Heillandi saga, einstök menningararfleið, fjölbreytt jurtaríki og dýralíf, fjölmörg nátturufriðlönd, leirhverir, fjall sem hefur logað í frá örófi alda, áhugaverðar borgir, fornminjar, milt loftslag og nóg af sólskini. Allt þetta má finna í einu landi – Aserbaísjan (Azerbaijan) Aserbaísjan.

Söguferðir bjóða ferð á vit ævintýra í Aserbaísjan.  Þar munum við kynnast nátturu, sögu og menningu þessa spennandi lands.

 

Dagur 1

Koma til Bakú, alþjóðaflugvöllurinn Heydar Aliyev.
Við komuna bíður okkar rúta sem ekur hópnum á Hótel / Skráð sig inn.
Frjálst kvöld.

Dagur 2: Hái garður,  Gamli bærinn, Shirvanshahs Höllin, Heydar Aliyev miðstöðin

Við hefjum ferð með heimsókn í Dağüstü garðinn (Hái garður) sem bíður upp á fallegt útsýni yfir höfuðborgina, Bakú. Næst er haldið í hjarta gömlu borgarinnar – Icheri Sheher. Þar má meðal annars sjá fallega mosku og aldagamalt baðhús. Farið verður upp í Meyjarturninn,- elsta og sögulega dularfyllsta mannvirki Bakú. Síðan verður haldið í Shirvanshahs höllina sem byggð var 13. og 14. öld. Eftir hádegi verður haldið í þá nútímabyggingu í Bakú sem fullyrða má að sé kennimark borgarinnar, Heydar Aliyev miðstöðina, sem hönnuð var af írakska-breska arkitektinum Zaha Hadid. Frjálst kvöld.


Dagur 3: Gobustan og þjóðsagan um logann

Það eru fáir staðir á jörðu þar sem ummerki um forna sögu mannsins eru svo augljós sem í og við Gobustan-hellana. Fyrir árþúsundum bjó þar fólk sem veitti listrænni sköpunarþörf sinni útrás með steinristum (Petroglyph). Þar má sjá hvernig myndir þróuðust yfir árþúsundir með aukinni tækni og betri tólum. Þarna getur að líta margvíslegar myndir allt frá dýrum, hópdönsum til stjarnfræðilegra tákna. Eftir hádeigi er haldið áfram rannsókn um Absheron skagann. Gælunafn Azerbaísjan er ,,Land Eldsins.” Azerbaísjan er eitt af þeim löndum þar sem Zoroastrian- (Zaraþústra) trúin er upprunnin. Þar sem eldur logar var talið tákn um hið guðdómlega. Við skoðum ,,fjallið” Yanar Dag. Þetta dvergfjall, þessi litla hæð hefur verið að brenna síðan elstu menn muna og virðist ekki ætla hætta í bráð.

Dagur 4: Sovéska Bakú og bakgarður Bakú


Bakú hefur haldið í hluta af Sovétsögu sinni og fyrrihluta þessa dags helgum við áhrifum Sovétríkjanna á menningu, stjórnmál, og byggingarstíl borgarinnar. Búast má við staðreyndum, sögusögnum, goðsögnum og skemmtun, í ótrúlegu andrúmslofti. Þessi dagstund mun sennilega koma skemmtilega á óvart.

Eftir hádeigi verður haldið í bakgarð Bakú. Sérhver borg hefur faldar gersemar sem gestir fara oft á mis við. Skyggnst verður í bakgarða þar sem hjarta Bakú slær. Garða sem endurspegla hrynjandann og andrúmsloftið í borginni og veita innsýn í lífstíl fólks sem hér býr. Við munum leitast við að skilja hvunndagslíf borgarbúa og hvað þeim er helst annt um. Upplifa leiki barna, heyra um óskrifaðar reglur samfélagsins og hvernig rólegu te-húsin hafa sett svip á menningu borgarbúa. Ferðin endar svo með te og borðspilum í ósviknu te-húsi í bakgarði.

Dagur 5: Listir og handverk Lahij (Heilsdags ferð)

Í fallegum fjalladal má finna Lahij lítið þorp með hvítum steini lögðum götum og hlöðnum húsum með fallegum svölum. Gönguleiðir geta leitt mann að ávaxtagörðum um traðir fjárhirða og að virkisrústum. Skyggnst verður inn í líf fólks í þorpinu þar sem feður kenna sonum að vinna með kopar með aldagömlum aðferðum. Sumar fjölskyldur frá Bakú gera sér sérstaka ferð til Lahij til að kaupa  koparáhöld sem þau trúa að veiti þeim betri heilsu sé matur matreiddur í þeim.
Koma til bæjarins Sheki við rætur Kákasusfjalla ( u.þ.b. 300 km. frá Bakú). Innritun á hótel. Frjáls tími

Gistinótt í Sheki.

