Í þessari ferð skyggnumst við til margra átta og heimsækjum þrjú ríki sem eitt sin voru innan sömu landamerkja. Við hefjum ferð í Vilníus, höfuðborg Litháens og eftir þriggja nátta dvöl þar höldum við til Belarús. Söguferðir hafa kolfallið fyrir Hvítarússlandi og efna til enn einnar ferðar þangað. Við dveljum lengst af í Minsk en höldum einnig til Polesíu við landamæri Úkraínu og kynnumst m.a. ,,hulduþjóð” sem þar býr. Þaðan höldum við síðan til Lublin og Kraków og endum þar ferð. Þessi ferð er í það mund að fyllast