Pólland-Kaliningrad

10. – 17. ágúst 2019
Um slóðir seinni heimstyrjaldar. Austurvígstöðvar.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson
250.000 ISK

Um slóðir seinni heimstyrjaldar. Austurvígstöðvar. Úlfsgreni Hitlers,  (Wolfsschanze), Gdansk, Westerplatte og Stutthof.  Flogið til og frá Gdansk. Þetta er ferð fyrir hvern þann sem hefur svo mikið sem snefil af áhuga á sögu, náttúrufegurð og samveru með skemmtilegu fólki.

Dagskrá

10. ágúst
Kef-Gdansk, kl. 18:00-23:35. Rúta ekur okkur á hótel hvar bíður okkar léttur kvöldverður.

11. ágúst
Morgunverður, kl. 10:30 rölt um gamla bæinn. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar.  Þetta rölt er tileinkað sögu Gdansk. Endum í stórmerkilegu safni um Seinni heimstyrjöld.

12. ágúst
Til Kaliningrad. Stoppað þar sem nasistar reistu fyrstu fanga- og útrýmingarbúðir sínar í seinni heimstyrjöld, Stuthof-búðirnar. (167 km). Gisti í Kaliningrad.

13. ágúst
Borgarferð um Kaliningrad. Við spáum í sögu borgarinnar og breytingar á umliðnum árum. Í Kaliningrad eru mestu ,,rafnámur” í heimi. Við munum kynnast þessari ríflega 40 milljóna ára trjákvoðu sem hefur verið eftirsótt í skartgripi um aldir. Heimsækjum rafsafnið í borginni og sjáum fólk að störfum. Þar er líka kjörið tækifæri til þess að höndla fyrir góðan prís. Gisti í Kaliningrad.

14. ágúst
Ekið til héraðsins Masúríu við landamæri Kalíníngrad. Við gefum okkur góðan tvo ótrúlega minnisvarða frá seinni heimsytjöld. Mamerki (Mauerwald) aðal stjórnstöð SS á Austurvígstöðvunum og ,,Wolfsschanze” Úlfsgrenið. Á þessum stað bjó Adolf Hitler í tvö og hálft ár, 1941-1944, og stjórnaði aðgerðum herja nasista á austur vígstöðvunum. Þessi ferð er reisa inn í hið ótrúlega. Þema dagsins: Hitler og Austur-Prússland. Gist í Masúríu.

15. ágúst
Að morgni vöknum við upp í fögru masúrísku umhverfi þar sem skiptast á þorp, skógi vaxin hæðadrög, ár og vötn. Enn má sjá þar einstaka kúagæslumann að störfum og fólk við aðra hvundagssýslan. Í Masúríu hefur ekki margt breyst frá því rithöfundurinn Siegfried Lenz ólst þar upp í litlu þorpi sem hann gerði ódauðlegt með bókinni Þorpið  yndislega. Þessi dagur er helgaður afslöppun og þeir sem vilja geta gengið til næsta þorps, hjólað eða fengið sér nudd á hótelinu. Gist í Masúríu.

16. ágúst
Ekið til Gdansk með viðkomu á Westerplatte, þar sem fyrstu sprengjur seinni heimstyrjaldar féllu. Gisti í Gdansk.

17. ágúst – Dagur 8. Gdansk-Kef 15:25-17:15
Gdansk ber merki þess tíma þegar hún var rík Hansaborg og ein mikilvirkasta og ríkasta verslunarborg við Eystrasalt. Hús gamla bæjarins í ýmsum stílgerðum bera með sér auðlegð horfinna eigenda. Sama má segja um borgina Sopot. Hún var reyndar ekki Hansaborg, en lýsir einnig af ríkidæmi horfinna eigenda. Sopot var og er vinsæl vegna legu sinnar við hafið og góða baðströnd. Á Sólríkum sumardögum  millistríðsáranna var þessi strönd vinsæll legustaður ríkra Þjóðverja og borgin fræg fyrir spilavíti og hið ljúfa líf. Á tímum pólska alþýðulýðvelsins kepptust flokksbroddarnir við að eiga þarna hús, eða í það minnsta athvarf. Þriðja borgin af þríborginni er Gdynía. Hún getur ekki státað af glæstum húsum Hansamanna né þýskum auðmannahúsum frá 18. og 19. öld, en í augum þeirra sem kunna að meta fúnkís millistríðsára býr hún yfir þokka.

Vegalengdir

Gdansk-Kaliningrad – 167 km
Kaliningrad- Kętrzyn – 116 km
Kętrzyn – Mrągowo – 30 km
Mrągowo – Gdansk 212 km

Verð

Verð ca. 250.000 kr., miðast við gengi 4. mars 2019.