Moldavía

12. – 22. apríl 2019
Um Páska 2019 halda Söguferðir til hinnar heillandi Moldavíu. Í sömu ferð hæmsækjum við einnig hin dulúðugu sjálfstjórnarlýðveldi Gágasíu og Transnétstríu.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson
Uppselt

Um Páska 2019 halda Söguferðir til hinnar heillandi Moldavíu. Í sömu ferð hæmsækjum við einnig hin dulúðugu sjálfstjórnarlýðveldi Gágasíu og Transnétstríu.

Dagskrá

Föstudagur 12. apríl

Flug til Frankfurt, kl. 06:00-11:50. Flug frá Frankfurt til Chisinau (KISINÉV) 15:25-18:40.  Ekið á hótel Thomas Albert (fjórar stjörnur). Innskráning og kvöldverður. Þriggja rétta máltíð.

Laugardagur 13. apríl

Dagurinn hefst með morgunverði og að honum loknum verður huggulegt rölt um ,,Laugaveg” borgarinnar: Skreppum á kaffihús og í víngerð. (Innifalið í verði). Að loknum miðdegisverði höldum við í safn um þjóðmenningu Moldóva og náttúru Moldavíu. 3 km. spölur á hótel. Þeir sem vilja geta tekið rútuna heim á hótel en aðrir kjósa kannski að rölta.   Gist í Hotel Thomas Albert 4*

Sunnudagur 14. apríl

Að loknum morgunverði höldum við í norðurhluta landsins, á vit fortíðar. Við kynnumst fornri sögu Moldóvu m.a. þeirri sem birtst hefur á liðnum áratugum með fornleifauppgreftri, skoðum hið merka 13. aldar hellaklaustur Tipova í héraðinu Orheiul Vechi og virkisleifar frá hinum horfnu Dökum sem við kynnumst lítillega. Á bakaleið verður hádegisverður á þorpskránni „Agropensiune Butuceni“ þar sem við njótum ljúffengs víns og moldóvskra rétta, beint frá bónda. Áður en haldið verður til Chisinau verður skyggnst inn í híbýli 19. aldar smábænda í þorpinu Butuceni. Gist í Hotel Thomas Albert 4*

Mánudagur 15. apríl

Að loknum morgunverði höldum við stuttan spöl til  norð-austurs í Chisinau. Eins og í öðrum Söguferðum viljum við kynnast sem flestum hliðum þeirra samfélaga sem við heimsækjum. Að þessu sinni er okkur boðið í heimsókn í verksmiðju sem hefur náð afar góðum áragngri í gerð alls kyns húðkrema. Að þessari heimsókn lokinni verður frjáls dagur í Chisinau.  Gist í Hotel Thomas Albert 4* Miðdegis-og kvöldverður á eigin vegum.

Þriðjudagur 16. apríl

Að loknum morgunverði höldum við í 60 km. í austur í átt að Tiraspol, höfuðborg Transnéstríu, á vinstri bakka fjótsins Dniester. Þetta merkilega sjálfstjórnarlýðveldi, eða ráðstjórnarlýðveldi, kemur mjög á óvart. Fæstir vita reyndar að það sé til þótt þar búi hálf milljón manns sem telur sig Transnístra en ekki Moldóva. Næstu 3 nætur hyggjumst við dvelja á Hótel Russia í Tiraspol og reyna að skilja hið flókna samband sem virðist ríkja á milli Transnéstra og Moldóva. Rétt handan landamæranna stoppum við hjá Tighina virkinu sem hugsanlega geymir lykilinn að Transnéstrísku gátunni. Síðan verður haldið í stutta skoðunarferð um Tiraspol áður en við snörlum miðdegisverð að hætti heimamanna. Við fræðumst m.a. um dvöl Karls XII. Svíakóngs á þessum stað í upphafi 18. aldar þegar Svíþjóð var enn stórveldi. Að loknum miðdegisverði skráum við okkur á hótel og njótum dagsins hver með sínum hætti. Gist á Hótel Russia 4*.

Miðvikudagur 17. apríl

Þessi dagur verður helgaður fiskeldi og brandí. Að loknum árbít höldum við til Aquatir þar sem menn ala styrju til kavíarframleiðslu. Við kynnum okkur framleiðsluaðferðir styrjuhrogna sem eru sennilega öllum öðrum hrognum verðmætari.  Frá styrjueldinu höldum við síðan til Kvint og kynnumst því góða ,,koníaki” sem þar er framleitt. Koníakbrugghúsið KVINT býður uppá gæðarannsókn.  Að lokinni afar fræðandi, ljúffengri og skemmtilegri heimsókn snörlum við miðdegisverð á hóteli eða annars staðar í Tiraspol (innifalið í verði). Frjáls eftirmiðdagur í Tiraspol. Gist á Hótel Russia 4*.

Fimmtudagur 18. apríl

Þessi dagur verður helgaður hvunndagslífi Transnéstra. Við heimsækjum fjölskyldu, fáum þar hressingu og kynnumst ungliðastarfi líkt og því sem tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Síðdegið frjálst.  Gist á Hótel Russia 4*.

Föstudagur 19. apríl

Nú verður haldið í dagsferð til suðurs, þar til komið er til sjálfstórnarlýðvelsisins Gagauziu. Hér býr þjóðin Gagauzar, af tyrkneskum uppruna og ræktar menningu sína og sögu. Þar æjum við í höfuðstaðnum, Comrat. Skoðum borgina með viðkomu á þjóðminja- og þjóðfræðisafni Gagauza og njótum miðdegisverðar á lókal bístró þar sem boðið verður uppá þjóðlegar gagázkar krásir. Við skoðum víngerðarhús og æjum í þorpinu Tvarditsa. Þar býr fólk af búlgörskum uppruna og er þekkt fyrir dans- og tónmennt sína. Þessa munum við njóta áður en við höldum til Chisinau. Gist í Hotel Thomas Albert 4*

Laugardagur 20. apríl

Dagurinn hefst með morgunverði og að honum loknum skoðum nokkur helstu kennileiti Chisinau og ökum svo til tveggja klaustra, Capriana klausturs og í Hincu klaustrið. Á bakaleiðinni snörlum við hádegishressingu á góðum moldóvskum veitingastað. (Reyndar er óþarft að taka fram að matur sé góður enda ekki boðið upp á annað. Matur Moldóva er hreint afbragð). Frjálst síðdegi. Við Gist í Hotel Thomas Albert 4*

Sunnudagur 21. apríl

Páskadagur hjá okkur en vika í að Moldóvar haldi sína páska hátíð: Hér gæti orðið óvætur viðburður sem er í vinnslu en ekki endanlega klárt hvort af geti orðið. Annars er frjáls dagur. Gist í Hotel Thomas Albert 4*

Mánudagur 22. apríl

Flug frá Chisinau (Kisinév) til Frankfurt kl. 07:00–08:30. Flug frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 14:00–15:35.

Verð

Verð fyrir einstakling í tvíbýli kr. 269.000

Verð fyrir einstakling í einbýli kr. 299.000

Innifalið í verði:

  • Flug og flugtengd gjöld.
  • Allar skoðunarferðir samkvæmt dagskrá.
  • Vín-og koníaksmökkun samkvæmt dagskrá.
  • Morgunverður alla daga.
  • Næstum því alla daga kvöld- og/eða miðdegisverðir, yfirleitt þrírétta, ásamt óáfengum drykkjum.
  • 7 nætur á Hótel Thomas Albert 4* í Chisinau.
  • Hótel Russia 4* í Tiraspol.
  • Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson).

Verð miðast gengi ISK og EUR 20/12/2018.