Búlgaría

6. – 16. júní 2015
Í leit að hvundagslífi og rósailmi.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson

Í þessari ferð heimsækjum við fortíð og samtíð, kynnumst hinum fornu Þrökum og hinum bráðlifandi Pomökum að ógleymdum Búlgörum sjálfum með menningu sína og sögu. Við endum ferð við Svartahaf þar sem okkur er boðið í ógleymanlegt búlgarskt brúðkaup. Í upphaf hvurs dags stendur hreyfigarstjóri fyrir léttri morgunleikfimi til að liðka kroppinn og auka blóðflæðið áður en haldið er af stað í söguferð. Mullersævingar verða svo stundaðar hvurn dag eftir þörfum. Fararstjóri er Þorleifur Friðriksson.