Dagur 6: Silkihöfuðborgin

Sæluhús

Sheki er ein af fornum borgum Aserbaísjan, staðsett við rætur hins mikla Kákasusfjallgarðs. Ferðin hefst með heimsókn í höll Sheki Khans (1762). Þar skyggnumst við inn í ,,Shebeke”, hefðbundna vinnustofu listamanna. Við munum einnig heimsækja sögusafnið, og kirkju sem er frá 1. eða 2. öld eftir upphaf okkar tímatals. Þessi kirkja er talin vera sú fyrsta í Kákasusfjöllum.

Hádegismatur í sæluhúsi silkikaupmanna frá miðöldum.

Haldið aftur í átt að Bakú.

Dagur 7:  Qakh og Zakatala (Heilsdagsferð)


Quakh svæðið býr við ákaflega fagra fjallasýn og hefur frá fornu fari verið miðlæg í hinu kristna samfélagi Kákasusbúa. Í þorpinu Ilisu sem eitt sinn var sérstakt borgríki Soldáns má finna gömul ummerki um bæjarvirki og ekki má gleyma gamla bazarnum (markaðnum) sem þykir vera einkar fjölskrúðugur.
Hádeigisverður í Qakh og síðan haldið til Zagatala þar sem farið verður í létta fjallgöngu.
Það helsta sem verður á vegi okkar í þessari léttu göngu er Periqala, hellisvirki sem ekki nokkur leið er að ná til.
Gist í Qakh

Dagur 8: Ganja og Shamkir – Annenfeld og Helennendorf (Heilsdagsferð)


Ferðast til Ganja.
Ganja er önnur fjölmennasta borg
Aserbaísjan með að minnsta kosti 2500 ára sögu. Þessi borg hefur margar fallegar moskur og torg, já og jafnvel sigurboga.
Hádeigismatur í Ganja
.
Að loknum miðdegisverði höldum við til Shamkir.
Mörg þorp og bæjir í vestur-
Aserbaísjan eiga sér merkilega sögu sem tengist þýsku landnámi á 19. öld. Þessi samfélög Þjóðverja voru hrakin burt á tímum Stalíns en þó má enn sjá þýsk áhrif í bæjum eins og Ganja sem áður hét Annanfeld og Goygol sem eitt sinn hét Helendorf. Báðir þessir bæir hafa lúterska kirkju og verið er að endurgera upprunalega götumynd í þýskum anda.
Gist í Shamkir.

Dagur 9: Náttúruundur – Hálfsdagsferð að vötnum
Að loknum morgunverði verður haldið til Goy-Gol vatnsins sem kemur fyrir í ljóðum, myndum og söngvum landsmanna líkt og Þingvellir hjá okkur. Goy-Gol er það fjallavatn sem heimamenn elska heitast. Vatnið liggur við fjallið Kyapaz og er umlukið þykkum gróskumiklum skógi. Þaðan verður haldið að Maral Gol vatni sem er af ýmsum talið enn fallegra þó það risti ekki jafn djúpt í menningu heimamanna.
Hádeigismatur á leiðinni.
Haldið til Bakú og gist.

Dagur 10: Shahdag – Mikilfengleiki Kákasusfjalla (Heilsdagsferð)

Eftir árbít verður haldið til Shahdag. Þessi dagur verður helgaður fegurð Kákasusfjalla.
Gist í Shahdag.

Dagur 11: Fjarlægt og framandi – Xinaliq (Khinalug) (Heilsdagsferð)

Vegirnir eru torfærir, gljúfrin djúp og gistingin er ævintýraleg heimagisting. Þarna má finna einna áhugaverðustu þorp í Kákasusufjöllunum. Nokkur þeirra eru í hópi þeirra samfélaga á Jörðunni sem eiga sér hvað lengsta samfellda sögu, þar sem töluð er afar forn tunga. Frægast af þeim er Xinaliq með sín fallegu steinhús. Á klettasillu í fallegum grónum dal má svo sjá einar mikilfenglegustu leifar miðaldavirkis í Aserbaísjan.  Fyrir neðan er þorp þekkt fyrir heilsulindir þar sem baða má sig upp úr vatni sem heimamenn telja að hafi mikinn lækningarmátt.

Dagur 12: Nútíma handverk og hefðbundin verslun (Heilsdagsferð)

Við skoðum vinnustofu þar sem unnið er úr silki og litlar verslanir sem höndla með krydd, te og framandi handverk. Farið verður í vinnustofu þar sem teppi eru ofin, sem er eitt af því handverki sem Aserbaísjan er hvað þekktast fyrir.

Dagur 13: Chaykhanas Crawl (Hálfsdagsferð)

Í Aserbaísjan er te ein af grunnstoðum menningarinnar. Hvort sem menn séu að innsiggla viðskiptasamninga, fagna brúðkaupi, kveðja látinn ástvin eða bara taka sér hvíld frá amstri dagsins þá er te órjúfanlegur partur of tilveru fólks. Þessi dagur verður helgaður tilraun okkar að upplifa leyndardóma Tes og sögu þess í samfélagi Aserbaísjana. Hvernig voru tehús miðalda, tehús á tímum Sovíetríkjanna og hvernig eru nútíma tehús? Bragðað verður á hinu ýmsu gerðum tes.


Dagur 14: Flug

Morgurnmatur á hóteli.
Farið út á flugvöll,