Kúltúrferð til Amsterdam

Haust 2019
Ópera, barrok, síkjasigling og borgarskoðun.
Fararstjórn: Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir og Jón Ingi Stefánsson
230.000 ISK

Kúltúrferð til Amsterdam. Ópera, barokk, síkjasigling og borgarskoðun.

Drög að dagskrá

Athugið að dagskráin getur breyst og mun taka mið af endanlegri dagsetningu ferðarinnar.

Dagur 1

Flogið til Amsterdam snemma morguns. Rúta að hótelinu. Frjáls tími það sem eftir lifir dags.

Dagur 2

Haldið til Utrecht um morguninn. Skoðunarferð um tónlistarháskólann og tónleikar með ungum og efnilegum söngvurum. Frjáls eftirmiðdagur í Utrecht. Rúta til Amsterdam um kvöldið.

Dagur 3

Óperudagurinn. Um eftirmiðdaginn fer rúta frá hótelinu að De Nationale Opera. Þar tekur við klukkutímalöng skoðunarferð um húsið og baksviðið. Næst er snæddur kvöldverður í óperunni. Áður en sýningin hefst er kynning á verkinu. Í hléi er boðið upp á hressingu. Eftir sýningu er rúta heim á hótel.

Dagur 4

Barokk upprunaflutningur í kirkju. Haldin verður kynning á upprunaflutningi og sögu hans í Hollandi. Svo taka við tónleikar með upprunahljóðfærum. Kaffi og kökur eftir á. Rúta heim á hótel.

Dagur 5

Frjáls tími fyrri part dagsins. Í eftirmiðdaginn er sigling um sík Amsterdam með sérstakri kynningu í menningarlegu ljósi. (lengd uþb 2 klst) – kvöldmatur í bátnum.

Dagur 6

Rúta á flugvöllinn fyrir hádegi og flogið til Íslands um hádegið.

Kostnaður

Verð er ca. 230.000 kr. á mann. Innifalið er flug, hótel og morgunverður, óperuferðin, sigling/kvöldverður.
Birt með fyrirvara um breytingar.