Ferðin hefst með heimsókn til höfuðborgarinnar Santiago. Þar búa um 5 milljónir manns býr og borgin rómuð fyrir litríkt mannlíf og tælandi matarmenningu. Við heimsækjum Elqui-dalinn þar sem við kynnumst hvernig  Pisco, þjóðardrykkur bæði Chile og Perú, verður til og smakkast. Síðar í ferðinni heimsækjum við einnig næst-stærstu borg landsins, Valparaiso. Við kynnum okkur samfélög frumbyggja í Chile og fræðumst um hefðir, venjur, mat og listir sem okkur flestum er framandi. Annar megin áfangi þessarar ferðar er til Páskaeyjar þar sem við munum stoppa í þrjár nætur, skoða minjar um óræða fortíð og reyna að leysa gátu hennar. Að sjálfsögðu munum við kynna okkur menningu eyjarskeggja og ekki síst frumbyggja eyjarinnar.