Menngingar og söguferð til Georgíu, Armeníu og 15. júlí til 2. ágúst.

  

GEORGIA

 Dagur 1.  Komið til Tblisi. Haldið á hótel.

Gist í Tbilisi.

Dagur 2.

Tblisi skoðuð. Gengið um götur elsta hluta Tblisi.  Útsýnis notið úr turni Metekhi kirkjunnar, gömul gufuböð skoðuð, sem og kirkja heilgs Georgs, Sínagóga, Gamla Sharden gata, Marionette leikhúsið.  Að lokum verður þjóðminjasafn Georgíu heimsótt.

Gist í Tbilisi.

Dagur 3.

Haldið til David Gareja hellaklausturs (6. öld), Bodbe klaustur (St. Nino), og gamalt þorp, Sighnakhi, skoðað.  Haldið til Tblisi með viðkomu í Kakheti vínhérðaðinu en Georgísk vín eru rómuð.

Gist í Tbilisi.

Dagur 4.

Haldið til Ananuri virkisklausturs frá 16. öld. Farið í Darial gil og komið við annaðhvort í Kazbegi or Stepantsminda þorpi, Stuttur stans verður gerður í safni um georgíska rithöfundinn Alexander Kazbegi (1848-1890) áður en haldið er til baka til Tbilisi.

Gist í Tbilisi.

Dagur 5

Haldið af stað til Mtskheta bæjar.  Þar eru St. Jvari kirkja (7. öld) og Svetitskhoveli dómkirkja, (9-16. öld) en til þessa staðar er upphaf kristni í Georgíu rakið og þarna voru georgískir konungar og aðalsfólk grafið. Haldið til landamæra Georgíu og Armeníu og farið til Alaverdi bæjar hvar verður matast og gist.

ARMENÍA

Dagur 6.

Akhtala, einnig þekkt sem Pghindzavanker rammlega víggirt Postulakirkjuklaustur frá 10. öld. Virkið gegndi lykilhlutverki í vörnum norðvestur hérðanna í Armeníu (Gugark) og er meðal best varðveittu virkja frá þessum tíma í landinu.  Meginkirkja klaustursins er ríkulega skreytt veggmyndum (freskum) að innan sem að utan.

Hádegisverður í Nuric

Klaustrin Haghpat  and Sanahin (10. - 13. öld) eru á heimsminjaskrá UNESCO vegna arkitektúrs og sögu sinnar sem helstu fræðasetur miðalda í Armeníu.  Sjá má mörg afbragðsgóð dæmi um krosssteina við Haghpat og Sanahin frá 10. - 13. öld og þekktastur þeirra á meðal er "Amenaprkich" (Alfrelsarinn), en hann hefur staðið þar síðan 1273. Haldið til Gyumri og gist þar.

Dagur 7.GYUMRI/MASTARA/TALIN/ARUCH/YEREVAN

Eldsnöggur túr um Gyumriborg.

Mastara kirkjan skoðuð. Samkvæmt alýðlegri orðsifjafræði er nafnið “Mastra” komið frá dregið af því þegar Georg upplýsari kom til baka frá landi Sesars (Rómarveldi) og hafði með sér ýmsa muni úr fórum Jóhannesar skírara.  Georg er sagður hafa grafið einn þessara muna  þar sem kirkjan stendur nú  og þar af er nafn hennar dregið en “mas” er “hlutur” og “tara” þýðir “gróf ég”.

Haldið til Talin.

Talin kirkja skoðuð, en hún var byggð á seinni hluta 7. aldar af Kamsarkan prinsum.  Byggingin nærri gjöreyðilagðist í jarðskjálftum árið 1840 og aftur 1931.  Kirkjan var endurbyggð í upprunalegri myndi á árunum 1972 til 1976.

Hádegisverður

Haldið í Aruch kirkju í Aruch þorpi.  Klassískt dæmi um miðaldabyggingarstíl.

Haldið til Yerevan og gist þar.

Dagur 8. Yerevanborg

Yerevan sem er ein af elstu borgum heims var stofnuð 29 árum áður en Rómarborg var stofnuð

Safn armenskrar þjóðarsögu, eða Þjóðminjasafnið var stofnað 1919 og var fyrst lýð og mannfræðilegt bókasafn.  Það stendur við Lýðveldistorgið í miðbæ Yerevan.

Hádegismatur

Matenadaran fornritasafnið: Um 17.000 forn handrit eru geymd í safninu.  Þar á meðal eru rit um sögu, vísindi, lög, heimspeki, stærðfræði, læknisfræði og fleira, rituð á armensku í fornöld og á miðöldum.

Yerevan flúðirnar (Cascade):- Tröllauknar tröppur í miðborg Yerevan sem sameina eiginleika listasafns, lystigarðs og útsýnisstaðar.  Hugyndin að Flúðunum er upphaflega komin frá hinum þekkta arkítekt Alexandr Tamanyan sem sá fyrir sér að tengja miðborgina og norðurbæinn við hæðirnar fyrir ofan bæinn með grænu svæði með rennandi vatni og görðum. Hugmyndin var næstum gleymd þegar hún var lífguð við, seint á 8. ártugnum. Nýja útfærslan byggði á gígantískum tröppum upp hæðina. Í tröppunum er mikið safn myndlistarverka úr ýmsum áttum sem mörg hver visa til hinnar ríku menningarhefðar Armeníu.  Tröppurnar iða venjulega af lífi enda eru þær hluti af vinsælasta útivistarsvæði Yerevanbúa.  Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og við munum gefa okkur tíma í að ganga upp tröppurnar (lyftur eru líka í boði). Efst úr tröppunum er afburða útsýni yfir borgina og við heppilegar aðstæður má sjá þjóðarfjallið, Ararat horfa heim til Armeníu, handan tyrknesku landamæranna. Gist í Yerevan.

