Hér koma upplýsingar um fyrri ferðir.

Söguferðir 2015  

Kúba

 Í febrúar síðastliðinn stóðu Söguferðir að afar vel heppnaðri Kúbuferð þar sem færri komust með en vildu. Hvert sem leið liggur er markmið Söguferða ávalt það sama: að kynnast sem best lífinu í sinni margbreytilegu mynd. Það tókst með miklum ágætum í þessari ævintýraferð og því viljum við endurtaka leikinn og bjóða uppá tvær ferðir, í október og nóvember. Okkar ferðir eru ekki alls ekki baðstrandarferðir. Við munum búa í heimagistingu, og gefa þátttakendum kost á ígripavinnu í vindlaverksmiðju, nám í kúbönskum salsadansi og rannsóknarferðir. Við ætlum sumsé að skoða merka staði á þessari fögru eyju um leið og við kynnumst sögu þessa samfélags sem flestir þekkja af afspurn en fáir í reynd. Verð er ekki staðfest en verður stillt í hóf. Fararstjóri Kent Lárus Björnsson.  

Moldavía, þrjú ríki í einu

 22. maí – 2. júní (11 nætur). Moldavía, samfélögin þrjú innan sömu landamæra. Moldavía, Transnetstría og Gagausia. Ógleymanleg ferð inn í heim fegurðar og mikillar sögu. Verð 276.000 kr. á mann í tvíbýli. 30.000 kr aukagjald fyrir einbýli. Svo til allt innifalið. Fararstjórar Angelina Belistov og Þorleifur Friðriksson.  

Búlgaría

 6.–16. júní.(10 nætur). Í leit að hvundagslífi og rósailmi. Í þessari ferð heimsækjum við fortíð og samtíð, kynnumst hinum fornu Þrökum og hinum bráðlifandi Pomökum að ógleymdum Búlgörum sjálfum með menningu sína og sögu. Við endum ferð við Svartahaf þar sem okkur er boðið í ógleymanlegt búlgarskt brúðkaup. Í upphaf hvurs dags stendur hreyfigarstjóri fyrir léttri morgunleikfimi til að liðka kroppinn og auka blóðflæðið áður en haldið er af stað í söguferð. Mullersævingar verða svo stundaðar hvurn dag eftir þörfum. Verð248.500 kr. á mann í tvíbýli. Svo mikið er innifalið að hver sá sem það kýs getur hæglega komið í þessa ferð án þess að hreyfa við buddunni og njóta þó alls í botn. Aukagjald fyrir einbýli er 30.000 kr.Fararstjóri Þorleifur Friðriksson.  

Litháen, Hvítarússland

 20.27. júní (7 nætur)Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við hefjum ferð í hinni fögru höfuðborg Litháens, Vilníus þar sem við dveljum 2 nætur áður en haldið er til Minsk höfuðborgar Hvítarússlands. Þangað er ekki nema 190 km. Minsk kemur ótrúlega skemmtilega á óvart í glæsileik sínum og mikilli gestrisni heimafólks. Við dveljum á góðu hóteli í miðborginni og förum í dagsferðir auk þess sem við höfum líka nægan tíma til þess að njóta þessarar fögru borgar bæði á eigin vegum sem og saman. Á leiðinni til baka dveljum við eina nótt í borginni Grodno sem á sér mikla og merkilega sögu sem við kynnumst þegar þar að kemur. Þetta er ferð sem svíkur engan sem hefur áhuga á ferðum inn í ævintýraheim sögu og menningar. Verð 198.500 kr. miðað gistingu í tvíbýli og minnst 30 manna hóp. 25.000 kr. aukagjald fyrir einbýli. Innifalið allar ferðir, söfn, góð hótel ásamt morgunverði og kvöldverði.  

Pólland

 31. ágúst-11. september.(12 nætur) Evrópufrumskógurinn í haustskrúða, Úlfagrenið, Kraków, Auschwitz og Wielizka. Flogið til og frá Varsjá. Innifalið hótel með morgunverði, kvöldverði og söfn. Þetta er ferð fyrir hvern þann sem hefur svo mikið sem snefil af áhuga á sögu, náttúrufegurð og samveru með skemmtilegu fólki. Verð 219.000 kr. fyrir gistingu tvíbýli. 30.000 kr. aukagjald fyrir einbýli. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson.  

Albanía (Vék fyrir Kína og Norður – Kóreu).

 2. til 11 október. (9 nætur)Í leit að horfnum heimi. Tirana, Shkodra, Dürres, Berat, Apollonia. Menning, saga og sjálft líf þessarar þjóðar, afkomenda hinna fornu Illíra. Innifalið er gisting á góðum hótelum með morgunverði og kvöldverði ásamt öllum ferðum og heimsóknir í söfn. Verð 259.500 kr. á mann í tvíbýli. 30.000 kr. aukagjald fyrir gistingu í einbýli. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson.   

Samaland (Vék fyrir Kína og NorðurKóreu).

 September/október.Þessi ferð verður helguð menningu og sögu Sama. Flogið verður um Kaupmannahöfn til Kiruna í Svíþjóð og ekið um ,,Sápmi” (Samaland) til Tromsö. Þaðan verður svo flogið heim um Ósló. Ferðin er í vinnslu. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson. 

Kína og Norður-Kórea

 1. til 20. októberÍ haust býðst forvitnum einstakt tækifæri til að fá svör við einhverjum af þeim fjölda spurninga sem leita á hugann þegar nafn Norður-Kóreu ber á góma. Dagskránni er skipt á milli Kína og Norður-Kóreu. Við dveljum í Peking, kínversku landamæraborginni Dandong og Pyongyang. Við dveljum Norður-Kóreu næstu 10 daga og reynum að kynnast þessu dulúðuga landi og þjóðinni sem þar býr. 

 

  

 

Búlgaría

6.-16. júní 2014

 

Ferð í leit að hvundagslífi og rósailmi. Í þessari ferð heimsækjum við fortíð og samtíð, kynnumst hinum fornu Þrökum og hinum bráðlifandi Pomökum að ógleymdum Búlgörum sjálfum með menningu sína og sögu. Ferð lýkur með dúndrandi brúðkaupi uppá búlgarska vísu.

