Litháen og Hvítarússland

20. – 27. júní 2015
Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað.

Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við hefjum ferð í hinni fögru höfuðborg Litháens, Vilníus þar sem við dveljum 2 nætur áður en haldið er til Minsk höfuðborgar Hvítarússlands. Þangað er ekki nema 190 km. Minsk kemur ótrúlega skemmtilega á óvart í glæsileik sínum og mikilli gestrisni heimafólks. Við dveljum á góðu hóteli í miðborginni og förum í dagsferðir auk þess sem við höfum líka nægan tíma til þess að njóta þessarar fögru borgar bæði á eigin vegum sem og saman. Á leiðinni til baka dveljum við eina nótt í borginni Grodno sem á sér mikla og merkilega sögu sem við kynnumst þegar þar að kemur. Þetta er ferð sem svíkur engan sem hefur áhuga á ferðum inn í ævintýraheim sögu og menningar.

Verð

198.500 kr. miðað gistingu í tvíbýli og minnst 30 manna hóp. 25.000 kr. aukagjald fyrir einbýli. Innifalið allar ferðir, söfn, góð hótel ásamt morgunverði og kvöldverði.