Dagur 9.ZVARTNOTS/ECHMIADZIN/Þjóðarmorðs minnismerkið

Haldið til Armavir héraðs. Komið verður við í Zvartnots kirkju sem er frá 7. öld og þykir mikil gersemi vegna arkitekúrs og virðulegs aldurs.

Því næst verður haldið til Echmiadzin og kirkja heilagsHripsime skoðuð en hún er einnig frá 7. öld. Hún þykir afburðagott dæmi um klassískan armenskan byggingarstíl.  Miðhvelfing kirkjunnar er talin fullkomið byggingarfræðilegt meistaraverk.

Dómkirkja heilagsEchmiadzin (stofnsett í upphafi 4. aldar) er andlegur miðpunktur Armensku postulakirkjunnar.  Kirkjan er elsta kirkjubygging Armeníu enda var hún reist á árunum 301 til 303 af Grigor Lusavorich (heilagur Georg upplýsari) Stofnanda kirkjunnar.

Hádegisverður

Haldið til baka til Yerevan að loknum hádegisverði. Minnismerki og safn um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árið 1915 verða skoðuð á bakaleiðinni.

Gist í Yerevan

Dagur 10.KHOR VIRAP/ARENI/NORAVANK/KARAHUNGE/GORIS

Farið um Ararat hérað. Khor Virapklaustur skoðað en þar var heilögum Georg upplýsara haldið föngnum í 13 ár fyrir að boða kristna trú. Khor Virap er einn mest sótti áfangastaður pílagríma í Armeníu.  Þaðan er hægt að njóta besta útsýnis að Ararat fjalli sem völ er á í Armeníu en þess fjalls er getið í Biblíunni.  Samkvæmt þeirri góðu bók tók örk Nóa niður á Ararat fjalli eftir að mikla flóðið tók að sjatna. Haldið til Vayots Dzor héraðs

Areni þorp er annálað fyrir víngerð.  Þar munum við skoða vínfabrikku og smakka á þeim vínum sem þar eru gerð.

Hádegisverður

Noravank klausturer eitt af fimm mest sóttu ferðamannastöðum Armeníu.  Klaustrið sem situr í 1550 m hæð í brattri fjallshlíð er umkringt tilkomumiklum fjallstindum. Auk hins tilkomumikla umhverfis er klaustrið einkum þekkt fyrir haganlega byggingarstíl og fagra skúlptúra.

Á leið til Sisian verður komið við í Zorats Karersem einnig er nefnt Karahunge, þ.e. hið armenska Stonehenge.  Talið er að Zorats Karer sé um 7,500 ára gamalt, jafnvel eldra, þ.e. frá 6. þúsöld fyrir Krist. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um tilgang mannvirkjanna í Zorats Karertelja að Zoratz Karer en flestir virðast nú hallast að því að þau hafi verið reist til að fylgjast með gangi himintungla.  Ekki er talið að tengsl séu við Stonehenge í Englandi sem er “aðeins” 4000 ára gamalt. Haldið til Goris og gist þar.

Dagur 11.GORIS-KARABAGH: SHUSHI/GANDZASAR/STEPANAKERT

Haldið til Nagorno-Karabagh. Vegabréfaskoðun á landamærum.

Shushier næst-mikilvægasta borg lýðveldisins Nagorno-Karabakhis.  Borgin er í 1400–1800 metra hæð í hinum tilkomumiklum Karabakh fjöllum, 10 km frá Stepanakert. Shushi var miðstöð armenskrar menningar og viðskipta og meðal elstu trúarmiðstöðva Kákasusfjalla. Borgin er þekkt fyrir fjölda sögulegra staða og minja. Hin mikilfenglega kirkja heilags Ghazanchetsots er meðal þekktustu kennileita í Shushi was sem byggð var úr hvítum kalksteini á árunum1868-1888. Kirkjan er ríkulegaskreytt með veggmyndum og þriggja hæða klukkuturninn sem stendur við vinstri hlið kirkjunnar setur mikinn svip á hana.

Hádegisverður

Haldið til Gandzasar klausturssem byggt var á 13. öld í Martakert héraði.Að mati fræðimanna er Gandzasar klaustur meðal fimm merkustu bygginga í armenskum stíl og á heimsmælikvarða. 
 Kirkja heilags Jóhannesar skírara (Hovhannes Mkrtich) í Gandzasar er einkum þekkt fyrir tvennt.  Annars vegar faguarlega strenda hvelfinguna en veggir hennar eru einna líkastir harmónikku belg og hinsvegar fyrir höfuð Jóhannesar skírara sem mun hvíla undir altari kirkjunnar en sagt er að armenskir kaupmenn hafi komið með það frá Feneyjum. Kirkjan er trúarlegur og pólitískur miðpunktur Nagorno-Karabakh lýðveldisins.

Haldið til Stepanakert.

Stepanakert, höfuðborg og stærsta borg Nagorno-Karabakh, stendur á armensku hásléttunni sem hafa verið byggð Armenum frá því í fornöld.

Meðal helstu kennileyta borgarinnar er minnismerki sem oft er kallað "Mamik og Babik" eða “Við erum fjöllin okkar” sem sýnir gömul armensk hjón hoggin í stein og tákna fjallafólkið í Karabakh. Haldið á hótel.

Gist í Stepanakert.

Dagur 12.  STEPANAKERT/TATEV/JERMUK

Haldið til Tatev í Armeníu.

Tatev klaustur(9. öld) er eitt af stærstu klaustrum Armeníu frá miðöldum.  Farið er í klaustrið, sem stendur á bjargbrún, með kláfnum “vængir Tatev” sem ku vera lengsti kláfur í heimi. Kláfurinn var tekinn í notkun árið 2010 og spannar 5750 m. Útsýni úr kláfnum er mikilfenglegt svo ekki sé meira sagt.

