Kína og Norður-Kóreu (Upselt)

3. – 21. október 2018
Því miður er upselt í þessa ævintýra för. Vegna mikillar eftirspurnar erum við þegar farin að taka niður bókanir fyrir álíka ferð 2019.
Í haust býðst forvitnum einstakt tækifæri til að fá svör við einhverjum af þeim fjölda spurninga sem leita á hugann þegar nafn Norður-Kóreu ber á góma. Dagskránni er skipt á milli Kína og Norður-Kóreu. Við dveljum fyrstu tvær nætur ferðarinnar í Peking. Þaðan höldum við svo með lest til landamæraborgarinnar Dandong og gistum þar í tvær nætur. 8. október höldum við til höfuðborgar til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. Við dveljum Norður-Kóreu næstu 11 nætur og reynum að kynnast þessu dulúðuga landi og þjóðinni sem þar býr.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson
Uppselt

Söguferð til Kína og Norður-Kóreu 3. til 21. október

 

Í haust býðst forvitnum einstakt tækifæri til að fá svör við einhverjum af þeim fjölda spurninga sem leita á hugann þegar nafn Norður-Kóreu ber á góma. Dagskránni er skipt á milli Kína og Norður-Kóreu. Við dveljum fyrstu tvær nætur ferðarinnar í Peking. Þaðan höldum við svo með lest til landamæraborgarinnar Dandong og gistum þar í tvær nætur. 8. október höldum við til höfuðborgar til Pyongyang, höfuðborgar  Norður-Kóreu. Við dveljum Norður-Kóreu næstu 11 nætur og reynum að kynnast þessu dulúðuga landi og þjóðinni sem þar býr.

Áætlunin ferðar er grófum dráttum tilbúin en enn hefur ekki fengist staðfest nákvæm dagskrá í Kóreu. Við munum skoða sveitir og þorp en jafnframt munum við kynnast glæsiborginni Pyongyang og væntanlega heimsækja skóla og samyrkjubú, aka um landið og hugsanlega dvelja eina eða tvær nætur utan höfuðborgarinnar.

Drög að áætlun

Miðvikud.  3. okt. SAS SK596 KEF 10.30 – CPH 15.35, SK995 CPH 21.00 – PEK 11.55

Fimmtud. 4. okt.  Lent Peking 11.55, á hótel 2 nætur

Föstud. 5. okt. Skoðunarferð Peking. Vegabréfsáritun útveguð

Laugard. 6. okt. Haldið með lest til borgarinnar Dandong við landamærin að Norður-Kóreu.   Gist í Dandong í 2 nætur.

Sunnud.  7. okt. Skoðunarferð um Dandong.

Mánud.  8. okt. Með lest frá Dandong til Pyongyang. Sjálf lestarferðin til Pyongyang er ógleymanleg. Þá tekur við 11 daga ævintýri í Norður Kóreu. Gist á góðum hótelum með fullu fæði í 11 nætur. Skipulögð dagskrá allan tímann. Dagskrá verður gerð í samstarfi við þarlenda. Vilji er til þess að við heimsækjum skóla og samyrkjubú en einnig munum við ferðast um landið og skoða þorp og bæji á landsbyggðinni.

Föstud. 19. okt. Flogið til Peking með Koryo Air. Brottför áætluð kl. 09.00. Lending áætluð kl. 10.00.  Gist 2 nætur í Peking.

Laugard. 20. okt. Skoðunarferð Peking / frjáls dagur 

Sunnudagur 21. okt. Flogið heim á leið með SAS SK996. PEK 14.50 – CPH 18.45. SK6153 CPH 19.45 – KEF 20.55.

 

 

Verð fyrir einstakling í tvíbýli 480.000 kr.

Innifalið í verði er:

Flug og flugtengd gjöld. Keflavík-Peking-Keflavík og Pyongyang-Peking.

Gisingi með morgunverði í Kína.

Lestarferð frá Peking til Pyongyang.

Allt uppihald og ferðir í N-Kóreu.