 

Dagur 1

Laugard. 6. 6. Flogið með Airberlin kl. 00.45 – 06:10 Keflavík-Berlín. 13:05 – 16:15 Berlín –Sofia. Rúta ekur okkur á hótel, hvíld og kvöldverður.

 

Dagur 2

Sunnud. 7. 6. Við hefjum daginn með góðum morgunverði og höldum svo í suðurátt til Rila fjalla og gerum stans við Rila-klaustri þar sem það stendur í mikilfeng sínum sveipað ljóma frægðar og fegurðar. Hér hljótum við að stoppa og gefa okkur góðan tíma til þess að skoða þennan menningarhelgidóm. Einhverjum kann að þykja nóg af klaustrum eftir að hafa skoðað eitt eða tvö, en hér er um algjörlega einstaka byggingu og sögu að ræða. Það var reist á 10. öld en hefur í  aldanna rás verið endurbyggt nokkrum sinnum. Elstu byggingar klaustursins eru frá 1335 en stærstu endurbyggingar frá 19 öld. Klaustrið allt er á verndarskrá UNESCO vegna byggingarstílsins og ekki síst vegna íkonaverkanna sem skreyta. Eftir gott stopp hér höldum við áfram til suðurs, til Melnik. Hvíld og kvöldverður.

 

Dagur 3

Mánud. 8. 6. Við skoðum Melnik, þennan litla fallega vínræktarbæ í suð-vestur horni Búlgaríu, sagður smæsti bær landsins. Landslag er þar afar fagurt. Bærinn kúrir í skógivöxsnum hlíðum kalksteinsfjalla, krýndum hvítum strýtum sem teyja sig til himins. Þarna er framleitt besta vín í Búlgaríu og þá er mikið sagt. Við göngum úr skugga um það með því að heimsækja vínbændur og skoða manngerðar hellahvelfingar í fjöllunum þar sem vínið stendur í ámum meðan það gerjast.  Húsin í Melnik eru einstök og og mikill fjöldi þeirra á verndarskrá. Þarna er eitt elsta íbúðarhús á Balkanskaga, byggt á 12.-13. öld, sumsé sennilega áður en Snorri ritaði Heimskringlu og mjög sennilega áður en hann var vegin 1241. Síðdegis er haldið áfram til Plovdiv sem er talin ein elsta borg í Evrópu sem hefur haft samfellda búsetu. Á langri ævi hefur hún margsinnis verið hernumin af ólíkum þjóðum. Hinir fornu Þrakar bjuggu þar eitt sinn, Makedónar, Rómverjar, þegnar býsanska ríkisins, Búlgarar, Ottómanar. Allar þessar þjóðir skildu eftir sig spor sem minna á dvöl þeirra, hús, stræti, virki, útileikhús o.s.frv. Við röltum um gamla borgarhlutann og skoðum m.a. rómverska útileikhúsið. Gisting og kvöldverður í Plodiv.

    

Dagur 4

Þriðjud. 9. 6. Dagsferð um fegurð Pirinfjalla – Asenovgrad – Bachkovo – Brestovitsa. Á leiðinni til Plodiv stoppum við í þorpinu Brestovitsa þar sem við kynnum okkur víngerð bæjarins og neytum kvöldvarðar.  Gisting í Plodiv.

 

Dagur 5

Miðvd. 10. 6. Plovdiv. Stara Zagora – Kazanlak.

Að loknum morgunverði er ekið til Rósadalsins. Þar gerum við hlé á ferð okkar, heimsækum rósasafnið í Kazanlak og skoðum þrakverskt grafhýsi. Drögum að okkur ilm rósa og kynnumst rósarækt í dalnum þar sem stærstur hluti þeirrar rósaolíu sem notaður er í gerð ilmvatna í heiminum á uppruna sinn.  Kvöldverður og gisting í Kazanlak.

    

Dagur 6

Fimmtud. 11. 6. Kazanlak – Veliko Tarnovo.

Höldum áleiðis til Veliko Tarnovo, hinnar gömlu og fallegu miðaldaborgar sem eitt sinn var höfuðborg þjóðarinnar. Farið  m.a. á Tsarevets hæð þar sem konungarnir bjuggu. Síðdegis er göngutúr um Arbanasi safnabæinn og farið í kirkju hinnar heilögu fæðingar og Constancelieva húsið. Kvöldverður og gisting Veliko Tarnovo.                      

 

Dagur 7

Föstud. 12. 6. Veliko Tarnovo - Arbanasi – Shumen – Osmar – Albena.

Að loknum morgunverði höldum við í átt að Svartahafi þar sem við munum dvelja næstu 4 nætur á 5 stjörnu hóteli. Á leiðinni rannsökum við merka sögu Búlgaríu. Í Shumen skoðum riddarann í Madara. Þrjú þúsund ára gnæfir hann yfir vegfarendum í 23 metrar á hæð, höggvinn í bergið. Hvers vegna honum var valinn staður þarna  veit enginn. Þánjótum svo eðalvína í þorpinu Osmar þar sem framleidd eru mikil dáindisvín. Gisting og kvöldverður í Albena.

 

Dagur 8.

Laugard. 13. 6. Slöppum af á gylltri strönd og njótum hvíldar og unaðar á dýrðlegu hóteli. Gisting og kvöldverður.

 

Dagur 9. 

Sunnud. 14. 6. Brúðkaup uppá búlgörsku.

   

Dagur 10.

Mánud. 15. 6.

Kyrrðardagur og huggulegheit. Gisting og kvöldverður.

 

Dagur 11.

Þriðjud. 16. 6.

Haldið til Sofíu og þaðan flogið heim með viðkomu í Berlín. Farið í loftið kl. 19:35 með viðkomu í Berlín og lent í Keflavík kl. 23:55.

 

Verð 248.500 miðað við gengi 20. 3. 2015 og  a.m.k. 30 manns í hóp og gistingu í tvíbýli.

Innifalið í verði:

Flug og flugtengd gjöld.

Allur akstur sem nefndur er í dagskrá frá Sofíu til Albena og frá Albena til Sofíu. Ekið verður í góðri rútu með loftkælingu.

Aðgangur í söfn sem getið er í dagskrá.

Vínsmökkun samkvæmt dagskrá.

6 nætur í nefndum borgum með fullu fæði og þjóðlegri tónlist og dansi.