Hádegisverður.  

Haldið til Jermuk.

Jermukbær er í 2100 m hæð við upptök Arpa ár.  Bærinn er þekktur fyrir heitar lindir sem nýttar eru til baða.  Við munum skoða Jermuk fossa og skoða miðbæinn.

Gist í Jermuk.

Dagur 13. JERMUK/SELIM/NORADUZ/SEVAN

Haldið að Sevan vatni um Selim skarð og komið við í Selim Caravanserai.

Ferðir kaupmanna settu mikinn svip á líf í Armeníu á miðöldum.  Þá voru víða reistar byggingar meðfram helstu leiðum hvað kaupmönnum var boðin gisting og önnur þjónusta.   Selim caravanserai (gististaður fyrir kaupmenn með vörur á vagnalestum) er ein slík bygging sem stendur sunnan við Selim skarð í Vayots Dzor. Miðaldamótelið í Selim sem er eitt best varðveitta dæmið um þessar greiðasölur var byggt árið 1332 af Chesar Orbelyan prins og ku vera eitt eitt besta dæmið um veraldlegan byggingarstíl frá miðöldum í Armeníu.

Á leið til Sevan verður komið við í Noraduz.  Í kirkjugarðinum í Noraduz er mikill fjöldi fornra “kross steina” eða khachkars sem setja mikinn svip á Armenska menningu frá því kristni var tekin upp árið 301.  Hvergi eru fleiri krosssteinar á einum stað en í Noraduz.

Komið að Sevanvatni, sem er eitt af stærstu fjallavötnum heims.  Yfirborð vatnsins er í um 1950 m hæð yfir sjó.  Sevanvatn er þekkt fyrir mikinn fjölda sjaldgæfra fisktegunda, einkum og sér í lagi ishkhan eða prinsfiskinn.

Sevanavank klaustur (9. öld) skoðað, en það stendur á nesi í Sevanvatni.

Gist í Sevan.

Dagur 14.  SEVAN/HAGHARTSIN/GOSHAVANK/Gamla DILIJAN

Frjáls morgun í Sevan.  Möguleiki á bátsferð á Sevanvatni

Hádegisverður.

Að loknum hádegisverði verður haldið til Dilijan. 

Haghartsin klaustur (10. - 13. öld) skoðaðen það er falið í trjálundi hátt í fjöllunum.

Goshavankklaustur skoðað en það var stofnað af Mkhitar Gosh, en hann var vísindamaður, tímatalsfræðingur og sagnaskáld og samdi fyrstu lagabók Armeníu.  Þar má sá afbragðsgóð dæmi um krosssteina.  Goshavank var á tímabili menningarlegur miðpunktur Armeníu.

Gamli bærinn í Dilijan town skoðaður.Í bænum sem stendur í skógi má sjá mörg dæmi um hefðbundinn byggingarstíl svæðisins.  Sharambeyan gata hefur verið friðuð og er haldið við sem safni sem sýnir m.a. forna starfshætti heimamanna. Gist í Dilijan.

 

Dagur 15.  GUEGHARD/GARNI/YEREVAN

Haldið til Garni og Geghard.

Á leiðinni til Garni verður stoppað við boga Charents hvar hægt er að njóta einstaks útsýnis að Ararat fjalli ef skilyrði eru heppileg.

Geghardklaustur sem er á Heimsminjaskrá UNESCO er eitt af mörgum meistaraverkum 13. aldar byggingarlistar í Armeníu. Klaustrið að stórum hluta til hoggið inn í berg af mikilli list. Klaustrið var upprunalega kallað

Ayrivank(Klaustrið í klettinum) var endurnefnt Geghard (spjótið) en sagt er að spjótið sem rómverski hermaðurinn notaði til að veita Jesúsi síðusárið þegar hann hékk á krossinum ku hafa verið varðveitt í klaustrinu á tímabili.  Nú mun spjót þetta vegar geymt í kirkjusafninu í Echmiadzin.

Möguleiki á munkasöngstónleikum í Geghard

Hofið í Garni er eina heiðna hofið sem varðveist hefur í Armeníu.  Konungurinn Trdat fyrsti lét reisa það á fyrstu öld eftir Krist til heiðurs Sólguðinum.  Við gögnum niður í Azat gil go skoðum stuðlabergsmyndanir sem kallaðar eru Steinasymfónían. 

Hádegisverður (Hefðbundið armenskt Lavash brauð bakað og smakkað).

Haldið til Yerevan. Frjáls tími það sem eftir lifir dags. Gist í Yerevan.

Dagur 16.  Haldið heim

 Tékkað út og haldið heim.

 

 

 

26. júní – 3. júlí. Pólland-Kaliningrad. Á slóðir seinni heimstyrjaldar. Austur vígstöðvar.

Gdansk-Kaliningrad - 167 km

Kaliningrad- Kętrzyn – 116 km

Kętrzyn – Mrągowo – 30 km

Mrągowo – Gdansk 212 km

 

Mánud. 26. júní. Kef-Gdansk 16:40-22:15. Rúta ekur okkur á hótel hvar bíður okkar léttur kvöldverður.

Þriðjud. 27. júní. Morgunverður, kl. 10:30 rölt um gamla bæinn. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar.  Þetta rölt er tileinkað sögu Gdansk. Endum í stórmerkilegu safni um Samstöðu, samtökunum sem breyttu heiminum 1980-1989.

Miðvikud. 28. júní. Til Kaliningrad. Stoppað í Stuthof. (167 km). Gisti í Kaliningrad.

