farið um Soganli-dalinn. Annað sem við skoðum er: Sahin Efendi (Sobesos), Keslik-klaustrið og Mustafa Pasha (Sinasos).

25. apríl - fimmtudagur
Haldið með rútu til Konya. Á leiðinni skoðum við ,,gistihótel“ Selsjuksra athafnaskálda  frá 13. Öld. Komin til Konya er við hæfi að æja við grafhýsi selsjuska skáldsins og vísdómsmannsins Rúmí  (Mevlana Celaledin Rumî) sem uppi var á 13. öld. Svo spyrjum við náttúrulega öll hverjir voru þessir Selsjúkar? Gist í hótel Bera (4 ★) Sjá slóð: konya.bera.com.tr/en/

Þetta kvöld er við hæfi að kveðja með því að kynnast Derwish dansi og spilverki.

26. apríl - föstudagur
Vegna breytinga á flugáætlun tyrkneska flugfélagsins verður þessi dagur ekki eins langur og ætlað var. Við reynum þó að fá sem mest út úr honum  og hefjum daginn að loknum árbít á að heimsækja Çatalhöyük þar sem eru einhverjar elstu mannvistarleyfar sem fundist hafa. Hugsast getur að við náum að skoða fleira en víst er að við þurfum að vera komin á Konya flugvöll kl. 14:20. Flug til Istanbúl k. 16:20. Áætluð lending í Istanbul kl. 17:45. Rúta bíður okkar við flugvöllinn og ekur okkur á hótel. Hótel Menalo. Sjá slóð menalo.com.tr/

Frá hótelinu er aðeins 15 mínútna akstur á flugvöllinn.

27. apríl - laugardagur
Ræst kl. 4:45. Flug heim um Munchen kl. 7:20

TK1629 L 27. APR 6  IST-MUC PK25    07:20 – 09:00
FI 533 G 27. APR 6 MUC-KEF HK25     14.05 – 16.00

Verð kr. 600.000

Innifalið í verði:

  • Allir skattar
  • Flug og flugtengd gjöld Keflavík-Istanbul-Keflavík
  • Öll hótelgisting með morgunverði (verðið miðast við tvíbýli).
  • Kvöldverðir á hótelum 21., 22., 23., 24., 25., 26. apríl
  • Íslensk fararstjórn (Jón Björnsson) og tyrknesk leiðsögn.
  • Rúta verður til taks fyrir hópinn alla ferðina að undanskildum þeim dögum sem við dveljum í Istanbul. Þar notum við sporvagna og njótum þjónustu staðarleiðsögumanns sem sér um að greiða fyrir hópinn á meðan á ferð stendur.
  • Allar ferðir samkvæmt dagskrá.
  • Innanlandsflug frá Konya til Istanbúl.
  • Aðgangseyrir að söfnum.
  • Sigling um Bosporus
  • Heyrnartól fyrir Istanbúl 17. apríl ferð / skylda þegar hópar telja 8 manns og fleiri.

Ekki innifalið í verði:

  • Kvöldverðir 15., 16., 17., 18., 19., 26. apríl
  • Allir hádegisverðir
  • Persónuleg útgjöld eins og drykkir o.fl
  • Loftbelgsferð við sólarupprás í Kappadókíu
  • Derwish dansinn í Konya.
  • Þjórfé.

Gott að hafa í huga