Litháen-Hvítarússland-Pólland

24. maí – 6. júní 2019
Í þessari ferð skyggnumst við til margra átta og heimsækjum þrjú ríki sem eitt sin voru innan sömu landamerkja.
Fararstjórn: Þorleifur Friðriksson
Uppselt

Í þessari ferð skyggnumst við til margra átta og heimsækjum þrjú ríki sem eitt sin voru innan sömu landamerkja. Við hefjum ferð í Vilníus, höfuðborg Litháens og eftir þriggja nátta dvöl þar höldum við til Belarús. Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við dveljum lengst af í Minsk en höldum einnig til Polesíu við landamæri Úkraínu og kynnumst m.a. ,,hulduþjóð” sem þar býr. Þaðan höldum við síðan til Lublin og Kraków og endum þar ferð.