Fimmtud. 29. júní. Borgarferð um Kaliningrad. Við spáum í sögu borgarinnar og breytingar á umliðnum árum. Í Kaliningrad eru mestu ,,rafnámur” í heimi. Við munum kynnast sögu þessarar milljóna ára trjákvoðu sem hefur verið eftirsótt í skartgripi um aldir. Heimsækjum rafsafnið í borginni og sjáum fólk að störfum. Þar er líka kjörið tækifæri til þess að höndla fyrir góðan prís. Gisti í Kaliningrad.

Föstud. 30. júní. Ekið til héraðsins Masúríu við landamæri Kalíníngrad. Við gefum okkur góðan tvo ótrúlega minnisvarða frá seinni heimsytjöld. Mamerki (Mauerwald) aðal stjórnstöð SS á Austurvígstöðvunum og ,,Wolfsschanze” Úlfsgrenið. Á þessum stað bjó Adolf Hitler í tvö og hálft ár, 1941-1944, og stjórnaði aðgerðum herja nasista á austur vígstöðvunum. Þessi ferð er reisa inn í hið ótrúlega. Þema dagsins: Hitler og Austur-Prússland.    

Laugard. 1. júlí. Að morgni vöknum við upp í fögru masúrísku umhverfi þar sem skiptast á þorp, skógi vaxin hæðadrög, ár og vötn. Enn má sjá þar einstaka kúagæslumann að störfum og fólk við aðra hvundagssýslan. Í Masúríu hefur ekki margt breyst frá því rithöfundurinn Siegfried Lenz ólst þar upp í litlu þorpi sem hann gerði ódauðlegt með bókinni Þorpið  yndislega. Þessi dagur er helgaður afslöppun og þeir sem vilja geta gengið til næsta þorps, hjólað eða fengið sér nudd á hótelinu.  

Sunnudagur. 2. júlí. Ekið til Gdansk með viðkomu á Westerplatte, þar sem fyrstu sprengjur seinni heimstyrjaldar féllu.

Heim mánud. 3. júlí Gdansk-Kef 14:10-15:55

Gdansk ber merki þess tíma þegar hún var rík Hansaborg og ein mikilvirkasta verslunarhöfn við Eystrasalt. Hús gamla bæjarins í ýmsum stílgerðum bera með sér auðlegð horfinna eigenda. Sama má segja um borgina Sopot. Hún var reyndar ekki Hansaborg, en lýsir einnig af ríkidæmi horfinna eigenda. Sopot var og er vinsæl vegna legu sinnar við hafið og góða baðströnd. Á Sólríkum sumardögum  millistríðsáranna var þessi strönd vinsæll legustaður ríkra Þjóðverja og borgin fræg fyrir spilavíti og hið ljúfa líf. Á tímum pólska alþýðulýðvelsins kepptust flokksbroddarnir við að eiga þarna hús, eða í það minnsta athvarf. Þriðja borgin af þríborginni er Gdynía. Hún getur ekki státað af glæstum húsum Hansamanna né þýskum auðmannahúsum frá 18. og 19. öld, en í augum þeirra sem kunna að meta fúnkís millistríðsára býr hún yfir þokka. 

 

Verð kr. 198.000 á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug og flugtengd gjöld

Hótel 3-4 str. með morgunverði.

Allar ferðir sem nefndar eru í dagskrá.

Söfn sem við skoðum í sameiningu.

 

Frekari upplýsingar gefur

Þorleifur Friðriksson

Söguferðir ehf

S: 564 3031 / 611 4797

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nepal, Bútan, Indland 5.- 25. október 

 

Hátt í Himalajafjöllum austanverðum, milli Indlands og Tíbets er konungsríkið Bútant, ríflega þriðungur af flatarmáli Íslands.

            Allt fram á 7. áratug 20. aldar var hesturinn þarfasti þjónn þeirra sem vildu ferðast um þetta land sem innfæddir segja vera land drekans. Að drekanum slepptum er þetta land dulúðar, stórbrotinnar fegurðar, mikilla fjalla, djúpra dala, ósnortinna skóga og aldagamallar menningar og hefða fólksins sem þar býr. Hvað samfélagsþóun varðar hefur fólkið sem þar býr hefur fetað þröngan stíg á milli nútímavæðingar og strangrar íhaldsemi í trú, menningu og viðhorfum til náttúrunnar. Í náttúruvernd er þjóðin í fararbroddi annarra þjóða og halda í um það bil 70% af ósnortinni náttúru lands síns. Bútan skartar ekki aðeins grösugum dölum og snækrýndum fjöllum heldur fjölbreyttu dýralífi og litskrúðugri flóru. Sagt er að jafnvel víðförulustu ferðamenn verði fyrir ,,opinberun” við komuna til Bútan. Loftið þar er ferskt og heilnæmt, fjöllin stórfengleg og arkitektúr húsa framandi og ævintýralegur.

 

 

 

 

Íbúarnir eru Búddatrúar en trúin er aðeins einn þáttur menningar sem þar ríkir. Hún er ekki síður heimspeki hvunndagsins, leiðarhnoða í samskiptum fólks og undirstaðan í samfélagi sem einkennist af hreinlyndi og hamingju.

            Hvert hérað, hver hreppur, hvert þorp hefur þróað sína eigin sérstæðu menningu, hátíðir, matarhefðir og klæðnað sem oft er jafn framandi íbúum borganna og okkur sem komum lengra að. Í þessari ferð gefst einstætt tækifæri fyrir okkur sem erum áhugasöm um framandi samfélög, sögu þeirra og menningu, að skoða kviku mannlífs fjarlægra sveita og þorpa sem er býsna ólíkt því sem við eigum að venjast.

 

Flestir fara til Finnlands þann 19. og gista í Helsinki yfir nótt.

 

Dagur 1, 4. október.

07:40

 

Reykjavík – London  – Delhi  kl. 10:40 5.Okt

 

Dagur 2, 5. október.

