Aðventuferð til Gdansk

8. – 11. desember 2017
Aðventuferð til einhverrar fegurstu Hansaborgar Evrópu.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson

Dagskrá

Föstudagur 8. desember

Beint flug til Gdansk. kl. 17:30 lent kl.22:05. Þangað komin bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á okkar góða fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.

Laugardagur 9. des

Morgunverður, kl. 10:30 róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Seinni hluti dags frjáls. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Sunudagur 10. des

Kl. 10 til 16. Frjáls dagur. Boðið er uppá ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Kynnumst sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar. Verð 3.500 miðað við 20 manna hóp. Sameiginlegur kvöldverður á veitingahúsi Kasjúba. Kynnumst menningu sögu þessarar merkilegu litlu þjóðar. Verð kr. 5.000 kr.

Mánudagur 11. des

Við förum ekki út á völl fyrr en 11:30 svo við höfum fyrri hluta dags til þess að gera það sem hvur vill. Tekið á loft kl. 14:00 → 16:55

 

Uppselt er í ferðina.