4. nætur á 4 stjörnu hóteli í Albena, heitir Laguna Grand er 4*Allt innifalið, morgunverður, miðdegisverður, kvöldverður.

Brúðkaup að búlgörskum sið. Við köllum það ,,brúðkaup aldarinnar”.

Íslensk leiðsögn.

 

HVÍTARÚSSLANDSFERл

8dagar 7nætur

 

DAGUR 1(20.06laugardagur):Haldið til Vilníus kl. 15:25.

Áætluð lending kl. 22:25. Hittum okkar mann og ökum á hótel.

 

DAGUR 2(21.06 sunnudagur): VILNÍUS

Morgunverður. Skoðunarferð um Vilníus einnar fegurstu barokborgar Evrópu. Kvöldverður  sennilega á hóteli.

 

DAGUR 3(22.06 mánudagur): VILNÍUS – KREVO - BORUNY – MINSK

Morgunverður.  Kennslustund í hvítrússneskri bírókratíu áður en við höldum áleiðis til Minsk, höguðborgar Hvítarússlands (~190 km). Við stoppum eftir þörfum, t.d. í þorpinu Boruny þar sem við eigum stund í merkilegum minningargrafreit um fallna hermenn í fyrri heimstyrjöld. Stórmerkilegur staður. Áður en við höldum áfram verður boðið upp á þjóðlega ,,kjötsúpu” af þeirri gerð sem þar hefur tíðkast um aldir. Áfram til Minsk og Innskráning á hótel. Fyrir eða eftir kvöldverð verður boðið uppá stutt borgarrölt.

DAGUR 4(23.06 þriðjudagur): MINSK – KHATYN

Morgunverður. Morgunverður. Skoðunarferð um Minsk. Höfuðborg Hvítarússlands býr yfir mikilli sögu sem við munum kynnast um leið og við skoðum ,,Gömlu borgina”. Við munum draga að okkur ilm lífsins á götum og torgum og virða fyrir okkur litbrigði strætanna. Alls ekki úr vegi að ganga eftir Nezalezhnasci breiðstræti og rannsaka tæran stalínískan arkitektúr og Sigurtorgið sem var tákn Minsk þegar hún var borg í Sovétríkjunum. Haldið til fortíðar og staðnæmst þar sem eitt sinn var þorpið Khatyn. Saga þess rifjuð upp. Ógleymanleg ferð. Frjáls tími og kvöldverður.  

 

DAGUR 5(24.06miðvikudagur): BEREZENSKI þjóðgarðurinn

Morgunverður. Haldið til Berezenski þjóðgarðsins þar sem lifa ekki færri en 56 viltar tegundir spendýra, 234 tegundir viltra fugla 10 tegundir froska, 5 eðlutegundir og 34 tegundir fiska. Í viltum skógi og votlendi lifa ekki færri en 800 tegundir  háplantna. Þetta er ferð sem allir náttúruunnendur munu njóta í botn. Kvöldverður í Minsk.

DAGUR 6(25.06fimmtudagur): MINSK

Morgunverður.Frjáls dagur í Minsk. Að loknum morgunverði býður fararstjóri, áhugasömum uppá skemtilega ferð um iður jarðar, skoðum neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.  Kvöldverður og kvöldkyrrð.

 

DAGUR 7(26.06föstudagur): LIDA – BEREZOVKA –GRODNO

Morgunverður.Haldið til Lida (199 km.). Lida er skammt frá litháísku landamærunum og þar er við hæfi að við tökum púlsinn á merkilegu sambandi þessara tveggja ríkja í fortíð og samtíð. Haldið til Grodno þar sem við kynnumst hinni stórmerku dúkkuleikhússhefð (“Batleyka”) Hvítrússa.

 

DAGUR 8(27.06 laugardagur): GRODNO - VILNÍUS

Morgunverður. Skoðunarferð um Grodno: Að lokinni skoðunarferð fáum við okkur miðdegisverð og höldum svo áleiðis til Litháen. Það getur tekið nokkurn tíma að fara um landamærin en yfirleitt gengur það tiltölulega fljótt. Sennilega verður ekið sem leið liggur á flugvöllinn í Vilníus. Flogið heim kl. 23:25 – lent að íslenskum tíma kl. 23:25.

____________________

Verð 198.500 kr.(miðað við minnst 30 manna hóp).

 

Innifalið í verði:

Flug og flugtengd gjöld

Rúta í Litháen og Hvítarússlandi.

Allar skoðunarferðir samkvæmt dagskrá.

Hótelgisting með morgunverði.

6 kvöldverðir.

Aðgangur að söfnum sem nefnd eru í dagskrá.

Kostnaður við að fá vegabréfsáritun fyrir Hvítarússland.

Íslensk fararstjórn (Þorleifur Friðriksson) 

 

 

Pólland 31. ágúst -11. september 2015.

Land í haustskrúða, saga seinni heimstyrjaldar

Út mánudag 31. ágúst

Heim föstudag 11. sept. 

 

31. ágúst.Mánudagur. Lent í Varsjá kl. 21:05. Haldið beint á hótel. Ibis.

 

1. september.Þriðjudagur. Ekið til héraðsins Masúríu við landamæri Kalíníngrad. Dveljum í bænum Mrongovia á góðu spa hóteli í fögru masúrísku umhverfi þar sem skiptast á þorp, skógi vaxin hæðadrög, ár og vötn. Þeir sem vilja geta gengið til næsta þorps, hjólað eða fengið sér nudd á hótelinu. Enn má sjá einstaka kúagæslumann að   störfum í Masúríu og fólk við aðra hvundagssýslan. Í Masúríu hefur ekki margt breyst frá því rithöfundurinn Siegfried Lenz ólst hér í litlu þorpi sem hann gerði ódauðlegt með bókinni ,,Þorpið  yndislega”. Hótel Mrongovia  (221 km. 3 klst)

 

2. september.Miðvikuagur. Eftir morgunverð verður haldið til úlfsgrenis Hitlers,  Wolfsschanze. Á þessum stað bjó Adolf Hitler í tvö og hálft ár, 1941-1944, og stjórnaði aðgerðum herja nasista á austur vígstöðvunum. Þessi ferð er reisa inn í hið ótrúlega. Þema dagsins: Hitler og Austur-Prússland. Gist Hótel Mrongovia.

 

3. september.Fimmtudagur. Sigling um vötn og ár Masúríu og notið haustklæddrar náttúrufegurðar. Gist Hótel Mrongovia.

 

4. september.Föstudagur. Haldið í austurátt með stoppi í borginni Białystok. Ekið til þjóðgarðsins Bielaviezha (białowieża), sem Pólverjar deila með Hvítrússum. Gist á hóteli í skóginum á þriggja stjörnu hóteli.

 

5. september.Laugardagur. Dagurinn helgaður skóginum. Þjóðgarðurinn er síðasti blettur ósnortins skógar Evrópu og er á  lista UNESCO sem sameiginlegur arfur mannkyns. Þar lifir stærsta spendýr á meginlandi Evrópu sjálfur evrópuvísundurinn  sem við fáum sennilega að sjá í þessari ferð. Gisting á sama stað.

 

6. september.Sunnudagur. Ekið til Varsjár og njótums sídegis í gamla bænum. Gist á ótel IBIS.

 

7. september.Mánudagur. Frjáls dagur í Varsjá. Gist á ótel IBIS.

 

8. september.Þriðjudagur. Með lest til Kraków ca. 3 klst. Við járnbrautarstöðina bíður okkr rúta sem ekur okkur til Wieliscka. Ævintýraferð í saltnámurnar. Ferðin um námurnar tekur u.þ.b. 3 klst. Þá ökum við til Kraków og  komum okkur fyrir á hóteli í Kazimierz, gamla gyðingahverfinu, og tökum síðan púlsinn á þessari fyrrum höfuðborg Póllands. Gist í Kraków

 

9. september.Miðvikudagur. Ferð til Auschwitz. Sameiginlegur kvölderður og kletsmertónleikar um kvöldið. Gist í Kraków

 

10. september.Fimmtudagur. Njótum fyrri hluta dags í Kraków. Með lest til Varsjár kl. 15. Beint á flugvöll og heim kl. 22:05.

 

11. september.Lent í Keflavík kl. 00:10

                               

Verð

254.500 kr. per mann í tvíbýli

30.000 kr. aukagjald í einbýli

 

Innifalið:

1.        Allur akstur í Póllandi

2.        Hótel 10 nætur, m. morgunverði.

3.        Heimsóknir í söfn sem nefnd eru í dagskrá.

4.        Íslensk fararstjórn.

5.        Verð innifelur í sér flug með eina tösku.

 

Kúba 2015 með Söguferðir

Beint flug til Varadero, smá hóp (15 manns). Gisting í heimahús (Casa Particular)

1) 23 febrúar, Skoða Santa Clara,  Gist í Santa Clara

 

2) 24 febrúar Heimsækja Che Memorial og safn og fleiri staði. Keyra til Cienfuegos, gist þar 3 nætur

 

3) 25 febrúar smá ganga um borgina, sigling um Cienfuegos flóa, heimsækja Palacio del Valle og grasagarð

 

4) 26 febrúar Dagsferð til Trinidad sem er UNESCO World Heritage Site.  Heimsækja El Nicho á leidinni heim

 

5) 27 febrúar, Keyra til Havana, heimsækja Svínaflóa á leiðinni.

 

6) 28 febrúar Havana City tour 4 tíma

 

7) 1 mars Havana ganga um Gamla Bæinn,Frjáls dag

 

8) 2 mars Flogið heim kl 10.00, lending í Keflavik kl 22:40

 

Beint flug til Varadero, smá hóp (15 manns). Gisting í heimahús (Casa Particular)

Innfalið

Allir akstur, margir söfn, oft kvöldmatur

2 leiðsögumenn, 1 islensku og 1 heimaman (tala ensku)

 

Gisting: með morgunverð

Santa Clara 1 nótt

Cienfuegos 3 nætur

Havana 3 nætur


Innifalið í verði:
Beint flug Kelavik - Varadero
Ferðir sem nefndar eru í dagskrá
Aðgangseyrir að söfnum.
Loftkæld rúta.
Hálft fæði (morgunverðir + 2 kvöldverðir og 5 miðdegisverðir).
Íslensk fararstórn.

 

Hafðu samband  við Kent       This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 

Haustfegurð við Svartahaf

Búlgaría

6. – 15. október. 2014- 10 dagar – 9 nætur.Flogið verður til Sofía með viðkomu í London. Nótt í Sofíu og skoðunarferð um borgina næsta dag. Flogið til Varna síðdegis þann 7.  Gist á hóteli Karvuna.Verð 187.800Innifalið í verði:

 • Flug og flugtengd gjöld.
 • Gisting í tvíbýli með morgunverði og kvöldverði.
 • Skoðunarferð um Sofíu.
 • Íslensk fararstjórn.

Í boði er:

 • Golf á glæsilegum golfvöllum með akstri til og frá villi.
 • Hægt er að fá leigt allt til golfiðkunar, frá kylfum til golfbíls.
 • Golfkennsla fyrir byrjendur.
 • Dagsferðir á slóðir sögu og menningar, sjá neðar.
 • Menningardagskrár. Tónlistar- og danssýningar, byggðar á búlgörskum hefðum.
 • Gestir geta notið heilsuþjónustu í samráði við sérhæfðan lækni varðandi endurhæfingu þar sem m.a. er boðið upp á eftirfarandi:

1.      Stoðkerfisæfingar.

2.      Afeitrun líkamans.

3.      Heilsunudd.

4.      Sjúkranudd.

5.      Æfingar sem styrkja úttaugakerfi, mjaðmir, læri og ofl.

6.      Detoks meðferð

7.      Aroma nudd (ilmolíu). Hreinsandi og slakandi.

8.      Shiatsu ofl..Boðið verður upp á eftirtaldar dagsferðir á kostnaðarverði.Skoðunarferðir eru háðar fjölda þátttakenda.

 • Til Kaliakra, náttúruvætti við Svartahaf. Heimsækjum kræklingabúgarð og tökum út framleiðsluna og endum dagsferðina í Balchik- kastala.
 • Albena, Aladja-klaustur (klettaklaustur), Pobiti Kamuni (klettaskógur), Varna. Í þjóðminjasafninu í Varna er geymdur stærsti gullfundur sögunnar. Sjóður hinna fornu Þraka sem höfðu slík tök á gullsmíði að enn hafa vísindamenn ekki náð að leysa gátur sem tengjast snilldarlegu handverki þeirra.Endum daginn með heimsókn á bóndabæ þar sem við smökkum á þjóðlegum krásum og njótum tónlistar og þjóðdansa.
 • Dagurinn helgaður búlgörsku þorpslífi.  –Katrandjievo (hestavagnaferð). Fáum kennslu í bruggun Rakija (þjóðardrukks Búlgara) –Heimsækjum keramikverkstæði og bakarí. Endum ferð með heimsókn á veitingastaðinn “Bulgarian Fiesta”. Kynnumst þjóðlegri dansment og verðum vitni að dansi á glóandi kolum (nestinarski dansinn).
 • Ferð til Nesebar 124 km. Elsti hluti bæjarins stendur á tanga út í Svartahaf og er af sumum fræðimönnum talinn einhver elsti bær í Evrópu. Hvað sem um það má segja er hann afar heillandi með sínum lágreistu steinhúsum og þröngu götum.

 Á sögulegum tíma hefur Balkanskaginn verið líkt og kraumandi pottur menningastrauma og þjóða, goðsagna og ólíkra hefða en svo til eingangraður frá öðrum hlutum Evrópu. Það er ekki síst af þessari ástæðu að samfélög Balkanskagans hafa um aldir heillað ferðalanga sem hafa skyggnst þar inn í heima framandi samfélaga. Þessi ferð hefur að leiðarljósi að heimsækja þessa hulduheima ólíkra þjóða og bæta nokkrum litríkum perlum í ferðasjóð okkar.

Dagur 1. Gatvic. Gist yfir nóttina.
Dagur 2. lent í Tirana.
Rúta á hótel. Heimsókn í Þjóðminjasafnið í Tirana og skönnum sögu Albaníu frá forsögulegum tíma til okkar daga. Frjáls dagur og hvíld fram að kvöldverði sem við snæðum á hefðbundnu albönsku veitingahúsi. Gisting í Tírana.
Dagur 3 Tirana – Kruja – Tirana.
Að loknum morgunverði verður ekið til Kruja – miðstöð albönsku þjóðfrelsisbaráttu þjóðhetjunnar Scanderbegs og manna hans gegn Tyrkjum. Scanderbeg hét GEORGE KASTRIOTI (1403?-1468), var tekinn sem barn og alinn upp af Tyrkjum í íslamskri trú en turnaðist til kristni. Í aldarfjórðung tókst Scanderbeg og mönnum hans að hindra sókn Tyrkja til vesturs og var að þeim sökum nefndur ,,verdari kristninnar”. Við heimsækjum Skanderbeg safnið, mjög tilkomumikið þjóðháttasafn og markaðstorg. Að þessu loknu njótum við hádegisverðar í Kruja að albönskum sið og höldum svo til baka til Tirana. Síðdegið helgað frjálsum vettvangsrannsóknum.Gisting í Tirana.

Dagur 4 Tirana – Pogradec – Ohrid.

Að loknum morgunverði verður haldið áleiðis til Pogradec á strönd Ohridvatns. Þar verður snæddur hádegisverður í Villa Art, sumarhúsi Envers Hoxa hins minnisstæða einvalds albanska alþýðulýðveldisins. Ferð heldur svo áfram til Ohrid með viðkomu í klaustrinu í Sveti Naum. Ohrid svæðið allt er á heimsminjaskrá UNESCO vegna menningarsögulegs gildis og náttúrufegurðar. Gist í Ohrid.

Dagur 5 Ohrid.

Eftir morgunverð heimsækjum við hinn forna erkibiskupstól, kirkju heilagrar Sofíu sem er að stofni frá 11. öld. Eftir hádegisverð verður ekið til Stuga við Ohridvatn þar sem áin Svarta Drin á upptök sín og hefur ferð suður til

Adríahafs. Í ágústmánuði ár hvert er þarna haldið alþjóðlegt þing ljóðskálda. Þarna munum við stoppa rétt til að yrkja eitt eða tvö ljóð og halda svo áfram til baka til Ohrid. Gist í Ohrid

Dagur 6 Ohrid – Skopje.Eftir morgunverð liggur leiðin til Skopíe höfuðborgar Makedóníu með viðkomu í Matka þar sem við siglum að næsta áfangastað sem er veitingahúsið Matka. Þar verður snætt og slappað af áður en við ökum síðasta áfangann til Skopíe. Við áætlum að vera í Skopje um rétt um miðjan dag og hefjum dvöl þar með því að fara í stutta skoðunarferð. Við skoðum Kale-virkið, Stein brúna, baðhús Daut Pasha sem er frá lokum 15. aldar og röltum svo um markaðstorgið í gamla bænum. Kvöldverður og gisting í Skopje.

Dagur 7 Skopje. Frjáls dagur.

Dagur 8 Skopje – Prishtina.

Við hefjum þennan dag með 2-3 tíma akstri til Pristína, höfuðborgar Kosóvos. Rétt áður en þangað verður komið verður stoppað við hinn örlagaríka orustuvöll og helgidóm Serba. Á þessum stað árið 1389 börðust forfeður þeirra við Ottómana. Orustan markaði fall hins serbneska miðalda ríkis og upphaf yfirráða múslíma á Bakkanskaga. Á meðan orustan var í algleymi komst Milos Obilic, serbneskur aðalsmaður, að tjaldi leiðtoga Ottómana, Múrat súltan og drap hann í tjaldi sínu. Um þennan stað hverfist ekki aðeins gömul saga Serba og Ottómana heldur saga serbnesku þjóðarinnar og samskipta hennar við nágranna sína allt til þessa dags. Þetta er helgireitur serbneskrar sögu og þungamiðja þeirra í baráttunni gegn sjálfstæði Kosovos. Þegar við höfum komið okkur fyrir á hóteli hefjum við stutta rannsóknarferð um gamla hluta Pristína.

Dagur 9 Prishtina – Prizren - Rahovec – Prishtina.Haldið í rannsóknarferð um Kosóvo. Bærinn Prizren en sagður afar fallegur í hlíð Sharri fjalla og á bakka árinnar Lumbardhi. Bærinn er varðveittur í þeirri mynd sem hann hafði undir lok miðalda og því eins konar lifandi safn eigin sögu og byggingarsögu Kosóvo. Iðnaðarmenn bæjarins voru kunnir af listasmíð sinni í gull- og silfursmíð og bróderaðir dúkar, fagurgerðir hnífar og annað handverk þykir miklar gersemar.
Að loknum miðdegisverði verður haldið til Rahoveci þekktasta vínræktarhéraðs Kosovos. Þarna verður haldin þjóðleg veisla að hætti Kósovo og drukkið dýrindis vín frá héraðinu.
Að loknum miðdegisverði hefst rannsókn um heim víngerðar, frá vínirkju til víngerðar og loks verðum við í hlutverki neytenda. Við munum ganga um vínekrurnar og fylgja ferli víngerðar í einni stærstu vínfabrikku suð-austur Evrópu. Í upphafi göngu verður boðið upp á velkomendaskál og að lokum rannsökum við nokkrar valdar tegundir. Hvað gerum við ekki fyrir vísindin?
Og enn erum við ekki hætt rannsóknarvinnu þessa dags. Við höldum inn í miðbæ og göngum að hinu aldna víngerðarhúsi ,,Podrumi I Vieter”. Þarna verður rannsókn haldið áfram, við göngum gegnum gamla bæinn og höldum svo með vagninum um 15 mínútna leið til þorpsins Hoça e Madhe (Velika Hoca), þar sem við heilsum upp á íbúa klaustursins ,,Vinica” sem er helgað víngerð. Hugsast getur að einhver kjósi að verða þar eftir en við hin höldum til Pristina þar sem við gistum.

Dagur 10 Prishtina – Kukes – Shkoder.Haldið áleiðis til Albaníu. Fáum okkur miðdegisverð í bænum Kukes við landamæri Albaníu og Kosóvo. Að lokinni aflöppun, hugsanlega göngutúr um bæinn, verður haldið áfram og stoppað í borginni Shkodra sem sögð er hafa verið
höfuðborg konunga Illeríu. Við gerum stutta úttekt á borginni og sögu hennar og eigum svo góða kvöldstund á góðu hóteli þar sem við gistum.

Dagur 11 Shkoder – Lezha –Tirana.Eftir morgunverð verður snúið aftur til Tírana. Gerum stuttan stans í bænum Lezha rétt til að skoða grafhýsi Scanderbergs, þjóðhetju Albana. Um kvöldið njótum við kvöldverðar á góðum þjóðlegum veitingastað og rannsökum svo borgina út og suður, saman eða sundur. Gisting í Tírana.

Dagur 12 Tirana.

Fyrri hluta dags verður skoðunarferð um borgina. Eftir hádegi verður frjáls tími til að skoða á eigin forsendum.

Dagur 13 Tirana – Keflavík.

Frjáls dagur þar til við höldum út á flugvöll og heim.

Innifalið:- Flug og rútuferðir
- Íslensk leiðsögn og innlendir aðstoðarmenn.
- Góð 3* & 4* Hótel
- Kvöldverðir á þjóðlegum veitingastöðum eða á hótelum.

- Aðgangseyrir í öll söfn.- ferðamannaskattar og gjöld

Varsjá - Búlgaría

 

1.Miðvikud 10. ágúst kl. 06:30 til Varsjár. Lent kl. 12:20.

2.Fimmtud. 11. 8. Kl. 11:00. Haldið til Sofíu. Lent. Kl. 3:55. Borgarskoðun og hvíld.

3.Föstud. 12. 8. Ekið til Albena. Eftir hæfilega hvíld verður tölt um miðbæinn og náð áttum. Gistum í Albena.

4.Laugard. 13. 8. Haldið til Kaliakra og kræklinga veitingarstaðar og síðan til Balchik- kastala. Gistum í Albena.

5.Sunnud. 14. 8. Haldið til Aladja klausturs (klettaklaustur), Pobiti Kamuni (Steinskógur), Varna. Miðdegisverður hjá Danél bónda sem sérhæfir sig í lífrænni framleiðslu. Gistum í Albena

6.Mánud. 15. 8. Heimsókn í dæmigert búlgarskt þorp (hestavagnaferð). Njótum að horfa á dans á glóandi kolum (nestinarski dans). Gistum í Albena

7.Þriðjud. 16. 8. Frjáls dagur. Kjörinn til hvíldar og hugleiðinga, að liggja á ströndinni, skoða sig um. Gistum í Albena

8.Miðvikud. 17. 8. Til Dobrich - Við merkilegann hermannakirkjugarð og fáum fund með fulltrúum Róma (sígauna) bæjarins. Gistum í Albena.

9.Fimmtud. 18. 8. Madara, Madarski Konnik (Klettariddarinn), Preslav og Pliska, Veliko Turnovo. Gistum í Veliko Turnovo.

10.Föstud. 19. 8. Kotel Zheravna. Hátíð þjóðbúningsins. Kórsöngur og þjóðdansar. Gistum í Zheravna.

11.Laugard 20. 8. ágúst. Kl. 14:40 Frá Sofiu til Varsjár. Lent . 15:35

12.Sunnud. 21. 8. Njótum ilms sögunnar.

13.Mánud. 22. 8. Haldið heim. Kl. 13:10 – Lent 15:00Verð 239.500 kr.
Innifalið Flug-Kef-Varsjá-Sofia-Varsjá-Kef.
12 nætur á 3str. Hótelum með morgunverði.
Allar ferðir og söfn í Búlgaríu.
Í Búlgaríu verður auk morgunverðar ýmist kvöld- eða hádegisverður.
Íslensk fararstjórn.

fegurð Albaniu

Albania

1. dagur: Tirana

Tirana Rúta á hótel. Heimsókn í Þjóðminjasafnið í Tirana og skönnum sögu Albaníu frá forsögulegum tíma til okkar daga. Frjáls dagur og hvíld fram að kvöldverði sem við snæðum á hefðbundnu albönsku veitingahúsi. Gisting í Tirana.
Hotel Tirana International 4*

2. dagur: Tirana – Kruja – Durres


Að loknum morgunverði verður ekið til Kruja – miðstöð albönsku þjóðfrelsisbaráttu þjóðhetjunnar Scanderbegs og manna hans gegn Tyrkjum. Scanderbeg hét GEORGE KASTRIOTI (1403?-1468), var tekinn sem barn og alinn upp af Tyrkjum í íslamskri trú. Turnaðist til kristni. Í aldarfjórðung tókst Scanderbeg og mönnum hans að hindra sókn Tyrkja til vesturs og var að þeim sökum nefndur ,,verdari kristninnar”. Við heimsækjum Skanderbeg safnið, mjög tilkomumikið þjóðháttasafn og markaðstorg. Að þessu loknu njótum við hádegisverðar í Kruja að albönskum sið.. Þá verður haldið af stað og stefnt að Adríahafi og komið til Durres, einnar af elstu og mikilvægustu borgar í Albaníu. (stofnuð 627). Hér verður snætt og síðan haldið áfram skoðunarferð um borgina. Við skoðum m.a. fornt hringleikahús í íbúðahverfi borgarinnar og sögusafn. Hotel Adriatik 5 *

3. dagur: Durres – Ardenica – Apollonia – Vlora


Að loknum morgunverði verður haldið suður með strönd Adríahafs áleiðis til borgarinnar Vlora. Á leiðinni verður áð við Ardenica-klaustrið. Það er talið vera byggt upphaflega  á miðöldum en þær byggingar sem enn standa eru frá fyrri hluta 18. aldar. Í kirkjunni má njóta íkona eftir albanska meistara, þeirra á meðal eru Konstandin og Athanos Zografi, og Konstandin Shpataraku. Við höldum svo áfram ferð til hinnar fornu borgar Apolloniu við Egnatia þjóðbrautina (Via Egnatia). Apollonia var ein af upphaflega byggð af Grykkjum frá Korinþu að sagt er árið 588 f Kr. Hún var stórborg þegar á tímum Grikkja með um 50 þúsund íbúa. Eftir að borgarbúar tóku afstöðu með Rómverjum í stríði Sesars gegn Pompey naut hún réttinda rómverskrar fríborgar og hafði mikla þýðingu ekki síst vegan legur sinnar við þjóðleiðina í austur. Róverski keisarinn Ágúst Oktavíus var við nám í þessari borg. Hún varð miðstöð lista allt þar til á 3. öld. Ætlunin era ð skoða sögusafn sem er til húsa í fyrrum grísku rétttrúnaðarklaustri. Við höldum svo áfram til Vlora og heimsækjum sjálfstæðissafnið
Sem er í sama húsi og fyrsta ríkisstjórn sjálfstæðrar Albaníu hafði aðalstöðvar. Eftirmiðdagur og kvöld frjálst. Gist í Vlora. Hotel New York 3* Superior

4. dagur: Vlora – Saranda


Morgunverður og haldið til Saranda. Við ökum yndislega strandleið með strönd Jónahafs. Við ökum til Saranda eftir gríðarlega tilkomumikilli fjallaleið - 1000 m yfir jávarborð.  Komum okkur fyrir okkar lúxushóteli og njótum síðdegisins í huggulegheitum. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í Lekuresi-virkinu þaðan sem við höfum stórkostlegt útsýni yfir Sarandaflóa og yfir til grísku eyjarinnar Korfú. Gist í Saranda á Hóteli Butrinti 5*

5. dagur: Saranda – Butrint - Saranda


Morgunverður. Þessi dagur verður helgaður ferð til fortíðar og hápunktur hanns er þegar við skoðum hina fornu borg Butrint sem er á lista Unesko sem sameiginlegur menningararfur. Á tímum fornmGrikkja var borgin grísk nýlenda. Rómverjar felldu ást til hennar og enn fleiri þjóðir girntust hana eins og rannsóknir fornleifafræðinga á þykkum mannvistarlögum hafa leitt í ljós.  Hún stendur á yndisfögru nesi umlukin litríkri flóru. Að loknum miðdegisverði verður stund til sólbaðs, eða annarar gerðar letilífs á Samilströnd. Kvöldverður og gisting í Saranda á  okkar góða 5 stjörnu Butrinti hóteli.

6. dagur – Gjirokastra – Berat


Að loknum árbít ökum við til Berat. Áð í Gjirokastra sem er á lista UNESCO. Borgin stendur við Dinoána, í samnefndum dal og yfir hwnni gnæfir kastali frá tímum Ottómana.   Borgin er eitt stórt safn og þykir afspyrnu fögur fyrir sinn sérstaka og einstaklega velvarðveitta ottómanska arkitektúr, stundum er hún nefnd ,,þúsund trappa borgin”. Við munum heimsækja kastalann og skoða vopnasafn hans. Kastalinn geymir ekki aðeins vopn heldur er þar fimmta hvert ár haldnar landsmót tileinkað þjóðlagatónlist og dansi. Þá munum við heimsækja þjóðháttasafn. Í þessu húsi fæddist Enver Hoxha 16. október árið 1908. Við höldum svo áfram í átt að Berat en æjum í Tepelena, þar mun vera mikil náttúrufegurð.Þegar við komum til Berat komum við okkur fyrir á hóteli og síðan er dagurinn helgaður frjálsri rannsókn á þessari fögru borg á bakka Osumárinnar. Borgin er enn ein perla ottómansks arkitektúrs og stundum nefnd borg henna þúsund glugga. Gisting á Hóteli Tomorri 3* Superior

7. dagur: Berat – Tirana

Morgunverður og heimsókn í kastalann sem gnæfir yfir borginni.  Kastalinn er að því leiti merkilegur að þar inna virkismúranna býr enn fólk í sömu húsum og forfeður þeirra fyrr á öldum. Innan virkisveggja voru fjölmargar kirkjur. Sjö þeirra standa enn, þar af hefur einni verið breytt í safn- Onufri. Onufri var albanskur íkona málaria á 16. og þótti mikill meistari í þessari list enda má enn sjá fjölmarga ískona hans í kirkjum bæði í Albaníu og Grikklandi. Áður en við leggjum af stað til Tirana snæðum við miðdegisverð í Berat. Á leið okkar til höfuðborgarinnar munum við stoppa og rannsaka víngerð heimamanna. Við komuna til Tirana forum við beint á hotel og höfum svo eftirmiðdegið frjálst til ævintýraleitar.
Gist á Hóteli Tirana International 4*

8. dagur: Tirana

Fyrri hluti dags verður helgaður helstu perlum höfuðborgaarinnar. Við heimsækjum Ethem bej moskuna, Klukkuturninn og litríkar byggingar. Við munum heimsækja híbýi listmálarans Sali Shijaku sem býr í einu elsta húsi borgarinnar. Það var reist á 15. öld sem tyrkneskt sjúkrahús. Á veggjum þessa sögulega húss hanga verk Salis. Eftirmiðdegið er frjálst en um kvöldið er kveðjuveisla þar sem innlendir listamenn munu syngja og dansa okkur til hamingjuauka. Gisting á Hóteli Tirana International 4*

9. dagur: Tirana - Flugvöllur


Að loknum morgunverði er fráls dagur þar til við forum á flugvöll. Þar sem enn hefur ekki verið ákveðið með flugið er tímasetning óviss.

