2022/08/23 at 8:21 am

Söguferð til Kraków og Gdansk 29. nóvember til 9. desember 2023

11 dagar og 10 nætur

Ferðalýsing

 

 

 

 


Miðvikudagur 29. nóv
. Kl. 11:30 - 16:35. Keflavík- Katowice. Rúta bíður við flugvöll og ekur okkur til Kraków. Gist á hótel Puro Kazimierz. Gætum snætt á hóteli.

Fimmtudagur 30. nóv.  Að fenginni góðri hvíld og morgunverði verður rólegt rölt um Kazimers hverfið og gamla  borgarhlutann. Þessi dagur verður þægilegt rölt með stoppi eftir smekk og þörfum. Á vegi okkar verða stórmerkileg listasöfn mörg skemmtileg kaffihús, barir og verslanir, Wawel-höllin að ógleymdum öllum þeim stílbrygðum og sögu sem ber fyrir augu í þessari yndislegu borg. Hér er tilvalið að líta við í júgend kaffihúsi við ul. Florianska nr. 45, Kawiarnia Jama Michalika. Algjört möst fyrir romantíkera eins og okkur. Óbreytt síðan 1910.

Föstudagur 1. des. Ferð inn í birtu fortíðar. Heimsókn í saltnámurnar í Wieliszka (á lista UNESCO sem sameiginlegur arfur mannkyns). Ógleymanleg ferð inn í ótrúlegan heim.

Laugardagur 2. des.  Ferð inn í kolsvart myrkur fortíðar. Heimsókn í manngert helvíti; Auschwitz-Birkenau. Ekki fyrir viðkvæma.  Fyrir þá sem ekki treysta sér eða hafa ekki áhuga er þessi dagur tilvalinn fyrir eintaklingsbundna rannsóknarferð um nú kunnuglegar slóðir. Væri t.d. hægt að skoða tvö mjög athyglisverð listasöfn í hjarta Gamla bæjarins. Klassísk myndlist 19. aldar listasafnið  á annari hæð kauphallarinnar á Stóra torginu (Stare Miasto). (Þjóðernisrómantík þjóðar án ríkis). Þjóðarlistasafnið er ul. Jana, (m.a. Leonardo da Vinci, Stúlka með mörð). Alþjóðleg list.

Sunnudagur 3. des. Boðið uppá skemtilega ferð með sporvagninum til Nowa Huta. Nowa Huta var í frumbernsku sinni sjálfstæð borg og önnur af tveim í heiminum sem var og er fullkomið dæmi um ,,stalínískan barok stíl.“ Borgina sem átti að verða heimili hins ,,stéttvísa verkamanns.“ Nú telst hún vera hverfi í Kraków.

Mánudagur 4. des. Frjáls dagur. Spurning hvort áhugi sé á að við kveðjum Kraków með bravör á sérstökum krakówskum veitingastað?

Þriðjudagur 5. des. Lestarferð til Gdansk. Járnbrautarferð er þægilegur ferðamáti. Við járnbrautarstöðina í Gdansk bíður rúta sem ekur okkur á hótel, sem líka heitir Puro og á besta stað í bænum.

Miðvikudagur 6. des. Eftir góðan morgunverð verður boðið uppá þægilegt sögurölt um ,,gömlu Gdansk“

Fimmtudagur 7. des. Ökuferð um þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Hádegistónleikar í dómkirkjunni í Oliva. Pípuorgel frá 18. öld og magnaður hljómburður.

Föstudagur 8. des. Frjáls dagur. Spurning hvort áhugi sé á að kynnast hulduþjóðinni Kasjúbum; halda jafnvel kasjúbaveislu?

Laugardagur 9. des. Etir morgunverð er útskráning af hóteli og við tekur frjáls dagspartur. Hittumst við Hótelið kl. 14:30. Höldum heim kl. 17:05. Lending kl. 20:15.

Verð fyrir einstakling í tvíbýli 288.000 krónur.
Verð fyrir einstakling í einbýli 348.000 krónur.

Innifalið í verði er:

  • Flug og flugtengdir skattar.
  • Lestarferð frá Kraków til Gdansk
  • Hótel (góð 4 stjörnu) með morgunverði.
  • Rúta til og frá flugvöllum.
  • Heimsókn í saltnámuna í Wieliszka
  • Miðar í sporvagn til Nova Huta.
  • Heimsókn til Auschwitz-Birkenau
  • Íslensk fararstjórn

Gott að hafa í huga