Koma til Katmandú

Lendum í Delhi kl. 10:40 og finnum okkur einhvern stað til að hvílast áður en haldið verður áfram til Nepal. Ekki er reiknað með langri bið eftir flugi til Nepal.

Flogið til Nepal þar sem við dveljum næstu 5 nætur. Þegar komið á Tribhuvan, alþjóðaflugvöllinn í Katmandú (Tribhuvan International Airport, TIA) og lokið hefur verið við innskráningu inn í landið er komið að því að nálgast farangurinn og leita eftir okkar manni á staðnum. Gert er ráð fyrir að okkur verði fagnað á hefðbundinn, þjóðlegan hátt við komuhlið og farið og gengið frá farangri á hotel. Seinni part dags er skoðunarferð í Apahofið (Shoyambunath) sem er á heimsminja skrá UNESCO. Um kvöldið notið góðrar þjóðlegrar máltíðar ásamt þjóðdansa sýningu.

Dagur 3, 6. október.

Katmandúdalurinn:  Patan og Boudhanath

 

Snemma morguns er farið til Bungamati og Khokana. Bungamati, sem er einungis í nokkura kílómetra fjarlægð og undir mun minni áhrifum frá  nútímaborginni, sýnir sanna fegurð gamallar, lifand menningar og samfélags. Bungamati er lítill Newaribær sem enn heldur í gamlar hefðir og mikilvægi þeirra fyrir daglegt líf. Eftir aðeins nokkura mínútna gang er komið að öðrum Newaribæ sem heitir Khokana. Seinni part dags er ferðast um hina fögru borg Patan (Lalitpur) sem er þekkt fyrir þjóðlega Newari byggingalist, tréskurð og málmsmíð meðal annara lista. Þá má sjá málmsmiði, tréskurðarmeistara og teppavefara að störfum. Síðan er farið aftur á hótelið til næturgistingar

 

Dagur 4, 7. október.

Pokhara, útsýnisferð og sigling á Phewavatni

 

Að loknum morgunverði er ekið til Pokhara. Við komu til Pokhara er skráning á hóteliðþ Að því loknu er gengið um við vatnið síðan sigling á vatninu. Sólsetrið þykkir sérstaklega fallegt að horfa á við vatnið.

 

Dagur 5, 8. október.

Dags skoðunarferð í Pokhara

Farið (eldsnemma) til að ná sólarupprás í Sarangkot og svo aftur á hótelið í morgunverð. Eftir það tekur við heill dagur í skoðunarferð um Pokhara. Á leiðinni er komið við í Guptaswar Mahadev hellinum (einnig nefndur Shiva Gufa) sem er í suður hluta borgarinnar. Meðal annara staða sem heimsóttir verða í ferðinni eru Seti árgljúfrið, en Setiáin sem rennur í gegn um borgina markar djúp gljúfur og rennur á nokkrum stöðum alveg neðan jarðar. Devisfoss – þekktur af heimamönnum sem Patale Chhango eða Heljarfoss, uggvekjandi foss. Tíbetskar flóttamannabúðir og Fjallasafnið auk annara staða.

Gist í Pokhara.

Staðir skoðaðir í Pokhara

·      Gupteswar Mahadev hellirinn

·      Seti árgljúfrið

·      Devisfoss (Heljarfoss)

·      Tíbetskar flóttamannabúðir

·      Fjallasafnið

 

Dagur 6, 9. október.

Pokhara – Katmandú

Ekið frá Pokahara til Katmandú. Frjálstími og síðar hátíðarkvöldverður.

Bhútan

 

Dagur

Dagsetning

Dag til Dag skipulag

Hotel/Camp

1

10 Oct 17

Arrival at Paro -Thimphu

Hotel

2

11 Oct 17

Thimphu

Hotel

3

12 Oct 17

Thimphu-Punakha

Hotel

4

13 Oct 17

Punakha  

Hotel

5

14 Oct 17

Punakha-Gangety

Hotel

6

15Oct 17

Gangtey -Bumthang

Hotel

7

16Oct 17

Bumthang

Hotel

8

17Oct 17

URS/ Samkhar Excursion

Hotel

9

18Oct 17

Bumthang - Wangdue

Hotel

10

19Oct 17

Wangdue-Paro

Hotel

11

20Oct 17

Tiger ‘s Nest Hike

Hotel

12

21 Oct 17

Departure

 

Dagur 7

10. október.

 

 

Katmandú – Bhútan 1

 

 

Eftir morgunverð verður ekið á Katmandúflugvöll. Flogið til Paró í Bhutan

Þegar flugvélin lækkar flugið yfir fjallahlíðunum heilsar Parodalurinn með skínandi hrísgrjónaökrum sem bylgjast í blænum og litlum húsum dreyfðum á bakka bugðóttrar árinnar.

Loftið er kristaltært, birtan gegnsæ og við sjóndeildarhringinn ramma snæviþakin fjöll inn friðsældina eins og málverk. Það skiptir ekki máli hversu oft er lent í Paro, dalurinn og sveitin opnast eins og draumsýn. Ef heppnin er með mun blasa við dýrðlegt útsýn til snæviþakinna Himalajafjallanna. Að lokinni innskráningu og eftir að farangri hefur verið komið fyrir munum við hitta okkar mann í Bútan og hvílast eftir langa ferð.

Síðdegi:

Ferðin byrjar í þjóðminjasafninu sem mun varpa betra ljósi á það sem koma skal síðar í ferðinni. Eftir heimsókn í þjóðminjasafnið verður farið í Paro Dzong sem var byggt árið 1646 og hýsir stjórnarmiðstöð Paro svæðisins og trúarstofnun fyrir munka. Paro Dzong kann að koma fólki, sem séð hefur kvikmynd Bertoluccis The Little Buddha, kunnuglega fyrir sjónir, þar sem drengurinn gengur niður að vagninum og yfir þjóðlegu trébrúna sem kölluð er Nymezampa og liggur yfir Paro ána. Kvöldverður og næturhvíld.

