2022/08/23 at 8:21 am

Aðventuferð til Gdansk og Kraków 2025

30. nóvember til 11. desember

Ferðalýsing

Sunnudagaur 30. nóvember:  Kef – Gdansk. 20:05- 00:50.

1. desember

00:50 Gisting hvíld, göngutúr um hádegi. Róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli?

2. desember

Ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Kynnumst sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar.

3. desember

Frjáls morgun. Kl. 13 hittumst við í anddyri hótelsins og höldum í ferð um Kasjúbíu, heimkynni Kasjúba. Kynnumst menningu þeirra og efnum til mikillar gleði að hætti þessarar merkilegu litlu þjóðar. Matur, söngur og spilverk.

4. desember

Frjáls dagur. Safnaskoðun þeirra sem vilja. Boðið uppá ferð inn í fortíð seinni heimsstyrjaldarinnar. Eitt flottasta safn í Evrópu um þann hildarleik.

5. desember

Förum til Kraków.

6. desember

Að fenginni góðri hvíld og morgunverði verður rólegt rölt um Kazimers
hverfið og gamla borgarhlutann. Þessi dagur verður þægilegt rölt með stoppi eftir smekk og þörfum. Á vegi okkar verða stórmerkileg listasöfn mörg skemmtileg kaffihús, barir og verslanir, Wawel-höllin að ógleymdum öllum þeim stílbrygðum og sögu sem ber fyrir augu í þessari yndislegu borg. Hér er tilvalið að líta við í júgend kaffihúsi. Óbreytt síðan 1910. Algjört möst fyrir rómantíkera eins og okkur.

7. desember

Ferð inn í birtu fortíðar. Heimsókn í saltnámurnar í Wieliszka (á lista UNESCO)

8. desember

Ferð inn í kolsvart myrkur fortíðar. Heimsókn í manngert helvíti; Auschwitz- Birkenau. Ekki fyrir viðkvæma. Fyrir þá sem ekki treysta sér eða hafa ekki áhuga er þessi dagur tilvalinn fyrir einstaklingsbundna rannsóknarferð um nú kunnuglegar slóðir. Væri t.d. hægt að skoða tvö mjög athyglisverð listasöfn í hjarta Gamla bæjarins. Klassísk myndlist 19. aldar listasafnið á annari hæð kauphallarinnar á Stóra torginu (Stare Miasto). (Þjóðernisrómantík þjóðar án ríkis). Þjóðarlistasafnið er ul. Jana, (m.a. Leonardo da Vinci, Stúlka með mörð). Alþjóðleg list.

9. desember

Frjáls dagur. Valfrjáls dagsferð með lest til Warsjár. Sögurölt um gamla bæinn.

10. desember

Boðið uppá skemtilega ferð með sporvagninum til Nowa Huta. Nowa Huta var í
frumbernsku sinni sjálfstæð borg og önnur af tveim í heiminum sem var og er fullkomið dæmi um ,,stalínískan barok stíl.“ Borgina sem átti að verða heimili hins ,,stéttvísa verkamanns.“ Nú telst hún vera hverfi í Kraków.

11. desember

Fimtudagur kl. 11:00. Með rútu til Katowice. Flogið heim kl. 15.20. Áætluð lending í Keflavík kl. 19:00.

Verð:

298.000 isk. Fyrir einstakling í tvíbýli
89.000 bætast við fyrir einbýlinga

Innifalið í verði:

  • Flug og flugtengd gjöld
  • Gisting með morgunverði á góðum 4 str. hótelum á besta stað.
  • Ferðir í rútu og lest samkvæmt dagskrá (Ferð til Varsjár ekki innifalin).
  • Ferð í birtu fortíðar saltnámurnar í Wieliszka.
  • Ferð inn í kolsvart myrkur fortíðar, Auschwitz.
  • Ferð með sporvagni til Nova Huta
  • Heimsókn í safn um seinni heimsstyrjöld
  • Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson)

 

 

Gott að hafa í huga