Vegna mikils áhuga verður haustferð á svipaðar slóðir og í vorferð þessa árs. Líkt og þá verður ferðin helguð menningu og sögu þessa samfélags. Við munum kynnast landinu, staldra góða stund við í Istanbúl, heimsækja höfuðborgina Ankara og eyða drjúgum tíma í Kapadókíu þar sem sjá má einstaka híbýlagerð og kynnast ógleymanlegri, ævagamalli menningu. Ferðin um Tyrkland hefst og lýkur í hinni fornu borg Istanbúl. Í þessari ferð reynum við að kynna okkur þetta samfélag, sögu þess og menningu. Hugsanlega gætu þó orðið einhverjar breytingar á dagskrá sem þá verða rækilega kynntar. Sætum fer ört fækkandi en enn er möguleiki.