Flogið gegnum Toronto þar sem við gistum eina nótt á útleið. Á heimleið verður beint flug með millilendingu í Toronto og þá gefst tækifæri á að framlengja dvöl í þessari spennandi borg. Eiginlegt markmið ferðarinnar er hin raunverulega Kúba. Dvalið verður nokkra daga í Havana þar sem kynnumst borginni og litríku lífi hennar. Við ferðumst um eyna, kynnumst sögu og menningu eyjarskeggja að ógleymdu hversdagslífi. Ef að líkum lætur gefst kostur á að læra salsa og aðra fótmennt. Í lok ferðar hvílumst við 3 nætur á 4 str. hóteli í Varadero þar sem fullt fæði (og drykkir) er innifalið.
Haustblíða á Kúbu
Október 2019
Við ferðumst um eyna, kynnumst sögu og menningu eyjarskeggja að ógleymdu hversdagslífi.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson