Í þessari ferð skyggnumst við til margra átta og heimsækjum þrjú ríki sem eitt sinn voru innan sömu landamerkja. Við hefjum ferð í Vilníus, höfuðborg Litháens og eftir tveggja nátta dvöl þar höldum við til Minsk, höfuðborgar Belarús. Þar dveljum við í 3 nætur og höldum svo til borgarinnar Gomel austast í Hvítarússlandi. Boðið verður uppá ferð inn á svæði sem hefur verið lokað almenningi frá því að Chernóbyl slysið varð í apríl 1986. Í þessari ferð verður áhersla lögð á að kynnast litríkri menningu og sögu. Við kynnumst fagurri náttúru, viltum skógum og lífi í fenjum Polesíu við landamæri Úkraínu og ,,hulduþjóð” sem þar býr. Þaðan höldum við síðan til Varsjár hvar við endum ferð.