 

Dagur 8 , 11. október

Minningarstúpan: Stúpan, með sínum gullnu turnspírum og klingjandi bjöllum, var reist til heiðurs þriðja konungi Bútan, Jigme Dorji Wangchuck. Málverkin og stytturnar innan dyra veita einstakt innsæi inn í búddíska heimspeki í öllum fjölbreytileika

búddískrar dulspeki Stúpan stendur miðsvæðis og sjá má endalausa röð eldra fólks ganga í kring um hana.

Handlistastofnunin: Þetta er verknámsskóli þar sem nemendum er kennd myndlist, trésmíði og höggmyndalist með það að markmiði að varðveita hina ríku og óspilltu arfleifð.

Kuengzang Phordang: Ferð til að skoða heimsins stærstu styttu af sitjandi Búdda.

 

Dagur 9, 12. október.

Thimphu – Punakha

 

Akstur til Wangdue yfir Dochu-La-skarðið (3050m). Þetta er ein fegursta akstursleið í Bútan. Á björtum degi er stórkostlegt útsýni yfir austur Himalajafjöll úr skarðinu. Skarðið er líka skrýtt mörgum litfögrum bænaflöggum og 108 stúpum (stúpa, líka kallað hvolfhlað, helgidómur í byggingalist Búddatrúarmanna). Gengið um skarðið og Dochulahofið heimsótt. Síðan er farið niður í gegnum lyng- og magnólíuskóga til Lobesa. Eftir að áð hefur verið á nokkrum stöðum á leiðinni er farið fram hjá bænum Lumitsawa, Thinleygang og hinum frjósama Lobesadal náð.

Kvöldverður og næturgisting á hóteli.

 

Dagur 10, 13. október.

Punakha

 

Að morgni gönguferð að Khamsum Yueling Namgyel stúpunni, sem er 30m há og sést

úr fjarska þegar ekið er um héraðið. Það tók átta og hálft ár að byggja stúpuna sem er þrjár hæðir og var hún vígð árið 1999. Hún er tileinkuð fimmta konungi Bútan og var reist til að fjarlægja neikvæð öfl og til að tryggja frið, stöðugleika og samhljóm í síbreytilegum heimi. Hún er því full með öllum þeim litfögru vörnum sem hægt er að hugsa sér.

Eftir hádegi

Heimsókn til Punakha Dzong. Þessi virkisbygging (dzong) er ein þeirra fegurstu og áhrifamestu í landinu, frá sjónarhóli byggingalistar. Virkið er fullkomlega staðsett á milli tveggja áa, Pho Chu, Karlár og Mo Chu Kvenár. Það var byggt árið 1637 og hefur verið stjórnarsetur til 1953.

Sagt er að Guru Rimpoche hafi sagt fyrir um byggingu virkisins.

Hann spáði því að maður að nafni Namgyel myndi koma að hæð nokkuri sem liti út eins og fíll. Á þeim tíma var þarna minna virki, Dzong Chung, sem hýsti styttu af Búdda. Sagt er að Shabdrung hafi fyrirskipað arkitektinum Zowe Palep að gista frami fyrir styttunni. Á meðan Palep svaf þarna leiddi Shabdrung hann í draumum sínum til Zangtopelri og sýndi honum höll Guru Rimpoche. Eftir þessari sýn hannaði Palep nýja virkið sem, samkvæmt hefðinni, var þó aldrei teiknað á blað. Virkið var nefnt Druk Pungthang Dechen Phodrang, Höll hinnar miklu hamingju. Punakha er enn vetraraðsetur Je Khenpo höfuðábóta og miðstjórnar munka.

Gott er að gefa sér tíma til að skoða hina áhrifamiklu, litfögru og nákvæmu list í umhverfinu, þar á meðal hinar stóru styttur af Búdda, Guru Rinpoche og Zhabdunf Nawany Namgyel.

Kvöldverður og hvíld.

 

Dagur 11, 4. október.

Punakha - Gangtey

 

Ekið til Gangtey. Gangtey og Phobjikhadalurinn eru ein af mest töfrandi svæðum landsins. Víður, flatur og trjálaus dalurinn eftir erfiða hækkun í gegnum þéttan skóginn eru andstæður sem upplifa má í Bútan. Öfugt við suma hluta Bútan, þar sem nútíma þróun er nú þegar vel sýnileg, er Gangtey staður þar sem náttúrufegurð og ósnert umhverfi ríkir, hefðir svæðisins og menning og áreynslulaus friðsemd. Ólíkt öðrum stöðum í Bútan, þá má ganga hér á milli útsýnisstaða og í Phobjikha verður stórkostlegt útsýni stöðugt fyrir augum, hvert sem eigrað er. Hér eru líka vetrarstöðvar (frá því síðla í október og fram að miðjum febrúar) svartkragatrönunnar sem kemur sem farfugl frá Tíbet. Trönurnar eru heiðraðar með hátíð í nóvember og svo eru þær í hávegum hafðir hér að ekki má reisa raflínur um héraðið af ótta við að þær gætu særst af þeim.

Kvöldverður og gisting á heimili í héraðinu.

 

Dagur 12, 15. október.

Gangtey - Bumthang

 

Ferðinni okkar er aftur heitið að mið-Bútan Eftir eina veginum sem liggur frá austri til vesturs yfir

Heimsókn í Trongsa safnið sem hefur verið breytt í listasafn og er  til húsa í Ta Dzong (Varðturninn).Við munum heimsækja Trongsa Dzong einnig. Þetta Dzong er kannski stærsta og fegurst staðsetta Dzong í Bútan. Staðsetning þessa Dzong ölli því að þeir sem stjórnuðu þar voru mjög valdamiklir yfir þessum landshluta. Þetta Dzong er heimili forfeðranna núverandi konunglega fjölskyldu Búta. Fyrstu tveir konungar Bhútan stjórnuðu frá þessari Dzong.

