Balkanferð 25. maí til 5. júní.

Á sögulegum tíma hefur Balkanskaginn verið líkt og kraumandi pottur menningastrauma og þjóða, goðsagna og ólíkra hefða en svo til eingangraður frá öðrum hlutum Evrópu. Það er ekki síst af þessari ástæðu að samfélög Balkanskagans hafa um aldir heillað ferðalanga sem hafa skyggnst þar inn í heima framandi samfélaga. Þessi ferð hefur að leiðarljósi að heimsækja þessa hulduheima ólíkra þjóða og bæta nokkrum litríkum perlum í ferðasjóð okkar.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 1. mánud. 25. maí. SPLIT – Tomislavgrad (1,5 klst)

Flogið 25. maí frá Keflavík til Split í Króaíu í beinu flugi kl. 13:30. Lent í Split kl. 20:00. Rúta bíður við flugstöð og stefnan sett á Bosniu og Hersigóvinu. Ekið ríflega klukkustundar leið (99 km.) áður en við gistum í ,,litlum bæ” (á stærð við Kópavog),Tomislavgrad. Hótel 3* Kvöldverður og hvíld.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 2. þriðjud. 26. maí. SARAJEVO (1,5 klst)

Að loknum morgunverði verður ekið til höfuðborgar Bosníu og Hersigóvinu. (145 km) Gist í Sarajevo.

Þessi dagur verður helgaður þessari fögru borg með sína dramatísku sögu. Á rölti um gamla bæinn, Baščaršija munum við gera stop og njóta þjóðlegra krása á veitingahúsi sem frægt er fyrir góðan þjóðlegan mat (ćevapčići). (Innifalið í verði ferðar).  Gist í Sarajevo. Hótel 4* Kvöldverður.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 3. miðvikud. 27. maí. Sarajevo – Belgrad (5 klst)

Að loknum morgunverði höldum við áleiðis til Belgrad (með viðkomu í Srebrenica?). (300 km). Skráum okkur inn og hvílumst. Eftir hæfilega hvíld leggjum við í stutt sögurölt um Belgrad. Hótel 4* Kvöldverður

______________________________________________________________________________________________

Dagur 4. fimmtud. 28. maí. Belgrad

Morgunverður. Við ætlum að reyna að kynnast sögu og menningu borgarinnar enn frekar. Sum svara við spurningum okkar um sögu borgarinnar leynist undir henna. Í leit okkar ætlum við ekki aðeins að skoða yfirborðið heldur dugir ekkert minna en að kíkja undir hana. Kvöldvarður á þjóðlegum veitingastað hvar við kynnumst hefðum Serba í mat og drykk, tónmennt og söng. Verð allra drykkja innifalið.

Gist í Belgrad. Hótel 4*

______________________________________________________________________________________________

Dagur 5. föstud. 29. maí. Belgrad – Pristina (6klst)

Að loknum árbít verður stefnan sett á Kósovo. Við ökum tæplega 300 km. leið um Ssrbíu og Kósovo, stoppum nokkrum sinnum bæði til þess að skoða sögulegar minjar og ekki síst ef okkur þykir þörf á að gera Möllers-ævingar. Ökum um ,,serbneska” sveitarfélaginu Kosovska Mitrovica og höldum þaðan áfram til höfuðborgar Kósovo Pristina Hótel 4* Kvöldverður.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 6. laugard. 30. maí. Kosovska Mitrovica – Pristina – Skopje – OHRID (áætluð keyrsla um 5 klst + 5 klst skoðun) Að loknum morgunverði verður haldið áleiðis til bæjarins Ohrid við samnefnt vatn syðst í Norður-Makedóníu. Ohrid svæðið allt er á heimsminjaskrá UNESCO vegna menningarsögulegs gildis og náttúrufegurðar. Leið okkar þangað liggur um tvær höfuðborgir sem um áratuga skeið töldust til hinnar horfnu Júgóslaví, Pristína, höfuðborg Kósovo og Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu.  Við munum gefa okkur tíma til þess að skoða báðar þessar borgir. Þótt við stoppum ekki lengi ætti kynningarferð sem þessi að veita okkur innsýn í líf og skipulag þessara ólíku borga. Við komuna til Ohrid skráum við okkur inn á hótel og eigum náðuga stund og njótum góðs kvöldvarðar. Gist í Ohrid. Hótel 4* Kvöldverður.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 7. sunnud. 31. maí. Ohrid

