15 daga ferð. Þar af átta í Norður-Kóreu. Ekið verður með hraðlest frá Peking til borgarinnar Dandong við landamærin að Norður-Kóreu. Þar eigum við einn góðan dag áður en haldið verður með lest til Pyonyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. Í þessari ferð, líkt og í fyrri ferðum verður, lengst af dvalið í Pyongyang en farið í dagsferðir um landið. Við stefnum að því að gista nótt í glæsilegu fjallahóteli í norðurhluta landsins og væntanlega verður einnig gist víðar á landsbyggðinni. 10. október verður stórafmæli flokksins og gestir geta átt von á degi og kvöldi sem seint mun gleymast. Hægt er að framlengja dvöl í Peking ef þess verður óskað.