 

 

Dagur 13, 16. október.

Bumthang

 

Heimsóknir til eftirfarandi merkra menningar- og trúarlegra staða:

Zangdopleri Lhakhang reist af Hinni miklu drottningarmóður

Kurjey Lhakhang: Sagnir herma að líkamseftirmynd (líkamsprent) af Guru Rinpoche (Padmasambhava, Lótus-borinn, einnig þekktur sem Guru Rinpoche, 8. aldar indverskur Búddameistari, sumir segja hann 2. Búdda) hafi orðið eftir þegar hann hugleiddi í helli einum í þessu klaustri

Jambay Lhakhang byggt af tíbetska konunginum Songsten Gampo á sjöundu öld, sem segir til um útbreiðslu og mikilvægi Búddisma í landinu

Jakar Dzong, kastali hins hvíta fugls sem er stjórnarmiðstöð og stofnun fyrir munka

Karchu Dratsgang, stofnun fyrir munka, undir hans hátign Namkai Ningpo Rinpoche, þar sem tækifæri gefst til íhugunar/hugleiðslu

 

Dagur 13, 17. október.

Skoðunarferð Ura/Singkhar

Ekið að fallegu Singkahr þorpi þar sem hefðir hafa verið ósnortnar í hundruði ára. Í má líkja þessu við árbæjarsafnið nema fólk býr þar enn. Á leiðinni má sjá í fjarska hæsta fjall Bhutan Gangkar Phunsum. Hádeigisverður dæmigerður fyrir svæðið, snæddur á býli. Mikilvægur þáttur í hverri söguferð er að kynnast matarvenjum þeirra þjóða sem við heimsækjum. Við leitumst líka eftir því að kynnast héraðsbundnum réttum í sínu rétta umhverfi eins og hér í Bumthanghéraði þar sem við snæðum núðlur úr bókhveiti (bókhveitinúðlur, soba-pönnukökur (soba er japanska fyrir bókhveiti) o.s.frv.).

 

Dagur 14, 18. október.

Bumthang – Wangdue

Akstur til Wangdue yfir Dochu-La-skarðið (3050m). Þetta er ein fegursta akstursleið í Bútan. Á björtum degi er stórkostlegt útsýni yfir austur Himalajafjöll úr skarðinu. Stopað í Chendebji Chorten, þorpinu sem er þekkt fyrir 19. aldar Chorten stúbu fyrirmynd hennar er hin fræga Sawayambhunath Stupa í Kathmandu, Nepal. Chorten, var byggt af Tibetan lama Shida.

Kvöldverður og næturgisting á hóteli.

 

Dagur 15, 19. október.

Wangdue – Paro

Ekið til Paro á leiðinni heimsótt Simtokha Dzong "Elsta Dzong í landinu" og heimsækja iðn markað, þar sem seldar eru vörur frá Bhutan. Frjáls tími til ráva um Timphu-borg.Kvöldi akstur til Paro.

 

Dagur 16, 20. október.

Paro Taktsang

Snemmbúinn morgunverður og ganga að Taktsangklaustrinu (Tígrishreiðrið). Leiðin liggur bratt upp í gegnum furuskóg, þar sem, svo kallaður spænskur mosi, hangir í sveigum á mörgum trjánna. Í stöku lundi má sjá bænaflögg blakta. Gestum er heimilað að ganga upp að útsýnisstað þaðan sem sjá má klaustrið eins og hangandi á klettasnös. Þjóðsagan segir að Guru Rimpoche, stofnandi Búddisma, hafi flogið frá austur Bútan á tígrislæðu, fært með sér búddískar kenningar og hugleitt hér í bjarginu. Þetta er einn helgasti staður búddista í heiminum. Eftir að hafa heimsótt klaustrið er gengið niður að Taktsang kaffihúsinu og snæddur hádegisverður.

 

 

Dagur 17,  21. október.

Brottför til Delhi.

Eftir morgunverð verður ekið á flugvöllinn og flogið til Delhi. Stutt skoðunarferð um borgina. Kvöldverður á hóteli.

 

Dagur 18, 22. október.

Agra – Taj Mahal

Þessi dagur verður helgaður hallar hinnar ódauðlegu ástar, Taj Mahal sem og borgin Agra skoðuð. Gist í Agra

 

Dagur 19, 23. október.

Agra – Old Delhi

Morgunverður og síðan keyrt til Delhi. Skoðunarferðir í og í kringum Old Delhi til að sjá hversdagslíf í stórborginni.

 

Dagur 20, 24. október

Delhi - Reykjavík


Haldið heim. Flug frá Delhi til Íslands.

 

Verð frá 675.000 kr. Í tvíbýli.

 

Nánast allt innifalið:

Flug og flugtengd gjöld.

Gisting með morgunverði og kvöldverði  (kvöldverður þó ekki í Indlandi).

Allar ferðir, söfn og annað sem nefnt er í dagskrá.

Íslensk fararstjórn.

 

Varsjá – Minsk – Vilníus  23. – 31. okt. 

 

Mánud. 23.  októberkl. 14:55 - 20:55. Til Varsjár með WOW. Gist í Varsjá.

 

Þriðjud. 24. október.Dagur í Varsjá. Drögum að okkur ilm sögunnar í gamla bænum og nágrenni hans. Tónleikadagskrá ekki fyrirliggjandi. Gist í Varsjá.

 

Miðvikud. 25. október.Flogið til Minsk. Brottfarartími ekki staðfestur. Við flugvöllinn bíður okkar rúta sem ekur okkur til Vitebsk, fæðingarborgar einhvers sérstakasta listmálara 20. aldar, Marc Shagall.  Stutt gönguferð og kvöldverður. Gist í Vitebsk.

