Aðventuferð til fegurstu Hansaborgar Evrópu

Laugard. 8. des. Flogið frá Keflavík kl. 20:25. Lent handan miðnættis kl. 00:55.

Sunnud 9. des. Kl. 10:30. Ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Í slíkri ferð kynnumst við sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar. Um kvöldið verður ,,pólskt aðfangadagskvöld” þar á flottu veitingahúsi hvar við kynnumst pólskum jólasiðum.

Mánud. 10. des. Morgunverður, kl. 10:00 róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Seinni hluti dags frjáls.

Þriðjud. 11. des. Eftir morgunverð er góður tími til þess að kíkja í búðir og njóta þess hagstæða verðlags sem pólskar verslanir bjóða uppá.  Haldið heim kl. 16:45  lending í Keflavík 19:45.

P.s. Þeir sem kjósa geta framlengt ferð á strípuðu kostnaðarverði.

Verð 110.000.

Innifalið í verði:

  • Flug og flugtengd gjöld.
  • 1 taska 20. kg. í farangursrými auk lítillar handtösku (10 kg.).
  • 3 nætur í tvíbýli á góðu hóteli í hjarta borgarinnar.
  • Morgunmatur á hóteli.
  • Létt söguganga til þess að kynnast þessari yndislegu borg.
  • Hálfsdags ferð um þríborgina. Stoppum í Sopot og fáum okkur hressingu á Hótel Grand. (hressingin ekki innifalin)
  • Pólskt ,,aðfangadagskvöld”. Matur (12 réttir) og óáfengir drykkir.
  • Íslensk fararstjórn   (Þorleifur Friðriksson)