Innifalið:

 

Flug

Allar ferðir um Albaníu í góðum vagni

Íslensk fararstjórn.

Góð 3.-5str. hótel með morgunverði

Kvölderðir

Kveðjuveisla með þjóðlegum söng og dansi nokkurra af fremstu listamanna Albana.

 

Öll söfn:

 

Tirana: Þjóðminjasafnið, Shijaku húsið.

Berat: Virkið og Onufri safnið.

Gjirokastra: Virkið , Þjóðháttasafnið.

Apollonia og grísk rétttrúnaðarkirkja.

Durres: Rómverska hringleikahúsið og fornleifafræðisafnið.

Kruja: Virkið, Scanderbeg safnið og þjóðháttasafnið.

Butrint

 

Ferðin er helguð menningu og sögu þess hluta Evrópu sem er markaður af einhverjum dramatískustu örlögum allra evrópskra samfélaga fyrr og síðar, og ekkert lát er á. Á ferð okkar munum við kynnast breytingum í fortíð og samtíð og nánast sjá þær skríða fram. Berlín, þessi kraumandi suðupottur, þessi miðstöð breytinga á 20. öld, var höfuðborg keisaraveldis og þjóðernis sósíalisma. Hún var hverfipunktur átaka austurs og vesturs í köldu stríði. Hún var deigla hugsjóna og lifandi drauma.

Leið okkar liggur í austur yfir fljótið Óder til borgarinnar Wroclaw í Póllandi sem áður var þýsk og hét Breslá. Á þessari leið kynnumst við hulduheimum þjóða sem komu og fóru, við kynnumst hinum horfnu Prússum og Vindum og einnig Sorbum og Slesum sem enn halda í sérstaka menningu sína og sögu. Þaðan liggur leið okkar til hinnar fögru borgar Posnan, sem einnig var þýsk en er nú pólsk og eins Wroclaw og endurgerð í sínum gamla glæsileika.

Hápunktur ferðarinnar er vafalaust heimsókn til bronsaldar, til þorps við bæinn Biskupin. Vísindamenn hafa greint nákvæman aldur þess og þykjast vissir um að byggingu þess megi rekja til vetrarins 738 fyrir Krist.

Á bakaleið til Berlínar munum við hafa viðkomu í hinum illræmdu fanga- og útrýmingarbúðum nasista, Sachsenhausen, háskóla helfararinnar.

Hægt er að fullyrða að öll þessi ferð einkennist af öllum skala sögulegra og menningarlegra andstæðna Evrópu í samtíð og fortíð.

Berlín – Wroclaw (Breslá) – Biskupin – Berlín.

30. maí. til 6. júní

Mánud. 30. 5. - Keflavík –Berlín. Flogið kl. 14:55. Lending kl. 20:15. Rúta á hótel. Gist í Berlín

Þriðjud. 31. maí, kl. 7:30-8. Morgunverður. Haldið til hinnar undurfögru Hansaborgar Wroclaw (Breslá). Gist í Wroclaw.

Miðvikud. 1. júní, kl. 10. Að loknum morgunverði munum við fara í skoðunarferð um Wroclaw. Wroclaw er miðalda- og barrokkborg sem á rætur að rekja a.m.k. aftur í 9. öld. Á fyrstu árum kristni í Póllandi var biskupssetri valinn þar staður. Elsti hluti borgarinnar stendur á Dómkirkjueyju í Óderfljóti og myndar ásamt þeim hluta sem stendur á Sandeyju og við gamla torgið eins konar byggingarsögulegan kjarna borgarinnar. Þessi borgarhluti er perla fyrir hvern þann sem hefur yndi af því að lesa götur og hús. Flestir stílar frá 13. til 20. aldar eiga hér sína fulltrúa þótt gotík, renesans og barrokk séu mest áberandi. Gist í Wroclaw.

Fimmtud. 2. júní, (uppstigningardagur). Frjáls formiddagur. Þeir sem það kjósa koma með fararstjóra í ,,Panorama" undanfara kvikmyndahúsa. Haldið til Posnan eftir hádegi. Gist í Posnan.

Föstud. 3. júní. Miðborgarrannsókn. Gist í Posnan.

Laugard. 4. júní, kl. 08. Ekið til Biskupin. Þessi dagur er helgaður ógleymanlegri heimsókn til híbýla bronsaldarfólks. Í Biskupin eru einstakar minjar um lifnaðarhætti á bronsöld. Árið 1933 fundust þar einstakar leifar húsa frá mótum bonsaldar og járnaldar. Húsin hafa verið nákvæmlega endurgerð og bregða upp mynd af horfinni menningu sem kemur flestum mjög á óvart. Að rannsókn lokinni verður ekið áleiðis til Berlínar. Gist í Frankfurt am Oder.

Sunnud. 5. júní. Kl. 08. Haldið til Berlínar með viðkomu í hinum illræmdu fanga- og útrýmingarbúðum nasista, Sachsenhausen. (Leifur Muller var fangi þar). Fólk er kvatt til þess að lesa bókina Býr Íslendingur hér? áður en haldið er í ferðina. Þegar við komum til Berlínar verður haldið í stutta borgarskoðun.

Mánud. Kl. 08:30. Berlín- Borgin á vegamótum austurs og vesturs. Eftir hádegi er frjáls tími til sjálfstæðra rannsókna. Við hittumst við hótelið kl. 18:00 Flogið heim kl. 21:05.

Innifalið í verði:

 

 1. Flug Keflavík-Berlín-Keflavík.
 2. Hótel 3-4 str. 7 nætur m/morgunverði.
 3. Aðgangseyrir að söfnum.
 4. Loftkæld rúta.
 5. Íslensk fararstjórn.

 

  


 


 

yigidf