 

Fimmtud. 26. október.Morgunverður. Skoðunarferð um Vitebsk, menningarhöfuðborg Hvítarússlands, borg hinna miklu andstæðna. Borgin er ótrúleg blanda gamalla hefða, horfins tíma og nýrra strauma. Hver sem heimsækir þessa borg og nær sambandi við sögu hennar skynjar oft fátækt orðanna. Fáir listamenn náðu að jafn sterkum tökum og sonur þessarar borgar Gyðingurinn og listmálarinn Marc Chagall að skýra það óskýranlega. Til þess notaði hann ekki orð heldur liti. Heimsókn til Vitebsk verður helguð þessum mikla meistara. Við kynnumst sögu hans og skoðum Chagall-safnið sem er eina safnið í Belarús sem geymir málverk þessa einstaka listamanns. Eftir síðbúinn miðdegisverð höldum við akandi til Minsk. Gist í  Minsk.

 

Föstud. 27. október.  Að loknum morgunverði verður haldið í  skoðunarferð (í rútu) um Minsk. Höfuðborg Hvítarússlands býr yfir mikilli sögu sem við munum kynnast um leið og við skoðum borgina. Við stoppum á nokkrum stöðum og m.a. býðst okkur að heimsækja hina frægu Bolshoi Óperu/Ballet og skoða þessa merkilegu byggingu bæði að utan og innan. Við munum skoða lífið á götum og torgum og virða fyrir okkur litbrigði strætanna. Eftir hádegisverð röltum við frjáls um miðborgina, göngum eftir Nezalezhnasci breiðstræti og rannsökum tæran stalínískan arkitektúr og Sigurtorgið sem var tákn Minsk þegar hún var borg í Sovétríkjunum.  Um kvöldið verður haldið í Bolshoi óperuna og notið Carmen.

 

Laugard. 28. október.Að loknum morgunverði býður fararstjóri, áhugasömum uppá ferð um iður jarðar, um neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.  Við endum á Sjálfstæðistorgi þar sem er mikil verslunarmiðstöð (moll) neðanjarðar. Þaðan er ekki langt í Þjóðlistarsafnið, Menningarhöllina eins og hérlendir nefna hana, sem geymir eitthvert stærsta safn listaverka í Austur-Evrópu.

 

Sunnud. 29. október.Haldið til Vilníus. Brottfarartími er ekki staðfestur en ef við lendum tímanlega höldum við í heilsubótarrölt um þessa yndislegu borg. Gist í Vilníus.

 

Mánud. 30. október.Kynnum okkur sögu Litháa og höfuðborgar þeirra, barok-borgina Vilníus. Bregðum okkur ,,út fyrir borgarmörkin,, og heimsækjum ,,fríríkið Užupis. Ath tónleika um kvöldið!! Gist í Vilníus.

 

Þriðjud. 31. október.15:55 haldið heim með Wizzair. Lending 18:55.

 

 

Aðventuferð til fegurstu Hansaborgar Evrópu 4. til 8. des. 

Mánud. 4. desember. Beint flug til Gdansk. kl. 17:30 lent kl.22:05. Þangað komin bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á okkar góða fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.

 

Þriðjud. 5. des. Morgunverður, kl. 10:30 róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Seinni hluti dags frjáls. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

 

Miðvikud. 6. des. Kl. 10 til 16. Ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Kynnumst sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

 

Fimmtud. 7.  des. Frjáls dagur. Kl. 14 hittumst við í anddyri hótelsins og höldum í  ferð um Kasjúbíu, heimkynni Kasjúba. Kynnumst menningu þeirra og efnum til mikillar gleði að hætti þessarar merkilegu litlu þjóðar. Matur, söngur og spilverk.

 

Föstud. 8. Við förum ekki út á völl fyrr en 11:30 svo við höfum fyrri hluta dags til þess að gera það sem hvur vill.  Tekið á loft kl. 14:00 → 16:55

 

Staðgreiðsluverð 150.000 kr. 

Innifalið í verði er:

Flug og flugtengd gjöld. 

1 taska 23. kg. í farangursrými auk lítillar handtösku.

4 nætur í tvíbýli 4 stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar.

Morgunmatur og kvöldmatur.

Allar ferðir sem nefndar eru í dagskrá.

Kasjúbaveisla.

Íslensk fararstjórn   (Þorleifur Friðriksson) 

 

____________________________________________________

 

Aðventuferð til einhverrar fegurstu Hansaborgar Evrópu.

Gdansk 8. – 11. desember.

Föstudagur 8. desember. Beint flug til Gdansk. kl. 17:30 lent kl.22:05. Þangað komin bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á okkar góða fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.

 

Laugardagur 9. des. Morgunverður, kl. 10:30 róleg söguganga. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum, göngum hægt og njótum, stoppum kannski á kaffihúsi. Gamli bærinn er ekki stór og því vegalengdir ekki miklar. Seinni hluti dags frjáls. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

 

Sunudagur 10. des. Kl. 10 til 16. Frjáls dagur. Boðið er uppá ökuferð um Þríborgina; Gdansk, Sopot og Gdynia. Kynnumst sögu og sérkennum þessara þriggja borga sem liggja saman eins og Reykjavík, Kópavogur og Garðabær en eru mjög ólíkar. Verð 3.500 miðað við 20 manna hóp. Sameiginlegur kvöldverður á veitingahúsi Kasjúba. Kynnumst menningu sögu þessarar merkilegu litlu þjóðar. Verð kr. 5.000 kr.

 

Mánudagur 11.  des. Við förum ekki út á völl fyrr en 11:30 svo við höfum fyrri hluta dags til þess að gera það sem hvur vill.  Tekið á loft kl. 14:00 → 16:55