Vöknum upp í paradís náttúrufegurðar og tökum því rólega þennan dag. Að loknum morgunverði tökum við bát og skoðum sögufrægt klaustur frá öndverðri 10. öld og ósa árinnar Svörtu Drim. Þessi dagur verður helgaður afslöppun og náttúrufegurð. Hótel 4* Kvöldverður.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 8. mánud. 1. júní. Ohrid – Tirana – Petrovac/Buda. Að loknum árbít verður stefnan sett á Svartfjallaland (Montenegro) með viðkomu í Tirana, höfuðborg Albaníu hvar við gefum okkur tíma til að spankulera um og virða fyrir okkur þessa litríku borg. Við ökum í norður um Albaníu, kynnumst sögu þess fólks sem hér býr, afkomenda hinna fornu Illíra og eigum náttsatað á góðu fjögurra stjörnu hóteli í Petrovac/Buda í Svartfjallalandi.   Eftir innskráningu bíður okkar kvöldverður og huggulegheit að hætti Svarfellinga. Hótel 4*

______________________________________________________________________________________________

Dagur 9. þriðjud. 2. júní. Petrovac/Buda. Morgunverður og letilíf. Bærinn Petrovach er yndislegur strandbær  við Adríahafið sem rekur sögu sína til hinna fornu Rómverja. Hér er tilvalið að skoða sig um, njóta ilms sögunnar og fegurðar himins og náttúru Jarðar. Hótel 4* Kvöldverður.

______________________________________________________________________________________________

Dagur 10. miðvikud. 3. júní. Petrovac/Buda – Montenegro.
 Morgunverður. Boðið uppá skoðunarferð um Svartfjallaland um leið og við kynnumst skrautlegri sögu þjóðarinnar sem hér býr. Hótel 4*. Kvöldverður

______________________________________________________________________________________________

Dagur 11. fimmtud. 4. júní. Petrovac – Dubrovnk– Mostar.

Að loknum morgunverði höldum við enn af stað og höldum inn í Króatíu og skoðum hina ævagömlu borg Dubrovnik. Stoppum þar og skoðum þá merku borg. Þaðan verður haldið til Hersigóvinu, til borgarinnar Mostar. Hún er sannarlega fögur og þess virði að gefa sér tíma til þess að njóta þessarar höfuðborgar Hersigóvinu við ána Neretva. Mostar er draumaborg fegurðar sem gekk í gegnum mikla martröð undir lok 20. aldar. Hér eigum við vonandi yndislegt kvöld. Gist í Mostar. Hótel 4* Kvöldverður

______________________________________________________________________________________________

Dagur 12. föstud. 5. júní. Mostar – Split. Að loknum Morgunverði ekið 169 km. Heimflug áætlað kl. 19:05. Lent í Keflavík kl. 21:55. Þess vegna ættum við að geta átt góða morgunstund í Mostar og haldið síðan þaðan til Split. Rölt um í Split (gamla bænum) áður en haldir verður á flugvöll og með himinskautum til Íslands.

______________________________________________________________________________________________

 

Verð fyrir einstakling í einbýli kr. 322.000

Aukagjald fyrir einbýli kr. 50.000

 

Innifalið í verði:

  1. Flug og flugtengd gjöld.
  2. Gisting 11 nætur með morgunverði (sjá stjörnugjöf í dagskrá).
  3. Allar skoðunarferðir samkvæmt dagskrá.
  4. Kvöld- og/eða miðdegisverðir, yfirleitt þrírétta, ásamt óáfengum drykkjum.
  5. Skemmtileg þjóðleg veisla í Belgrad 28. maí þar sem allt er innifalið.
  6. Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson)