Kúba

23. mars – 3. apríl 2018
Við ferðumst um eyna, kynnumst þjóðlífi og gróinni menningu.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson
Uppselt

Við ferðumst um eyna, kynnumst þjóðlífi og gróinni menningu. Þeir sem kjósa geta farið um á reiðhjólum að hluta. Með öðrum orðum gefst fólki kostur á að hjóla eða fara um í rútu hluta ferðar eða alla. Fararstjórar Þorleifur Friðriksson ásamt sérfræðingum. Verð á mann er 350.000 kr.

Dagskrá

Föstudagur 23. mars

17:00 FI 603 KEF- Toronto (YYZ)  Lending kl. 18:55
Gist á flughóteli.

Laugardagur 24. mars

Flug kl. 10. Toronto – Kúba (Varadero). Lending kl. 13:30
Á flughöfninni í Varadero bíður okkar rúta og staðarleiðsögumaður. Haldið áfram til Havana. Innskráning á Hótel de La Habana. Kvöldverður á hóteli.

Sunnudagur 25. mars

Að loknum Morgunverði, 9:00 verður haldið í göngutúr um Gömlu Havana: Plaza de las Armas, Castillo de la Real Fuerza, Plaza Vieja, Plaza del Catedral, Convento de San Francisco de Asís Salida del hotel. Síðan höldum við í vindlafabrikku og kynnum okkur handbragð vindlagerðarfólks. Eftir miðdegisverð á veitingahjúsinu La Bodeguita del Medio. Þá skoðum við útimarkað heimamanna (Almacenes de San José) og fáum svo tveggja klst. námskeið í Salsadansi. Kl. 20 njótum við kvöldverðar og sýningar á Habana Café Cub, Melia Cohiba Hotel.

Mánudagur 26. mars

Að loknum Morgunverði höldum við á vit ævintýra. Heimsækjum Byltingarsafnið og fræðumst um kúbanskt samfélag. Kl. 12:30 verður miðdegisverður og að því loknu heimsækjum við Jose Marti minnisvarðann og Byltingartorgið. Um kl. 16:00 kynnum við okkur hverfasamtök Havana. Kvöldverður á hóteli.

Þriðjudagur 27. mars

Að loknum morgunverði kveðjum við hótelið og fljúgum (eða hugsanlega munum við sigla) til eyjarinnar Isla de la Juventud. Þar skoðum við m.a. hið illræmda fangelsi Presidio Modelo. Gisting og kvöldverður á Hotel de la Isla de la Juventud.

Miðvikudagur 28. mars

Eftir morgunverð höldum við til Havana með flugi eða bát, og ökum síðan til Viñales. Gisting og kvöldverður á Hotel de Viñales.

Fimmtudagur 29. mars

Að loknum morgunverði höldum við til Mural de la Prehistoria. Fögur náttúra og merkilegt verk sem skilur eftir margar spurningar. Að lokinni rannsókn okkar höldum við í Hellisskoðun (Cueva del Indio, Vinales) og heimsækjum tóbaksbónda. Að loknum miðdegisverði höldum við til baka til Viñales og eigum frjálsa dagstund. Kvöldverður á hóteli.

Föstudagur 30. mars

Haldið til Havana. Heimsækjum Hemmingvay safnið snæðum miðdegisverð og dembum okkur í menninguna. Við reiknum með að vera komin á hótel um kl. 20 og njótum kvöldverðar um 20:30. Gist í Havana.

Laugardagur 31. mars

Haldið áleiðis til Varadero þar sem við munum hvílast síðustu dagana á Kúbu. Á leiðinni munum við stoppa í borginni Santa Clara, snæða í veitingahúsinu Los Caneyes, skoða minnisvarðann og safnið um byltinguna: Monumento/ Museo del Ché / Tren Blindado. Síðdegis haldið áfram til Varadero hvar bíður okkar kvöldverður og gisting. Hotel de Varadero.

Sunnudagur 1. apríl

Frjáls dagur í Varadero. Morgunverður, miðdegisverður og kvöldverður innifalið í verði.

Mánudagur 2. apríl

Frjáls dagur í Varadero. Morgunverður, miðdegisverður og kvöldverður innifalið í verði.

Þriðjudagur 3. apríl

Morgunverður. Um kl. 12 skráum við okkur út og höldum á flugvöll. Heim frá Varadero (VRA) 3. apríl kl. 14:35. Lending í Toronto (YYZ) kl. 17:58.

Í Toronto munu sumir kveðja og halda heim. Þeir sem kjósa geta dvalið þrjár nætur á hóteli í Toronto en þar verður engin skipulögð dagskrá. Hins vegar verður þar ungur Íslendingur til aðstoðar ef þörf er á. Þeir sem halda heim fljúga frá sama flugvelli kl. 21. og lenda í Keflavík 4. apríl kl. 06:20. Hinir fara heim 6. apríl á sama tíma.

Haldið heim 3 eða 6. apríl með FI 602 Toronto (YYZ) kl. 21:00 lent í Keflavík 4. eða 7. apríl kl. 06:20.