2022/08/23 at 8:21 am

Aðventuferð til Gdansk og Kraków 2025

30. nóvember til 11. desember

Ferðalýsing

Aðventuferð til Gdansk og Kraków 30. nóvember til 11. desember.

1. Ef áhugi er gætum við gert dags skreppitúr til Varsjár.
2. Ef einhverjir kjósa að heimsækja aðeins Gdansk eða aðeins Kraków verður það kannað og gert mögulegt

Almennt um ferðina:

  1. Í þessari ferð líkt og yfirleitt í Söguferðum leggjum við áherslu á gæði,ljúfa hvíld og ekki neitt span. Við dveljum á góðum hótelum sem eru, að mati fararstjóra, á besta stað í borgunum tveimur. Morgunverður á hótelunum.
  2. Við hefjum ferðina að kvöldi 30. nóvember og lendum í Gdansk handan miðnættis 1. desember. Borgirnar Gdansk og Kraków eru eru afar ólíkar og eiga sér ólíka sögu.
  3. Í ferðinni munum við njóta sögurölts og kynnast borgunum og gera stopp á aldargömlum kaffihúsum.
  4. Meðan við erum í Gdansk skreppum við á vit þjóðar Kasjúba, sem býr í Kasjúbíu, kynnum okkur sögu og menningu þessarar „hulduþjóðar“. Snæðum heimalagað og býðst að skola niður að hætti heimamanna.
  5. Í Kraków verður boðið uppá ferð til saltnámanna í Wielisca sem er ferð inn í bjarta, manngerða fegurð.
  6. Annan dag verður boðið uppá allt öðru vísi ferð,inní koldimmt myrkur grimmdar, útrýmingarbúða nasista í Auschwitz. Loks verður boðið uppá valkvæðan skreppitúr til Varsjár.

Heildarverð: Verð fyrir einstakling í tvíbýli- 314.000 isk. Fyrir þá sem kjósa einbýli bætist við - 71.000 isk.

Innifalið:

  • Flug og flugtengd gjöld
  • Gisting 11 nætur á 4 stjarna hótelum.
  • Morgunverður á hótelunum.
  • Allar ferðir samkvæmt dagskráHeimsókn í saltnámurnar í Wieliszka
  • FerðHeimsókn í Auschwitz

Fararstjóri Þorleifur Friðriksson

Gott að hafa í huga