Á sögulegum tíma hefur Balkanskaginn verið líkt og kraumandi pottur menningastrauma og þjóða, goðsagna og ólíkra hefða en svo til eingangraður frá öðrum hlutum Evrópu. Það er ekki síst af þessari ástæðu að samfélög Balkanskagans hafa um aldir heillað ferðalanga sem hafa skyggnst þar inn í heima framandi samfélaga. Þessi ferð hefur að leiðarljósi að heimsækja þessa hulduheima ólíkra þjóða og bæta nokkrum litríkum perlum í ferðasjóð okkar.