Söguferðir bjóða uppá skipulagða fræðslu um lönd, borgir, þjóðir og menningu. Megin tilgangur þessarar starfsemi er að búa til ferðaáætlanir með fólki, en ekki að selja tilbúnar pakkaferðir.

Söguferðir eru að hluta tenglaþjónusta sem einstaklingar, félög eða hópar geta leitað til þegar verið er að skipuleggja ferð eða ferðir. Söguferðir leitast þá við að útvega einstakling með þekkingu á fyrirhuguðum áfangastað, einstakling sem sé vel hæfur að miðla þekkingu og undirbúa ferðalanga svo þeir fái notið ferðarinnar frekar en ella. Hann bendir á áhugaverða staði, segir sögu staðarins, frá menningu fólks sem þar býr og getur ráðlagt um forvitnileg atriði sem hann telur að hópurinn hefði gaman og gott af að kynna sér áður en af stað er haldið. Þegar ferðaáætlun er tilbúin verður leitast við að vinna ferðina áfram annað hvort á eigin vegum eða í samstarfi við ferðaþjónustu frá því svæði sem ferðinni er heitið til. Leitast verður við að hafa verð í lágmarki og gæði í hámarki.

Hugmyndin er í meginatriðum þessi:

  • Að veita fræðslu um ólíka þætti menningar og sögu.
  • Að aðstoða við að skipuleggja ferð.
  • Að útvega fararstjóra sem uppfylla ströng skilyrði um þekkingu og aðra hæfni.

Hljóðskrár

kuba-01-1200x630
Eyja ljóss og skugga
Útgefið: