Það gerðist á ótrúlega skömmum tíma. Það er til marks um að við erum mörg forvitin á Fróni. Viljum finna æðaslög framandi menningar, kynnast sögu annarra þjóða og umfram allt að njóta gleði. Þeir sem vildu komast með en voru of seinir geta huggað sig við að enn er hægt að komast til HVÍTARÚSLANDS sem kemur sannarlega á óvart. Það er forvitnilegt að heimsækja ríki þar sem KGB starfar enn og Lenín stendur á stalli, og það sem meira er hvundagsfólk er þar gestrisið, viðmótsblítt og brosmilt, fólk sem ekki ber neina kúgun utan á sér. Þvert á móti.

Moldóva 23. maí til 31. maí.

 

  1. Föstudagur,  23. maí.   Icelandair Kef – London, Heathrow, kl. 16:10-20:10. Gist í London
  2. Laugardagur, 24. maí, Moldova Air, London, Stansted- Chisinau, kl. 14:10 – 19:10.
  3. Sunnudagur,25. maí, kl. 10:00. Borgarskoðun Chisinau. Kl. 13:00-14:30, hádegisverður. Kl. 15-17. Heimsókn í þjóðminjasafnið.
  4. Mánudagur,26. maí, kl. 10:00. Tékkum af hóteli. Haldið til Cricova. Kl. 11:00 - 13:00. 13:00-14:30, miðdegisverður á veitingastaðnum ORASUL SUBTERAN.                                         Kl. 14:30-15:30 Haldið til Orhei. Komið til  Chateau Vartely. 17:00-18:30, vínsmökkun.
  5. Þriðjudagur, 27. maí, kl. 9:30. Haldið til Capriana. Við ökum um frjósamar sveitir og kynnumst veraldlegri og andlegri sögu Moldóva. Skoðum klaustrið í Caprina . 12:00 - 13:00 til þorpsins  Palanca. Kl. 13:00 hádegisverður á ,,þorpskránni” "Casa Parinteasca". Boðið uppá þjóðlegan hvundagsmat, vín og heimaræktað te sem ku vera afar hollt og gómsætt. 14:30-15:30 Heimsókn í kirkju hinnar heilögu jómfrúar. Haldið til Raciula, 16:00-17:30, heimsókn á hunangsgarð með tilheyrandi smökkun. Haldið á hótel, kl. 19:00-20:30.
  6. Miðvikudagur. 28. maí,  Tékkum okkur af hóteli. Kl 9:30-10:30, haldið til Orheiul Vechi. Kl. 10:30 – 12:00 Hér kynnumst við fornri sögu Moldóvu m.a. þeirri sem birtst hefur á liðnum áratugum með fornleifauppgreftri. Við skoðum einnig hellaklaustrið Butuceni. Kl 12:00 – 15:00, verður miðdegisverður á þorpskránni "Pensiunea Butuceni". Verðum vitni að hefðbundinni matseld í sveit. Allt tekur sinn tíma. 15:00-17:00. Gist í Chisinau.
  7. Fimmtudagur, 29. maí, 9:00 haldið í dagsferð til Transnistria. Reiknað er með að um kl. 11:00 verði farið yfir landamærin. Þegar við komum til höfuðstaðarins, Tiraspol verður skoðunarferð um borgina, miðdegisverður á veitingastaðnum LA PLACINTE. og loks heimsókn í koníakbrugghúsið KVINT. Þar verður boðið uppá gæðarannsókn. 17:00-19:00, til baka á hótel. Gist í Chisinau.
  8. Föstudagur, 30. maí, 9:00. Nú verður haldið í dagsferð til UTA Gagauzia (um það bil tveggja og hálfs tíma akstur). 12:00 komið til höfuðstaðarins Comrat. 12:00-14:00, Skoðunarferð um Comrat með viðkomu á þjóðminja- og þjóðfræðisafni Gagauza. 14:00-16:30 Miðdegisverður á lókal bístró þar sem við njótum matar, druks og þjóðlegra gagázískra söngva og dansa. 16:30-18:00, haldið til Chisinau. 16:15-18:00. 19:00-20:30
  9. Laugardagur, 31. maí.  Eftir morgunverð haldið á flugvöll.

        Air Moldova. Chisinau – Stansted 12:10 – 13:20

                Icelandair-London, Heathrow, Kef. 21:10 - 23:50.

Verð 269.000 kr. (fyrir einstakling í tvíbýli)

30.00 bætist við fyrir einbýli.

Innifalið:

Flug og flugtengd gjöld.

Allar rútuferðir í Moldóvu og í London.

Gisting  ein nótt í London með morgunverði.

Gisting átta nætur í Moldóvu með morgunverði.