Ferðin hefst í Gdansk, hinni fögru Hansaborg. Við heimsækjum Westerplatte, staðinn þar sem seinni heimstyrjöldin hófst og röltum í pósthúsið þar sem pólskir póstmenn vörðust nasistum í 16 stundir 1. september 1939. Við heimsækjum Stutthof, fanga- og útrýmingarbúðir nasista. Förum til Kalíningrad (Königsberg), ökum gegnum þetta landlukta rússneska hérað (oblast) inn í Litháen og þaðan inn í hina fögru Masúríu sem áður var hluti af hinu þýska Austur-Prússlandi. Þar skoðum við Mamerki (Mauerwald), aðalstöðvar Waffen SS og Úlfsgreni Hitlers,  Wolfsschanze.