Færeyjar: Stóri hringurinn

28. júlí – 7. ágúst 2020
Ef allt fer á besta veg, sem við trúum, munu Söguferðir fagna frelsinu úr Kóvid með ferð um Ísland og Færeyjar í lok júlí - byrjun ágúst. Ferðin hefst í Reykjavík/Kópavogi og haldið suðurleiðina til Seyðisfjarðaræ  Gist verður 2 nætur  áður en við höldum um borð í Norrænu. Siglum svo til Færeyja hvar við gistum 4 nætur í Þórshöfn og 2 nætur í Klaksvík. Á heimleiðinni förum við norðurleiðina og gistum eina nótt áður en við komum til Reykjavíkur.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson

Þriðjud. 28. júlí

Brottför úr Reykjavík

Gist undir jökli.

 

Miðvikud. 29. júlí

Ekin fjarðarleiðin til Seyðisfjarðar.

Stopp í Djúpavogi, á Franska safninu Fáskrúðsfirði

Gist á Seyðisfirði.

 

Fimmtud. 30. júlí.

  1. 08:30. Innritun í ferjuna Norrænu. Siglt frá Seyðisfirði kl.10:30 og komið til Þórshafnar kl. 03:00 föstudaginn 31. júlí.

 

Föstud. 31. júlí.

Lagst að bryggju í Þórshöfn kl. 03:00 farið beint í gistingu í Þórshöfn.  Um hádegisbil verður síðbúinn ,,morgunverður” áður en haldið er út í daginn. Göngutúr um gamla hluta höfuðstaðarins. Drögum að okkur ylm sögunnar og njótum fegurðar gatna og húsa. Skoðum m.a. Tinganes, Heinesen safnið, Norræna Húsið, Skansin. Endum okkar rölt í Listasavn Foroya.

 

Laugard. 1. ágúst.

Eftir morgunverð verður farið í dagsferð um Streymoy, Þórshöfn, Kirkjubær, Tjørnuvík.

 

Sunnud. 2. ágúst.

Frjáls dagur í Þórshöfn. Valfrjáls ferð til Suðureyjar (Siglt 2 klst hvora leið). Tvøroyri, Vágur á Suðurey.

 

Mánud. 3. ágúst.

Að loknum morgunverði höldum við til Klaksvíkur (74 km). Eftir að við höfum skráð okkur á hotel Verður spankulerað um bæjinn og m.a. leitað að ,,Taxa John”. Hver er hann, eða hver var hann?

 

Þriðjud. 4. ágúst.

Ekið til Götu Í slóð Þrándar í Götutu úr Færeyingasögu. Hverjir voru þeir Þrándur í Götu og Sigmundur Brestisson? Þjóðlegur kvöldverður í Klaksvík eða …?

 

Miðvikud. 5. ágúst.

Innritun kl. 16:00 í Norrænu. Siglt frá Þórshöfn kl 18:00 áleiðis til Seyðisfjarðar.

 

Fimmtud. 6. ágúst

Kl. 08:30. Komið til Seyðisfjarðar.  Ekið til Mývatns. Hugmynd að fara til Húsavíkur og í Sjóböðin, eða bara að hafa það huggulegt á Húsavík.

 

Föstud. 7. ágúst

Ekið til Reykjavíkur með góðu stoppi á Akureyri.  Á leiðinni er hægt að heimsækja staði eins og Laufás (myndum þá keyra Dalsmynni til Akureyrar), Jólahúsið eða aðra staði í Eyjafjarðarsveit.

 

Komið til Reykjavíkur fyrir kvöldmat, ferð lýkur.

 

Verð fyrir einstakling í tvíbýli 228.000 kr.

Verð fyrir einstakling í einbýli 278.000 kr.

 

Innifalið:

  • Rútuferð samkvæmt ferðalýsingu, innanlands, RVK-SEY-RVK og Færeyjum.
  • Gisting 3 nætur á Íslandi, með morgunverði.
  • Siglingin með Norrænu fram og til baka í 2m klefa inn (gluggalaus)
  • Gisting í tveggja manna herbergi í Þórshöfn í 4 nætur með morgunverði.
  • Gisting í tveggja manna herbergi í 2 nætur í Klaksvík með morgunverði.

 

 

Þeir sem kjósa að taka flugið:

Verðið verður eitthvað lægra en það ræðst af flugverði.

Föstud. 31. júlí

Flogið frá Keflavík – Vágar kl. 10:30-13:00. Lent í Vágar. Ekið til  Þórshafnar ca. 46 km.  Innskáning á hótel og haldið í léttan göngutúr um gamla hluta höfuðstaðarins. Drögum að okkur ylm sögunnar og njótum fegurðar gatna og húsa. Skoðum m.a. Tinganes, Heinesen safnið, Norræna Húsið, Skansin. Endum okkar rölt í Listasavn Foroya. …

 

Miðvikud. 05. ágúst. Ekið um hádegi til Vágar. Innritun kl. 13:00 . Flogið kl. 14:55. Lending í Keflavík kl. 15:25.